Höfðu ekki heimild til að birta nafn í úrskurði Óli Kristján Ármannsson skrifar 21. nóvember 2015 07:00 Nafn sumarstarfsmanns í Byko var fjarlægt úr ákvörðun Samkeppniseftirlits vegna samkeppnislagabrota fyrirtækisins. vísir/ernir Til skoðunar er hjá Samkeppniseftirlitinu hvort fjarlægja þurfi nöfn úr birtum ákvörðunum. Í úrskurði Persónuverndar sem birtur var í síðustu viku var Samkeppniseftirlitinu uppálagt að fjarlægja nafn fyrrverandi starfsmanns Byko úr ákvörðun um brot fyrirtækisins á samkeppnislögum. Starfsmaðurinn var sumarstarfsmaður í þjónustuveri samhliða námi á meðan brotin stóðu yfir. Hann lagði fyrir sig lögfræðistörf og sætti sig ekki við að nafn hans dúkkaði upp í tengslum við samkeppnislagabrot í leitarvélum á netinu. Birting nafnsins hefði áhrif á mannorð hans og möguleika til atvinnu. Það kom fyrir um þrjátíu sinnum í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Er Samkeppniseftirlitið brást ekki við beiðnum mannsins um að fjarlægja nafnið kvartaði hann til Persónuverndar. Eftir úrskurð stofnunarinnar í byrjun nóvember fjarlægði Samkeppniseftirlitið nafnið úr ávörðuninni.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SamkeppniseftirlitsinsÍ úrskurði Persónuverndar segir að almennt verði að standa lagaheimild til vinnslu persónuupplýsinga sem fram fari á vegum stjórnvalda. „Af ofangreindri umfjöllun verður ráðið að slík lagaheimild sé ekki til staðar og því telur Persónuvernd að kveða þyrfti á um slíka heimild til handa Samkeppniseftirlitinu í lögum, í samræmi við lögmætisreglu stjórnsýsluréttar, sé talin þörf á að birta nöfn starfsmanna í tilvikum sem þessum.“ Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Byko standa enn nöfn starfsmanna í svipaðri stöðu og maðurinn sem leitaði til Persónuverndar. Gera má ráð fyrir að sama eigi við um nöfn starfsmanna í öðrum málum sem eftirlitið hefur fjallað um. Sá munur er á að enginn þeirra hefur kvartað yfir birtingunni eða talið hana íþyngjandi svo vitað sé. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir úrskurð Persónuverndar til skoðunar. „Þar á meðal mun Samkeppniseftirlitið taka afstöðu til þess hvort rétt sé að afmá fleiri nöfn einstaklinga úr ákvörðuninni,“ segir hann. Um leið sé skoðað hvort skýra þurfi verklag við birtingu ákvarðana. „Úrskurðurinn gefur ekki afdráttarlaust svar við þessu.“ Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Til skoðunar er hjá Samkeppniseftirlitinu hvort fjarlægja þurfi nöfn úr birtum ákvörðunum. Í úrskurði Persónuverndar sem birtur var í síðustu viku var Samkeppniseftirlitinu uppálagt að fjarlægja nafn fyrrverandi starfsmanns Byko úr ákvörðun um brot fyrirtækisins á samkeppnislögum. Starfsmaðurinn var sumarstarfsmaður í þjónustuveri samhliða námi á meðan brotin stóðu yfir. Hann lagði fyrir sig lögfræðistörf og sætti sig ekki við að nafn hans dúkkaði upp í tengslum við samkeppnislagabrot í leitarvélum á netinu. Birting nafnsins hefði áhrif á mannorð hans og möguleika til atvinnu. Það kom fyrir um þrjátíu sinnum í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Er Samkeppniseftirlitið brást ekki við beiðnum mannsins um að fjarlægja nafnið kvartaði hann til Persónuverndar. Eftir úrskurð stofnunarinnar í byrjun nóvember fjarlægði Samkeppniseftirlitið nafnið úr ávörðuninni.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SamkeppniseftirlitsinsÍ úrskurði Persónuverndar segir að almennt verði að standa lagaheimild til vinnslu persónuupplýsinga sem fram fari á vegum stjórnvalda. „Af ofangreindri umfjöllun verður ráðið að slík lagaheimild sé ekki til staðar og því telur Persónuvernd að kveða þyrfti á um slíka heimild til handa Samkeppniseftirlitinu í lögum, í samræmi við lögmætisreglu stjórnsýsluréttar, sé talin þörf á að birta nöfn starfsmanna í tilvikum sem þessum.“ Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Byko standa enn nöfn starfsmanna í svipaðri stöðu og maðurinn sem leitaði til Persónuverndar. Gera má ráð fyrir að sama eigi við um nöfn starfsmanna í öðrum málum sem eftirlitið hefur fjallað um. Sá munur er á að enginn þeirra hefur kvartað yfir birtingunni eða talið hana íþyngjandi svo vitað sé. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir úrskurð Persónuverndar til skoðunar. „Þar á meðal mun Samkeppniseftirlitið taka afstöðu til þess hvort rétt sé að afmá fleiri nöfn einstaklinga úr ákvörðuninni,“ segir hann. Um leið sé skoðað hvort skýra þurfi verklag við birtingu ákvarðana. „Úrskurðurinn gefur ekki afdráttarlaust svar við þessu.“
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira