Innlent

Telur hættu á misferli borgarstarfsmanna

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
"Slík staða getur skapað hættu á mistökum og misferli,“ sagði Júlíus Vífill Ingvarssonborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks á fundi borgarstjórnar.
"Slík staða getur skapað hættu á mistökum og misferli,“ sagði Júlíus Vífill Ingvarssonborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks á fundi borgarstjórnar. Fréttablaðið/Daníel
„Þó ég sé öllu jöfnu ekki talsmaður miðstýringar þá verður að koma í veg fyrir lausatök í fjármálum eins og þessi,“ sagði Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, í umræðum í borgarstjórn á þriðjudag um innkaupamál hjá borginni.

Eins og fram hefur komið telur innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að engri af tólf ábendingum hennar frá árinu 2010 um innkaup á vegum borgarinnar hafi verið fylgt. Frá þeim tíma hafa verkefni innkaupaskrifstofu verið færð undir fjármálaskrifstofu.

„Með því hefur verið dregið úr sjálfstæði innkaupaeiningarinnar og möguleikum hennar á að halda utan um innkaupin. Það er alveg ljóst að það gengur ekki að yfir þúsund manns gangi um og kaupi inn í nafni Reykjavíkurborgar án þess að eftirlit sé með því,“ sagði Júlíus Vífill í borgarstjórn. Sagði hann hættu á mistökum og misferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×