Meinuðu barni um afgreiðslu: "Sagði skúffuna fulla“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. mars 2015 16:09 Friðrik Helgi er miður sín eftir daginn. Gleðin breyttist fljótt í sorg þegar Erna Helgadóttir fór ásamt níu ára syni sínum, Friðriki, í leikfangaverslunina Toys R Us á Korputorgi í dag. Friðrik hefur haft mikið fyrir því að safna sér fyrir Legokassa sem hann langaði í en fékk ekki afgreiðslu í versluninni þar sem starfsmaður verslunarinnar sagði peningaskúffuna fulla. Legokassinn langþráði kostar í versluninni 3.990 krónur og var tilhlökkunin því í hámarki þegar í verslunina var komið í dag. Eftir að hafa skoðað hvern hlut í versluninni vel og vandlega gengu þau mæðgin að afgreiðslukassanum og réttu fram peninginn.Miður sín eftir daginn „Við leggjum á borðið einn þúsund króna seðil, einn fimm hundruð króna seðil og afganginn í hundrað köllum. Afgreiðslukonan sagði skúffuna fulla og í raun allar skúffur fullar, meira að segja peningaskápinn. Ég segi henni að ég ætli nú samt að kaupa þetta, hún geti ekki látið það bitna á barninu að skúffan sé full og hún segir þá bara „næsti“ og afgreiðir næsta viðskiptavin,“ segir Erna í samtali við Vísi. Erna segir Friðrik hafa verið miður sín eftir daginn. „Þetta er rosalegt svekkelsi, vonbrigði og leiði sem færist yfir á barnið. Gleðin þrýtur á sekúndu og öll spennan og hamingjan verður að ömurlegri verslunarferð. Það sem er líka svo sárt er að henni þótti ekkert sjálfsagðara en að meina barninu um afgreiðslu og bara brosti,“ segir hún.Harmar atvikið Lolita Guvki, vaktstjóri verslunarinnar á Korputorgi, staðfesti þetta í samtali við Vísi. Hún sagðist harma atvikið og sagðist myndu tilkynna málið til yfirstjórnar. Hún hafi þó rætt við starfsmanninn og ætli að ganga úr skugga að svona atvik eigi sér ekki stað aftur. Lolita tekur það fram að Friðrik sé velkominn í verslunina og að þau muni glöð taka á móti smáaurunum.Uppfært 18.45: Örvar Eiríksson, verslunarstjóri Toys R Us í Korputorgi, hefur haft samband við Ernu eftir að þessi frétt birtist. Í samtali við Vísi segir hann það hafa verið mistök að taka ekki við klinkinu en verslunin hyggst bæta mæðginunum það upp. „Hún ætlar að kíkja til mín í búðina á morgun og fá einhverjar sárabætur,“ segir Örvar. „Strákurinn ætlaði að finna sér eitthvað flott leikfang þarna og verður þá vonandi brosandi í lok helgarinnar.“ Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Sjá meira
Gleðin breyttist fljótt í sorg þegar Erna Helgadóttir fór ásamt níu ára syni sínum, Friðriki, í leikfangaverslunina Toys R Us á Korputorgi í dag. Friðrik hefur haft mikið fyrir því að safna sér fyrir Legokassa sem hann langaði í en fékk ekki afgreiðslu í versluninni þar sem starfsmaður verslunarinnar sagði peningaskúffuna fulla. Legokassinn langþráði kostar í versluninni 3.990 krónur og var tilhlökkunin því í hámarki þegar í verslunina var komið í dag. Eftir að hafa skoðað hvern hlut í versluninni vel og vandlega gengu þau mæðgin að afgreiðslukassanum og réttu fram peninginn.Miður sín eftir daginn „Við leggjum á borðið einn þúsund króna seðil, einn fimm hundruð króna seðil og afganginn í hundrað köllum. Afgreiðslukonan sagði skúffuna fulla og í raun allar skúffur fullar, meira að segja peningaskápinn. Ég segi henni að ég ætli nú samt að kaupa þetta, hún geti ekki látið það bitna á barninu að skúffan sé full og hún segir þá bara „næsti“ og afgreiðir næsta viðskiptavin,“ segir Erna í samtali við Vísi. Erna segir Friðrik hafa verið miður sín eftir daginn. „Þetta er rosalegt svekkelsi, vonbrigði og leiði sem færist yfir á barnið. Gleðin þrýtur á sekúndu og öll spennan og hamingjan verður að ömurlegri verslunarferð. Það sem er líka svo sárt er að henni þótti ekkert sjálfsagðara en að meina barninu um afgreiðslu og bara brosti,“ segir hún.Harmar atvikið Lolita Guvki, vaktstjóri verslunarinnar á Korputorgi, staðfesti þetta í samtali við Vísi. Hún sagðist harma atvikið og sagðist myndu tilkynna málið til yfirstjórnar. Hún hafi þó rætt við starfsmanninn og ætli að ganga úr skugga að svona atvik eigi sér ekki stað aftur. Lolita tekur það fram að Friðrik sé velkominn í verslunina og að þau muni glöð taka á móti smáaurunum.Uppfært 18.45: Örvar Eiríksson, verslunarstjóri Toys R Us í Korputorgi, hefur haft samband við Ernu eftir að þessi frétt birtist. Í samtali við Vísi segir hann það hafa verið mistök að taka ekki við klinkinu en verslunin hyggst bæta mæðginunum það upp. „Hún ætlar að kíkja til mín í búðina á morgun og fá einhverjar sárabætur,“ segir Örvar. „Strákurinn ætlaði að finna sér eitthvað flott leikfang þarna og verður þá vonandi brosandi í lok helgarinnar.“
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Sjá meira