Jeppi í stað tvíorkusportbíls frá Lamborghini Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2015 14:02 Lamborghini Urus jeppinn. Á undaförnum árum hefur Lamborghini smíðað nokkra tilraunabíla til að fá viðbrögð kaupenda við því hvers konar bíl það helst myndi óska sér frá fyrirtækinu. Á síðustu bílasýningu í París sýndi Lamborghini Asterion tvíorkubíl. Hann var 910 hestafla orkubúnt og auk öflugrar bensínvélar voru í honum rafmótorar. Þessi bíll var óvenju stór sniðum og sagði Lamborghini ástæðu þess að rafhlöðurnar tækju svo mikið pláss. Þessi bíll fékk ekki svo góðar viðtökur, en það fékk hinsvegar Lamborghini Urus jeppi sem fyrirtækið kynnti nokkru fyrr. Því er svo til víst að hann fer í framleiðslu og kaldhæðnislegt er að líklega verður hann tvíorkubíll. Ástæða þess er sú að Lamborghini, eins og allir aðrir bílaframleiðendur, þurfa að hlýta ströngum reglum um meðalútblástur bíla sinna. Yfirmenn Lamborghini telja að Urus jeppinn komi á markað árið 2018. Þegar hann var kynntur, fyrst árið 2012, var hann með 592 hestafla aflrás, V10 vél og rafmótora. Ekki er víst að það verðir endanleg drifrás bílsins því margt getur breyst á 6 árum og líklegt má telja að rafmótorar og rafhlöður bílsins verði öflugri en í tilraunabílnum.Lamborghini Asterion. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent
Á undaförnum árum hefur Lamborghini smíðað nokkra tilraunabíla til að fá viðbrögð kaupenda við því hvers konar bíl það helst myndi óska sér frá fyrirtækinu. Á síðustu bílasýningu í París sýndi Lamborghini Asterion tvíorkubíl. Hann var 910 hestafla orkubúnt og auk öflugrar bensínvélar voru í honum rafmótorar. Þessi bíll var óvenju stór sniðum og sagði Lamborghini ástæðu þess að rafhlöðurnar tækju svo mikið pláss. Þessi bíll fékk ekki svo góðar viðtökur, en það fékk hinsvegar Lamborghini Urus jeppi sem fyrirtækið kynnti nokkru fyrr. Því er svo til víst að hann fer í framleiðslu og kaldhæðnislegt er að líklega verður hann tvíorkubíll. Ástæða þess er sú að Lamborghini, eins og allir aðrir bílaframleiðendur, þurfa að hlýta ströngum reglum um meðalútblástur bíla sinna. Yfirmenn Lamborghini telja að Urus jeppinn komi á markað árið 2018. Þegar hann var kynntur, fyrst árið 2012, var hann með 592 hestafla aflrás, V10 vél og rafmótora. Ekki er víst að það verðir endanleg drifrás bílsins því margt getur breyst á 6 árum og líklegt má telja að rafmótorar og rafhlöður bílsins verði öflugri en í tilraunabílnum.Lamborghini Asterion.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent