Innlent

Sett á róandi lyf í fangelsinu

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Rósa Jónsdóttir, móðir ungrar konu sem var vistuð í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg á föstudag þegar Kópavogsfangelsi var lokað, segir hana verða flutta norður í Fangelsi Akureyrar til afplánunar.
Rósa Jónsdóttir, móðir ungrar konu sem var vistuð í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg á föstudag þegar Kópavogsfangelsi var lokað, segir hana verða flutta norður í Fangelsi Akureyrar til afplánunar.
Rósa Jónsdóttir, móðir ungrar konu sem var vistuð í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg á föstudag þegar Kópavogsfangelsi var lokað, segir hana verða flutta norður í Fangelsi Akureyrar til afplánunar.

Sagt var fyrst frá málinu í fréttum Stöðvar 2 á föstudag þegar konan var flutt í Hegningarhúsið þrátt fyrir mótmæli móður hennar. Þá sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri að um neyðarráðstöfun væri að ræða en ekkert fangelsi er rekið fyrir konur eftir að Kópavogsfangelsi var lokað.

Rósa segir dóttur sína hafa verið setta á róandi lyf til að hún höndlaði vistaskiptin betur.

„Hún var sett á geðdeyfðarlyf og svefnlyf til að vistin yrði henni bærilegri,“ segir hún. Að auki hafi hún verið vistuð ein á þröngum gangi, að hennar sögn til að vernda hana gegn barnaníðingum í afplánun.

Í fyrstu hélt hún að dóttir sín væri í einangrun af lýsingum hennar á aðstæðum að dæma. „Það er allt skárra en þetta. Ég var ekkert að fara fram á að það ætti að fara með hana eins og einhverja prinsessu,“ sagði hún í samtali við Vísi í gær, „en það á náttúrulega ekki að brjóta á henni með einangrun í marga, marga daga. Núna á föstudaginn er hún búin að vera í viku þarna inni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×