Handbolti

Handboltahjón á HM: Dagný spáir íslenskum sigri gegn Tékkum

Arnar Björnsson í Katar skrifar
Handboltahjónin, Gunnar Berg Viktorsson og Dagný Skúladóttir, komu til Katar í gærkvöldi og voru að gera sig klára fyrir leikinn við Frakka nú á eftir.  

Ólafur Stefánsson ætlaði með þeim til Katar en hann komst ekki.

„Við bókuðum ferðina fyrir mánuði og ætlum að sjá þessa leiki sem eftir eru. Við erum búin að sjá þessa leiki og ég er virkilega spenntur.  Þetta er búið að fara betur af stað en ég bjóst við“, segir Gunnar Berg.     

„Ég var hræddur við Frakkaleikinn sem var frábær leikur og svo er það Tékklaleikurinn, vonandi verður hann spennandi og við vinnum“.

Dagný Skúlasdóttir var komin í rauða keppnistreyju og var á leið á Marriot hótelið þar sem hópur Íslendinga ætlaði að hittast. Þau Gunnar Berg og Dagný ætla að skreppa til Dubai milli leikja.

       

„Það er gaman að ná alla vega þremur leikjum hérna en síðan ætlum við að enda þetta í fjöri í Dubai.  Við erum á leiðinni í 16 liða úrslit“.  

Gunnar Berg þekkir álagið sem leikmennirnir eru undir, höndla þeir það?

„Þetta eru þrautvanir atvinnumenn, Robbi vinur minn er búinn að spila á 10 mótum, Guðjón fleiri. Þetta er bara einn leikur í viðbót, ef hann vinnst þá vinnst hann en ef hann tapast þá er bara leikurinn á móti Egyptum eftir. Þeir klára þetta verkefni“.

Dagný spáir íslenskum sigri 27-25 og staðan í hálfleik 15-14 og spáir því að Alexander Petterson verði markahæstur.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Aron Kristjáns: Við vorum að spila betur saman

Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var eins og leikmennirnir ánægður með leikinn gegn Frökkum. Það er oft erfitt að sjá á þjálfaranum hvort hann er kátur eða glaður því hann heldur ætíð ró sinni hvernig sem á gengur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×