Körfubolti

Martin: Sýndum að við erum komnir til að stríða þessum liðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. Vísir/Valli
Martin Hermannsson kom svellkaldur inn í leikinn á móti Þjóðverjum á EM í dag og skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu á EM í fyrri hálfleiknum.

„Maður verður að vera óhræddur og ég var staðráðinn í að koma út og gefa allt sem ég átti. Það var ljúft að sjá boltann ofan í körfunni," sagði Martin sem er yngsti leikmaður íslenska liðsins.

„Við komum okkur í ansi góða stöðu í lokin. Ef við hefðum verið að setja niður skotin okkar og vítin og allt hefði verið að falla með okkur þá hefðum við klárlega unnið þennan leik," sagði Martin.

„Við sýndum öllum það í dag að við erum komnir hingað á mótið til að stríða þessum liðum. Við hefðum hæglega geta stolið sigri í dag," sagði Martin.

„Við urðum aðeins og staðir í lokin. Boltinn átti að ganga betur á milli manna og þá hefðum við eflaust getað fengið betri opin skot. Stundum fellur þetta ekki með okkur og við vorum bara óheppnir í lokin," sagði Martin.

Jón Arnór Stefánsson sýndi hvað hann er öflugur leikmaður með því að skora 23 stig í leiknum og halda sókninni gangandi þegar verst gekk.

„Hann er okkar sterkasta vopn í sókninni en við getum ekki bara treyst á hann. Við verðum að mæta allir og hjálpa honum," sagði Martin. En er orka fyrir fjóra leiki til viðbótar á næstu fimm dögum?

„Það verður vera svona orka fyrir alla þessa leiki. Við þurfum að treysta á þennan kraft og þessa orku í vörninni og ætlum að sýna það í öllum leikjunum að við getum spilað vörn," sagði Martin. Strákurinn ætlar heldur ekki að hika við að taka skotin sín í mótinu.

„Ég mun skjóta ef að ég sé körfuna," sagði Martin í léttum tón.


Tengdar fréttir

Hörður Axel: Við erum engir túristar í Berlín

Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik í vörninni þegar Íslands tapaði naumlega með sex stigum á móti Þjðoðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015.

Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni

Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svekktur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket.

Hlynur Bæringsson: Menn fóru að þora meira í seinni hálfleik

Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, átti erfitt uppdráttar framan af leik en kom gríðarlega sterkur inn í fjórða leikhlutann þegar íslenska liðið tapaði naumlega fyrir Þjóðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×