Fyrrverandi hagfræðingur hjá Seðlabanka Bandaríkjanna segir hugmyndir Frosta sovéskar Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. apríl 2015 15:03 Fyrrverandi hagfræðingur hjá Seðlabanka Bandaríkjanna segir að hugmyndir Frosta Sigurjónssonar, alþingismanns og formanns efnahags- og viðskiptanefndar, um svokallað þjóðpeningakerfi fyrir Ísland séu í anda þess sem þekktist í Sovétríkjunum. Frosti skilaði skýrslu til forsætisráðherra um endurbætur á peningakerfinu síðastliðinn þriðjudag. Skýrslan fjallar um að hvaða leyti megi rekja vandamál í stjórn peningamála hér á landi til þess að bönkum er heimilt að „búa til peninga‟ þegar þeir veita lán. Fram kemur í skýrslunni að íslenskir viðskiptabankar sköpuðu mun meira af peningum en hagkerfið þurfti á að halda. Seðlabankanum tókst ekki að hafa hemil á peningamyndun bankanna með hefðbundnum stjórntækjum sínum. Í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að svokallað þjóðpeningakerfi geti verið nothæfur grundvöllur að endurbótum á peningakerfinu. Í slíku kerfi væri peningamyndun færð frá einkabönkum til Seðlabankans og þá væri ráðstöfun peninganna á hendi löggjafans í formi fjárlaga. Í vefútgáfu bandaríska dagblaðsins The Washington Post er fjallað um þessar róttæku hugmyndir. Þar er haft eftir Ted Truman , fyrrverandi hagfræðingi hjá Seðlabanka Bandaríkjanna að hugmyndirnar feli í eðli sínu í sér sovéskt kerfi. Hann segir að réttur lærdómur af fjármálakreppunni sé ekki að auka völd Seðlabanka Íslands. Vandamálið hafi falist í því að Seðlabankinn og önnur stjórnvöld beittu ekki stjórntækjum sínum með fullnægjandi hætti til að koma í veg fyrir fjármálakreppuna. Sigurvin er formaður samtakanna Betra peningakerfi. Sigurvin B. Sigurjónsson, sérfræðingur og í fjármálum og formaður samtakanna Betra peningakerfi, sem hafa barist fyrir breytingum í anda þess sem lagt er til í skýrslu Frosta, segir þessa gagnrýni um sósíalisma byggða á misskilningi. „Þetta byggir á því að færa peningaprentunarvaldið frá viðskiptabönkum til seðlabankans. Það felur ekki í sér að færa lánveitingarvald til seðlabankans, hann mun ekki verða lánveitandi á fjármálamörkuðum. Þannig bankakerfið sem slíkt verður óbreytt að öðru leyti en því að það getur ekki prentað peninga til að lána sínum viðskiptavinum,“ segir hann. Í meira en hálfa öld hafa Íslendingar glímt við alvarleg peningaleg vandamál svo sem verðbólgu, gengisfellingar, eignabólu og að lokum hrun bankakerfisins árið 2008. Kaupmáttur krónunnar hefur rýrnað um 99,7 prósent frá því Seðlabanki Íslands var stofnaður árið 1961. Í hnotskurn ganga hugmyndir Frosta út á að draga úr peningamagni í umferð með það fyrir augum að tryggja stöðugleika. Ef að þetta vald er fært alfarið til Seðlabankans, mun það ekki hægja á viðskiptum á markaði og gera kerfið miklu þyngra í vöfum? „Við teljum ekki svo vera. Vissulega þurfa menn að fjármagna sig og bankarnir veita lán en það eru margar lánastofnanir sem gera þetta nú þegar, verðbréfasjóðir og fleiri, þannig að þetta er form sem er vel þekkt og er engin ástæða til að ætla annað en að viðskiptabönkunum muni farnast það vel eins og öðrum hingað til,“ segir hann. Sigurvin segist ekki hafa áhyggjur af því að breytingar á borð við þessa muni hægja á lánamörkuðum. Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Fyrrverandi hagfræðingur hjá Seðlabanka Bandaríkjanna segir að hugmyndir Frosta Sigurjónssonar, alþingismanns og formanns efnahags- og viðskiptanefndar, um svokallað þjóðpeningakerfi fyrir Ísland séu í anda þess sem þekktist í Sovétríkjunum. Frosti skilaði skýrslu til forsætisráðherra um endurbætur á peningakerfinu síðastliðinn þriðjudag. Skýrslan fjallar um að hvaða leyti megi rekja vandamál í stjórn peningamála hér á landi til þess að bönkum er heimilt að „búa til peninga‟ þegar þeir veita lán. Fram kemur í skýrslunni að íslenskir viðskiptabankar sköpuðu mun meira af peningum en hagkerfið þurfti á að halda. Seðlabankanum tókst ekki að hafa hemil á peningamyndun bankanna með hefðbundnum stjórntækjum sínum. Í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að svokallað þjóðpeningakerfi geti verið nothæfur grundvöllur að endurbótum á peningakerfinu. Í slíku kerfi væri peningamyndun færð frá einkabönkum til Seðlabankans og þá væri ráðstöfun peninganna á hendi löggjafans í formi fjárlaga. Í vefútgáfu bandaríska dagblaðsins The Washington Post er fjallað um þessar róttæku hugmyndir. Þar er haft eftir Ted Truman , fyrrverandi hagfræðingi hjá Seðlabanka Bandaríkjanna að hugmyndirnar feli í eðli sínu í sér sovéskt kerfi. Hann segir að réttur lærdómur af fjármálakreppunni sé ekki að auka völd Seðlabanka Íslands. Vandamálið hafi falist í því að Seðlabankinn og önnur stjórnvöld beittu ekki stjórntækjum sínum með fullnægjandi hætti til að koma í veg fyrir fjármálakreppuna. Sigurvin er formaður samtakanna Betra peningakerfi. Sigurvin B. Sigurjónsson, sérfræðingur og í fjármálum og formaður samtakanna Betra peningakerfi, sem hafa barist fyrir breytingum í anda þess sem lagt er til í skýrslu Frosta, segir þessa gagnrýni um sósíalisma byggða á misskilningi. „Þetta byggir á því að færa peningaprentunarvaldið frá viðskiptabönkum til seðlabankans. Það felur ekki í sér að færa lánveitingarvald til seðlabankans, hann mun ekki verða lánveitandi á fjármálamörkuðum. Þannig bankakerfið sem slíkt verður óbreytt að öðru leyti en því að það getur ekki prentað peninga til að lána sínum viðskiptavinum,“ segir hann. Í meira en hálfa öld hafa Íslendingar glímt við alvarleg peningaleg vandamál svo sem verðbólgu, gengisfellingar, eignabólu og að lokum hrun bankakerfisins árið 2008. Kaupmáttur krónunnar hefur rýrnað um 99,7 prósent frá því Seðlabanki Íslands var stofnaður árið 1961. Í hnotskurn ganga hugmyndir Frosta út á að draga úr peningamagni í umferð með það fyrir augum að tryggja stöðugleika. Ef að þetta vald er fært alfarið til Seðlabankans, mun það ekki hægja á viðskiptum á markaði og gera kerfið miklu þyngra í vöfum? „Við teljum ekki svo vera. Vissulega þurfa menn að fjármagna sig og bankarnir veita lán en það eru margar lánastofnanir sem gera þetta nú þegar, verðbréfasjóðir og fleiri, þannig að þetta er form sem er vel þekkt og er engin ástæða til að ætla annað en að viðskiptabönkunum muni farnast það vel eins og öðrum hingað til,“ segir hann. Sigurvin segist ekki hafa áhyggjur af því að breytingar á borð við þessa muni hægja á lánamörkuðum.
Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira