Innlent

Dagur vatnsins hefst á morgun

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Mengun vatna er alvarlegt vandamál í Filippseyjum.
Mengun vatna er alvarlegt vandamál í Filippseyjum. NOEL CELIS / AFP
Feðgar sigla í gegn um haf af rusli á heimagerðum bát úr frauðplasti. Þeir safna saman plastflöskum sem þeir selja í verslunum í höfuðborg Filippseyja, Manila. Flöskusöfnun feðganna er þeirra lifibrauð en þeir þéna saman minna en þrjá dollara á dag.

Mengun sjávar og ferskvatna er algengt vandamál um allan heim. Filippseyjar halda á morgun dag vatnsins en dagurinn hefur það að markmiði að vekja athygli á mengun ferskvatna og hvetja fólk til umræðu um lausnir til að tryggja jarðarbúum hreinan og öruggan aðgang að vatni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×