Starfsfólk og innleiðing á samfélagsábyrgð fyrirtækja Lára Jóhannsdóttir skrifar 22. apríl 2015 07:00 Það er ekki sjálfgefið að vel takist til við innleiðingu breytinga hjá fyrirtækjum. Mótþrói starfsfólks getur gert það að verkum að áætlanir renna út í sandinn, enda er ekki víst að hagsmunir og þarfir starfsfólks fari saman við fyrirætlanir stjórnenda. Aðferðir breytingastjórnunar geta stuðlað að farsælli innleiðingu breytinga, en starfsfólk þarf að skynja þörf fyrir breytingarnar. Framtíðarsýn þarf að vera skýr og stjórnendur bera ábyrgð á því að miðla sýninni. Þjálfa þarf starfsfólk, veita því umboð til athafna, skilgreina áfanga verksins, fagna áfangasigrum, mæla árangur og rétta af kúrsinn ef árangur samræmist ekki áætlunum. Andstætt mótþróa gagnvart breytingum er móttækileiki starfsfólks fyrir breytingum. Vísbendingar eru um að fyrirtæki sem eru sönn í áherslum sínum á samfélagsábyrgð eigi auðveldara með að fá fólk með sér í breytingar en þau sem ekki sinna slíkum áherslum eða gera það með hangandi hendi. Samfélagsábyrgð felur það í sér að áhersla er á hag samfélags og umhverfis, en ekki eingöngu á hag hluthafa. Áherslur á hag breiðs hóps hagsmunaaðila ættu til lengri tíma litið að koma fyrirtækjum til góða. Ef fyrirtæki eiga að þróast í takt við kröfur samfélagsins þurfa þau á hæfu starfsfólki að halda og viðskiptavinum sem vilja kaupa af þeim vörur eða þjónustu. Þá þurfa aðrir þeir sem verða fyrir áhrifum af rekstrinum einnig að vera sáttir. Áherslur á samfélagsábyrgð fyrirtækja geta stuðlað að starfsánægju. Starfsfólk skynjar að það vinnur hjá fyrirtæki sem hefur æðri tilgang en þann að græða meira í dag en í gær. Það fyllist stolti sem endurspeglast í störfum þess. Starfsfólkið er tilbúið að leggja aukalega á sig svo að áætlanir nái fram að ganga þar sem störf þess skipta máli fyrir samfélag og umhverfi. Eigi starfsfólk að styðja breytingar og taka þátt í innleiðingunni, skiptir máli hvers eðlis breytingarnar eru og hver nýtur ávinningsins. Samhliða ávinningi fyrirtækisins ættu hagsmunaðilar að hagnast. Starfsfólki gætu verið búnar betri vinnuaðstæður, verkefni gerð innihaldsríkari eða kjör bætt. Minnka mætti álag á umhverfi, eða leita lausna á samfélagslegum vandamálum. Fyrirtæki geta bætt hag sinn á sama hátt og þau bæta hag annarra, því velgengni fyrirtækja helst í hendur við velgengni samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki sjálfgefið að vel takist til við innleiðingu breytinga hjá fyrirtækjum. Mótþrói starfsfólks getur gert það að verkum að áætlanir renna út í sandinn, enda er ekki víst að hagsmunir og þarfir starfsfólks fari saman við fyrirætlanir stjórnenda. Aðferðir breytingastjórnunar geta stuðlað að farsælli innleiðingu breytinga, en starfsfólk þarf að skynja þörf fyrir breytingarnar. Framtíðarsýn þarf að vera skýr og stjórnendur bera ábyrgð á því að miðla sýninni. Þjálfa þarf starfsfólk, veita því umboð til athafna, skilgreina áfanga verksins, fagna áfangasigrum, mæla árangur og rétta af kúrsinn ef árangur samræmist ekki áætlunum. Andstætt mótþróa gagnvart breytingum er móttækileiki starfsfólks fyrir breytingum. Vísbendingar eru um að fyrirtæki sem eru sönn í áherslum sínum á samfélagsábyrgð eigi auðveldara með að fá fólk með sér í breytingar en þau sem ekki sinna slíkum áherslum eða gera það með hangandi hendi. Samfélagsábyrgð felur það í sér að áhersla er á hag samfélags og umhverfis, en ekki eingöngu á hag hluthafa. Áherslur á hag breiðs hóps hagsmunaaðila ættu til lengri tíma litið að koma fyrirtækjum til góða. Ef fyrirtæki eiga að þróast í takt við kröfur samfélagsins þurfa þau á hæfu starfsfólki að halda og viðskiptavinum sem vilja kaupa af þeim vörur eða þjónustu. Þá þurfa aðrir þeir sem verða fyrir áhrifum af rekstrinum einnig að vera sáttir. Áherslur á samfélagsábyrgð fyrirtækja geta stuðlað að starfsánægju. Starfsfólk skynjar að það vinnur hjá fyrirtæki sem hefur æðri tilgang en þann að græða meira í dag en í gær. Það fyllist stolti sem endurspeglast í störfum þess. Starfsfólkið er tilbúið að leggja aukalega á sig svo að áætlanir nái fram að ganga þar sem störf þess skipta máli fyrir samfélag og umhverfi. Eigi starfsfólk að styðja breytingar og taka þátt í innleiðingunni, skiptir máli hvers eðlis breytingarnar eru og hver nýtur ávinningsins. Samhliða ávinningi fyrirtækisins ættu hagsmunaðilar að hagnast. Starfsfólki gætu verið búnar betri vinnuaðstæður, verkefni gerð innihaldsríkari eða kjör bætt. Minnka mætti álag á umhverfi, eða leita lausna á samfélagslegum vandamálum. Fyrirtæki geta bætt hag sinn á sama hátt og þau bæta hag annarra, því velgengni fyrirtækja helst í hendur við velgengni samfélagsins.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun