Jordan Spieth fékk 1,7 milljón fyrir hverja holu á árinu 2015 Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. september 2015 10:45 Jordan Spieth á fyrir salti í grautinn og rúmlega það. vísir/getty Jordan Spieth, sigurvegari á Masters-mótinu og US Open í golfi þetta árið, fagnaði sigri á síðasta PGA-móti ársins í gær og vann um leið Fed Ex-bikarinn. Þessi ótrúlegi 22 ára gamli kylfingur frá Texas hirti um leið efsta sæti heimslistans af Jason Day þar sem Ástralinn endaði í tíunda sæti á Coca Cola-mótinu í gær. Spieth, sem vann fimm mót á árinu, fékk 1,485 milljón dollara fyrir sigurinn í gær fyrir utan tíu milljóna dollara bónusinn sem menn fá fyrir að vinna Fed Ex-bikarinn. Í heildina vann Spieth sér inn rétt ríflega 22 milljónir dollara á tímabilinu og hefur nú fengið 31 milljón á ferlinum. Enginn kylfingur í sögunni hefur unnið sér inn svo mikið á hans aldri. Hann setti met á árinu yfir tekjur á mótum fyrir utan tíu milljóna bónusinn. Tólf milljónirnar sem hann fékk eru einni milljón meira en met Vijay Singh frá árinu 2004. Spieth er yngsti maðurinn til að vinna fimm mót á einu og sama árinu síðan Horton Smith gerði það 21 árs árið 1929. Sem fyrr segir var heildarverðlaunafé Spieths á tímabilinu 2,8 milljarðar króna. Þegar því er deilt niður, eins og USA Today gerir, má sjá að Spieth vann sér inn 1,7 milljónir króna á hverri einustu holu sem hann spilaði og hvert högg var 466 þúsund króna virði.Tekjur Jordans Spieths: Heildartekjur: 2,8 milljarðar króna Fyrir hvert mót: 113 milljónir Fyrir hvern hring: 33 milljónir Fyrir hverja holu: 1,7 milljón Fyrir hvert högg: 466 þúsund Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Jordan Spieth, sigurvegari á Masters-mótinu og US Open í golfi þetta árið, fagnaði sigri á síðasta PGA-móti ársins í gær og vann um leið Fed Ex-bikarinn. Þessi ótrúlegi 22 ára gamli kylfingur frá Texas hirti um leið efsta sæti heimslistans af Jason Day þar sem Ástralinn endaði í tíunda sæti á Coca Cola-mótinu í gær. Spieth, sem vann fimm mót á árinu, fékk 1,485 milljón dollara fyrir sigurinn í gær fyrir utan tíu milljóna dollara bónusinn sem menn fá fyrir að vinna Fed Ex-bikarinn. Í heildina vann Spieth sér inn rétt ríflega 22 milljónir dollara á tímabilinu og hefur nú fengið 31 milljón á ferlinum. Enginn kylfingur í sögunni hefur unnið sér inn svo mikið á hans aldri. Hann setti met á árinu yfir tekjur á mótum fyrir utan tíu milljóna bónusinn. Tólf milljónirnar sem hann fékk eru einni milljón meira en met Vijay Singh frá árinu 2004. Spieth er yngsti maðurinn til að vinna fimm mót á einu og sama árinu síðan Horton Smith gerði það 21 árs árið 1929. Sem fyrr segir var heildarverðlaunafé Spieths á tímabilinu 2,8 milljarðar króna. Þegar því er deilt niður, eins og USA Today gerir, má sjá að Spieth vann sér inn 1,7 milljónir króna á hverri einustu holu sem hann spilaði og hvert högg var 466 þúsund króna virði.Tekjur Jordans Spieths: Heildartekjur: 2,8 milljarðar króna Fyrir hvert mót: 113 milljónir Fyrir hvern hring: 33 milljónir Fyrir hverja holu: 1,7 milljón Fyrir hvert högg: 466 þúsund
Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira