Innlent

Rollur rúnar að vori

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Breski rúningsmaðurinn sýndi fagmannlega takta þegar hann snaraði rollunni úr vetrarreyfinu.
Breski rúningsmaðurinn sýndi fagmannlega takta þegar hann snaraði rollunni úr vetrarreyfinu. fréttablaðið/vilhelm
Vorið er rétt handan við hornið og vetrarrúningur á sér stað víða um land. Matt er einn úr hópi farandrúningsmanna frá Bretlandi. Hópurinn hefur dvalist á landinu undanfarna daga og hefur rúið um 2.500 kindur. Þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði, á bænum Efri-Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd, var hópurinn önnum kafinn við að rýja kindur en á Efri-Brunnastöðum höfðu um 80 kindur verið rúnar.

Kristmundur Skarphéðinsson, bóndi á Efri-Brunnastöðum, segir hópinn ferðast víða og hafa meðal annars komið við á hinum Norðurlöndunum. „Í fyrra kom hingað hópur frá Nýja-Sjálandi til að rýja kindur,“ segir Kristmundur. Hann hefur stundað búskap um árabil. „Hér hefur verið búskapur lengi, þegar mest var voru um 500 kindur á bænum en það minnkaði nokkuð eftir árið 1991, nú eru þær um 80,“ segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×