Innlent

Styttir viðbraðgstíma slökkviliðs

Sveinn Arnarsson skrifar
Nýja slökkvistöðin gegnir mikilvægu hlutverki við að stytta viðbragsðtíma bæði slökkviliðs og sjúkraflutninga. fréttablaðið/vilhelm
Nýja slökkvistöðin gegnir mikilvægu hlutverki við að stytta viðbragsðtíma bæði slökkviliðs og sjúkraflutninga. fréttablaðið/vilhelm
Ný og bætt aðstaða fyrir slökkvilið og sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu var vígð í gær í Mosfellsbæ. Gegnir nýja slökkvistöðin stóru hlutverki í almannavörnum sveitarfélaganna á svæðinu.

Við vígsluna ávörpuðu Dagur Eggertsson, borgarstjóri og Haraldur Sverrisson bæjartjóri Mosfellsbæjar og klipptu oddvitar sveitarfélaganna á borða við það til efni.

Stöðin er vel staðsett með tilliti til útkalla og kemur til með að þjóna jafnframt framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Bygging slökkvistöðvarinnar er sameiginlegt verkefni þeirra sveitarfélaga sem standa að Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Hún kemur til með að stytta verulega viðbragðstíma slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í austurhluta svæðisins og gera sveitarfélögunum þannig kleift að veita betri grunnþjónustu.

Opið hús verður í slökkvistöðinni, sem stendur við Skarhólabraut milli eitt og þrjú í dag þar sem almenningi gefst kostur á að skoða nýju stöðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×