1% elítan og við hin Benóný Harðarson skrifar 22. janúar 2015 17:11 Við Íslendingar erum að mörgu leyti heppnir. Við eigum fullt af auðlindum, fallegt land og þurfum ekki að vera hrædd við stríð. Í sjálfu sér höfum við það flest gott. Sú staðreynd er samt kannski að breytast því samkvæmt nýjustu gögnum er misskiptingin á Íslandi alltaf að aukast. Eitt prósent þjóðarinnar á nú fjórðung eigna á Íslandi. Það er gríðarlega hættuleg þróun.Ríkisstjórnarflokkarnir ætla að einkavæða í heilbrigðiskerfinu svo að þeir ríku, þetta 1%, geti borgað sig á undan hinum í röðinni. Auk þess er byrjað er að tala um einkavæðingu í skólakerfinu svo ljóst er að það sama mun gerast þar. Þessi 1% elíta mun fá betri tækifæri en við hin. Við sem þjóð getum ákveðið núna hvað leið við viljum fara. Viljum við vera samfélag misskiptingar eða viljum við vera samfélag þar sem fólk fær jöfn tækifæri?Ljóst er að samningar á almenna vinnumarkaðinum eru lausir á þessu ári svo sá möguleiki er fyrir hendi að snúa þessari þróun við með því að hækka laun lægstu stétta. Mannsæmandi laun eru nauðsynleg forsenda þess að þeir sem hafa lægstu launin geti nýtt sér þau tækifæri sem þeim bjóðast.Forystumenn ríkistjórnarinar eru hluti af 1% elítunni. Það sést á flestu sem þeir gera. Að banna fólki yfir 25 ára að fara í framhaldsskóla, að hækka matarskatt, að hækka komugjöld á spítala kemur allt í veg fyrir það að fólk fái jöfn tækifæri. Auk þess er ekki hægt að minnast á það ógrátandi að veiðigjöldin eru lækkuð aftur og aftur. Sú lækkun kemur aðeins þessu 1% fólki til góða. Sjómönnum og fólki sem vinnur hjá útgerðinni hlýtur að líða illa eftir að þeim var skipað á Austurvöll til að mótmæla veiðigjöldum því launin þeirra hafa ekkert hækkað en arðurinn til eiganda hækkar ár eftir ár. Arður af auðlind sem við eigum öll saman.Ég þakka fyrir það að hafa fæðst á Íslandi á meðan tækifærin voru jöfn. Ég kem utan af landi og er úr verkamannafjölskyldu. Foreldrar mínir eru duglegasta fólk sem ég þekki en það er ljóst að ég hefði ekki getað menntað mig ef ég hefði þurft að borga himinhá skólagjöld.Ég vil búa í samfélagi þar sem fólk sem er svart eða hvítt, múslimar eða kristnir, samkynhneigt eða gagnkynhneigt - og þar sem allir fá jöfn tækifæri. Því ríður á að koma ríkisstjórnarflokkunum frá. Það kæmi 99% fólks til góða. Því vona ég að 1% elítan hlusti og hætti að hugsa aðeins um sinn hag. Vinnum saman að bættu samfélagi í stað þess að sundra því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum að mörgu leyti heppnir. Við eigum fullt af auðlindum, fallegt land og þurfum ekki að vera hrædd við stríð. Í sjálfu sér höfum við það flest gott. Sú staðreynd er samt kannski að breytast því samkvæmt nýjustu gögnum er misskiptingin á Íslandi alltaf að aukast. Eitt prósent þjóðarinnar á nú fjórðung eigna á Íslandi. Það er gríðarlega hættuleg þróun.Ríkisstjórnarflokkarnir ætla að einkavæða í heilbrigðiskerfinu svo að þeir ríku, þetta 1%, geti borgað sig á undan hinum í röðinni. Auk þess er byrjað er að tala um einkavæðingu í skólakerfinu svo ljóst er að það sama mun gerast þar. Þessi 1% elíta mun fá betri tækifæri en við hin. Við sem þjóð getum ákveðið núna hvað leið við viljum fara. Viljum við vera samfélag misskiptingar eða viljum við vera samfélag þar sem fólk fær jöfn tækifæri?Ljóst er að samningar á almenna vinnumarkaðinum eru lausir á þessu ári svo sá möguleiki er fyrir hendi að snúa þessari þróun við með því að hækka laun lægstu stétta. Mannsæmandi laun eru nauðsynleg forsenda þess að þeir sem hafa lægstu launin geti nýtt sér þau tækifæri sem þeim bjóðast.Forystumenn ríkistjórnarinar eru hluti af 1% elítunni. Það sést á flestu sem þeir gera. Að banna fólki yfir 25 ára að fara í framhaldsskóla, að hækka matarskatt, að hækka komugjöld á spítala kemur allt í veg fyrir það að fólk fái jöfn tækifæri. Auk þess er ekki hægt að minnast á það ógrátandi að veiðigjöldin eru lækkuð aftur og aftur. Sú lækkun kemur aðeins þessu 1% fólki til góða. Sjómönnum og fólki sem vinnur hjá útgerðinni hlýtur að líða illa eftir að þeim var skipað á Austurvöll til að mótmæla veiðigjöldum því launin þeirra hafa ekkert hækkað en arðurinn til eiganda hækkar ár eftir ár. Arður af auðlind sem við eigum öll saman.Ég þakka fyrir það að hafa fæðst á Íslandi á meðan tækifærin voru jöfn. Ég kem utan af landi og er úr verkamannafjölskyldu. Foreldrar mínir eru duglegasta fólk sem ég þekki en það er ljóst að ég hefði ekki getað menntað mig ef ég hefði þurft að borga himinhá skólagjöld.Ég vil búa í samfélagi þar sem fólk sem er svart eða hvítt, múslimar eða kristnir, samkynhneigt eða gagnkynhneigt - og þar sem allir fá jöfn tækifæri. Því ríður á að koma ríkisstjórnarflokkunum frá. Það kæmi 99% fólks til góða. Því vona ég að 1% elítan hlusti og hætti að hugsa aðeins um sinn hag. Vinnum saman að bættu samfélagi í stað þess að sundra því.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun