Eignarréttarfyrirvarinn og makrílfrumvarpið Helgi Áss Grétarsson skrifar 7. maí 2015 07:00 Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl og virðist veigamesti tilgangur frumvarpsins að koma á skipulagi við stjórn makrílveiða sem líkist um margt meginreglum aflamarkskerfisins. Sá munur er þó á fyrirliggjandi frumvarpi og meginreglum „kvótakerfisins“ að aflahlutdeildir í makríl eiga að vera tímabundnar en að mínu mati er auðsýnt að réttindi sem eru ótímabundin samkvæmt lögum, veiti betri tryggingu en réttindi sem búið er að binda fastmælum um að hægt sé að fella niður með sex ára umþóttunartíma. Með öðrum orðum, samkvæmt fyrirliggjandi lagafrumvarpi á að búa til sérstakar aflahlutdeildir í makríl sem hafa lakari eiginleika en aflahlutdeildir í öðrum tegundum nytjastofna. Stjórn makrílveiða og umdeilt lagafrumvarp Frá árinu 2009 hefur stjórn makrílveiða stuðst við umdeilanlegan lagagrundvöll og er helsta ástæða þessa sú að makríll er deilistofn en af því leiðir að 5. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands nr. 151/1996, um úthlutun aflahlutdeilda, á við um stjórn veiðanna, að öðrum skilyrðum uppfylltum. Samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis frá 30. júní 2014 átti téð lagaákvæði að gilda um stjórn makrílveiða í síðasta lagi á vertíðinni 2011. Þar sem stjórnvöld hafa ekki stjórnað makrílveiðum samkvæmt nefndri lagagrein, heldur reist hana á öðrum lagagrundvelli, er a.m.k. umdeilanlegt að stjórnvöld geti haldið áfram að stjórna makrílveiðum með þeim hætti. Það getur því vart verið vafa undirorpið að nauðsynlegt sé að fara eftir fyrirmælum áðurnefndrar 5. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands eða setja sérlög um efnið. Þrátt fyrir áðurrakta forsögu er fyrirliggjandi frumvarp um stjórn makrílveiða umdeilt. Í ljósi þeirra hagsmuna sem um er að tefla er það eðlilegt í lýðræðisríki. Eigi að síður er mikilvægt að framsetning upplýsinga um þetta efni byggi á traustum grundvelli, þ.m.t. frá lagalegum sjónarhóli. Makrílfrumvarpið og eignarréttarfyrirvarinn Skúli Magnússon lögfræðingur birti grein í Fréttablaðinu 6. maí síðastliðinn þar sem fram kom sú skoðun hans að ekki verði annað ráðið en að í fyrirliggjandi makrílfrumvarpi verði úthlutun kvóta í makríl ekki háð þeim eignarréttarfyrirvörum sem fram koma í 3. ml. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 og 2. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Þessu er ég ósammála. Vissulega er það rétt sem fram kemur í grein Skúla að 3. gr. makrílfrumvarpsins mælir fyrir um sérstaka tímabindingu aflahlutdeilda í makríl en það ákvæði frumvarpsins er ekki í andstöðu við áðurnefnda eignarréttarfyrirvara laga um stjórn fiskveiða og laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Þvert á móti, leiðir það af 1. gr. makrílfrumvarpsins, að fyrirvararnir gilda fullum fetum. Lokaorð Með þessu greinarkorni tek ég ekki afstöðu til efnislegra verðleika makrílfrumvarpsins, það er annarra að meta kosti þess og galla. Á hinn bóginn er ljóst að full ástæða er til að huga að setningu sérlaga um veiðarnar. Jafnframt tel ég að lagafrumvarpið, verði það óbreytt að lögum, tryggi með fullnægjandi hætti að áðurraktir eignarréttarfyrirvarar hafa gildi við stjórn makrílveiða. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl og virðist veigamesti tilgangur frumvarpsins að koma á skipulagi við stjórn makrílveiða sem líkist um margt meginreglum aflamarkskerfisins. Sá munur er þó á fyrirliggjandi frumvarpi og meginreglum „kvótakerfisins“ að aflahlutdeildir í makríl eiga að vera tímabundnar en að mínu mati er auðsýnt að réttindi sem eru ótímabundin samkvæmt lögum, veiti betri tryggingu en réttindi sem búið er að binda fastmælum um að hægt sé að fella niður með sex ára umþóttunartíma. Með öðrum orðum, samkvæmt fyrirliggjandi lagafrumvarpi á að búa til sérstakar aflahlutdeildir í makríl sem hafa lakari eiginleika en aflahlutdeildir í öðrum tegundum nytjastofna. Stjórn makrílveiða og umdeilt lagafrumvarp Frá árinu 2009 hefur stjórn makrílveiða stuðst við umdeilanlegan lagagrundvöll og er helsta ástæða þessa sú að makríll er deilistofn en af því leiðir að 5. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands nr. 151/1996, um úthlutun aflahlutdeilda, á við um stjórn veiðanna, að öðrum skilyrðum uppfylltum. Samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis frá 30. júní 2014 átti téð lagaákvæði að gilda um stjórn makrílveiða í síðasta lagi á vertíðinni 2011. Þar sem stjórnvöld hafa ekki stjórnað makrílveiðum samkvæmt nefndri lagagrein, heldur reist hana á öðrum lagagrundvelli, er a.m.k. umdeilanlegt að stjórnvöld geti haldið áfram að stjórna makrílveiðum með þeim hætti. Það getur því vart verið vafa undirorpið að nauðsynlegt sé að fara eftir fyrirmælum áðurnefndrar 5. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands eða setja sérlög um efnið. Þrátt fyrir áðurrakta forsögu er fyrirliggjandi frumvarp um stjórn makrílveiða umdeilt. Í ljósi þeirra hagsmuna sem um er að tefla er það eðlilegt í lýðræðisríki. Eigi að síður er mikilvægt að framsetning upplýsinga um þetta efni byggi á traustum grundvelli, þ.m.t. frá lagalegum sjónarhóli. Makrílfrumvarpið og eignarréttarfyrirvarinn Skúli Magnússon lögfræðingur birti grein í Fréttablaðinu 6. maí síðastliðinn þar sem fram kom sú skoðun hans að ekki verði annað ráðið en að í fyrirliggjandi makrílfrumvarpi verði úthlutun kvóta í makríl ekki háð þeim eignarréttarfyrirvörum sem fram koma í 3. ml. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 og 2. gr. laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Þessu er ég ósammála. Vissulega er það rétt sem fram kemur í grein Skúla að 3. gr. makrílfrumvarpsins mælir fyrir um sérstaka tímabindingu aflahlutdeilda í makríl en það ákvæði frumvarpsins er ekki í andstöðu við áðurnefnda eignarréttarfyrirvara laga um stjórn fiskveiða og laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Þvert á móti, leiðir það af 1. gr. makrílfrumvarpsins, að fyrirvararnir gilda fullum fetum. Lokaorð Með þessu greinarkorni tek ég ekki afstöðu til efnislegra verðleika makrílfrumvarpsins, það er annarra að meta kosti þess og galla. Á hinn bóginn er ljóst að full ástæða er til að huga að setningu sérlaga um veiðarnar. Jafnframt tel ég að lagafrumvarpið, verði það óbreytt að lögum, tryggi með fullnægjandi hætti að áðurraktir eignarréttarfyrirvarar hafa gildi við stjórn makrílveiða. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun