Innlent

Björgunarsveitir sóttu ökklabrotinn mann

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir
Björgunarsveitir voru kallaðar út nú síðdegis eftir að tilkynning barst um ökklabrotinn mann fyrir ofan bæinn Hvamm í Ölfusi.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að vel hafi gengið að komast á staðinn. Maðurinn hafi verið settur í börur og borinn um 200 metra leið að björgunarsveitarbíl sem flutti hann niður á veg þar sem sjúkrabíll beið hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×