Helmingur hunda leyfislaus Linda Blöndal skrifar 22. mars 2015 19:30 Helmingur hunda í Reykjavík er óskráður og því leyfislaus. Heilbrigðiseftirlit borgarinnar fer þó varlega í að beita ítrustu viðurlögum. Rúmlega 2600 hundar eru skráðir í borginni. Sami fjöldi hundaeigenda hefur hins vegar ekki fylgt lögbundinni skráningu og segir Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar að úr því sé brýnt að bæta. Skráningargjaldið veitir vernd Alls kostar 18.900 krónur að skrá hund og það sama í árlegt eftirlitsgjald. Helmingsafsláttur fæst þó ef farið er með hundinn í hlýðniskóla. Skráningargjald eftir útrunninn frest hækkar í tæpar 29 þúsund krónur. Árný segir að margt vinnist með því að skrá hundana. „Þá náttúrulega eru þeir á skrá og það eru til upplýsingar um hundana til dæmis ef þeir týnast eða hlaupa frá eigendum sínum þá eru þeir teknir í okkar vörslu og afhentir eigendum sínum. Eins er ábyrgðartrygging inni í þessu gjaldi svo þeir vera tryggðir fyrir tjóni gegn þriðja aðila". Trassaskapur eða kostnaðurinn Árný segir óljóst af hverju fólk skrái ekki hundana en fólk setur stundum fyrir sig reglur í fjölbýlishúsum þar sem þrír fjórðu íbúa þurfa að samþykkja veru dýrsins í húsinu. „Það getur náttúrulega bara verið trassaskapur og einhvers konar mótþrói líka kannski. Sumir bera fyrir sig mikinn kostnað en hann er ekkert mikill miðað við kostnaðinn við að halda hund", sagði Árný í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Neyðarúrræði að taka hundinn Ekki er efast um að eigendurnir fari vel með óskráðu dýrin og láti bólusetja þau og örmerkja og jafnvel tryggja sérstaklega hjá tryggingafélagi. Í þessu samhengi bendir. Félag ábyrgra hundaeigenda á að þjónustu borgarinnar megi bæta og hundaeigendur viti margir illa í hvað gjaldið fer. Sem dæmi þá þurfi nú að laga óheppileg hundagerði sem hafa verið sett upp í borginni. Ekki er gengið hart að eigendum óskráðu hundanna. „Við reynum alltaf að fá fólk með góðu að skrá sína hunda og ef fólk þrjóskast við eða losar sig ekki við hundinn þá þarf náttúrulega að herða aðgerðir. Fólk fær náttúrulega einhverja fresti til að ganga frá sínum málum en ef ekkert gerist þá þarf náttúrulega jafnvel að íhuga að taka hundinn af fólki og það hefur því miður gerst", segir Árný. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Sjá meira
Helmingur hunda í Reykjavík er óskráður og því leyfislaus. Heilbrigðiseftirlit borgarinnar fer þó varlega í að beita ítrustu viðurlögum. Rúmlega 2600 hundar eru skráðir í borginni. Sami fjöldi hundaeigenda hefur hins vegar ekki fylgt lögbundinni skráningu og segir Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar að úr því sé brýnt að bæta. Skráningargjaldið veitir vernd Alls kostar 18.900 krónur að skrá hund og það sama í árlegt eftirlitsgjald. Helmingsafsláttur fæst þó ef farið er með hundinn í hlýðniskóla. Skráningargjald eftir útrunninn frest hækkar í tæpar 29 þúsund krónur. Árný segir að margt vinnist með því að skrá hundana. „Þá náttúrulega eru þeir á skrá og það eru til upplýsingar um hundana til dæmis ef þeir týnast eða hlaupa frá eigendum sínum þá eru þeir teknir í okkar vörslu og afhentir eigendum sínum. Eins er ábyrgðartrygging inni í þessu gjaldi svo þeir vera tryggðir fyrir tjóni gegn þriðja aðila". Trassaskapur eða kostnaðurinn Árný segir óljóst af hverju fólk skrái ekki hundana en fólk setur stundum fyrir sig reglur í fjölbýlishúsum þar sem þrír fjórðu íbúa þurfa að samþykkja veru dýrsins í húsinu. „Það getur náttúrulega bara verið trassaskapur og einhvers konar mótþrói líka kannski. Sumir bera fyrir sig mikinn kostnað en hann er ekkert mikill miðað við kostnaðinn við að halda hund", sagði Árný í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Neyðarúrræði að taka hundinn Ekki er efast um að eigendurnir fari vel með óskráðu dýrin og láti bólusetja þau og örmerkja og jafnvel tryggja sérstaklega hjá tryggingafélagi. Í þessu samhengi bendir. Félag ábyrgra hundaeigenda á að þjónustu borgarinnar megi bæta og hundaeigendur viti margir illa í hvað gjaldið fer. Sem dæmi þá þurfi nú að laga óheppileg hundagerði sem hafa verið sett upp í borginni. Ekki er gengið hart að eigendum óskráðu hundanna. „Við reynum alltaf að fá fólk með góðu að skrá sína hunda og ef fólk þrjóskast við eða losar sig ekki við hundinn þá þarf náttúrulega að herða aðgerðir. Fólk fær náttúrulega einhverja fresti til að ganga frá sínum málum en ef ekkert gerist þá þarf náttúrulega jafnvel að íhuga að taka hundinn af fólki og það hefur því miður gerst", segir Árný.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Sjá meira