Ristillinn í sviðsljósinu 19. október 2015 10:00 Lára G. Sigurðardóttir er læknir og fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins. Í dag verður Bleiki dagurinn haldinn hátíðlegur á landinu en hann er hápunktur árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélag Íslands. Tilgangurinn er að vekja athygli á krabbameini hjá konum. Í upphafi var mánuðurinn helgaður brjóstakrabbameini en undanfarin ár hefur Krabbameinsfélagið beint athyglinni að öllum þeim krabbameinum sem greinast í konum. Í fyrra var einblínt á leghálskrabbamein og konur hvattar til þess að mæta í leghálskrabbameinsleit.Skipuleg hópleit Núna í ár er það krabbamein í ristli sem fær alla athyglina. „Ristilkrabbamein er eitt af þeim fáu krabbameinum sem hægt er að koma í veg fyrir með því að greina það á frumstigi,“ segir Lára G. Sigurðardóttir, læknir og fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins. „Undanfarna mánuði hefur Krabbameinsfélagið unnið að hugmyndum til að finna góðan farveg fyrir skipulega hópleit að ristilkrabbameini hér á landi. Dr. Sunna Guðlaugsdóttir meltingarlæknir hefur leitt þá vinnu í samstarfi við landlæknis og að beiðni velferðarráðuneytis. Nýgengi ristilkrabbameins hefur aukist undanfarna áratugi en nú síðustu ár erum við farin að sjá lækkun á tíðni þessa sjúkdóms. Það má líklega þakka þeirri staðreynd að hér fer fram óskipuleg skimun að einhverju leyti. Sem dæmi, þá niðurgreiða nokkur stéttarfélög kostnað við leit að ristilkrabbameini fyrir sína félagsmenn,“ segir Lára.Einkennin lúmsk Ristilkrabbamein er þriðja algengasta dánarorsök af völdum krabbameina á Íslandi en árlega greinast að meðaltali 135 einstaklingar og 52 látast úr sjúkdómnum. Ætla má að um 2.000 Íslendingar séu nú þegar með í sér ógreint ristilkrabbamein eða sepa sem munu þróast yfir í ristilkrabbamein á næstu 10-15 árum. Af þeim greinast um 600 með sjúkdóminn á lokastigi og um 800 munu deyja úr sjúkdómnum. „Ristilkrabbamein er einkennalaust til að byrja með en eftir því sem það stækkar geta komið fram einkenni eins og blóð í hægðum, breytingar á hægðavenjum, til dæmis niðurgangur sem varir vikum saman. Kviðverkir eða krampi sem hættir ekki auk blóðleysis, þreytu og þrekleysis,“ segir Lára. Þessi einkenni geta verið af völdum einhvers annars en krabbameins en rétt er að leita álits læknis.Slaufan er samfélag Átakinu var hleypt af stokkunum fyrir 15 árum með sölu á bleiku slaufunni og hefur vaxið og dafnað með hverju árinu. Núna í ár var það gullsmiðurinn Erling Jóhannesson sem hannaði slaufuna en hann lýsir henni sem litlu samfélagi sem stendur með þér þegar á bjátar og er hann þar að tala um Krabbameinsfélagið.Bleika slaufan er seld fyrstu tvær vikurnar í október en hægt er að kaupa slaufur fyrri ára á vefsíðunni bleikaslaufan.is. Einnig er hægt að styrkja átakið og gerast velunnari. Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Í dag verður Bleiki dagurinn haldinn hátíðlegur á landinu en hann er hápunktur árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélag Íslands. Tilgangurinn er að vekja athygli á krabbameini hjá konum. Í upphafi var mánuðurinn helgaður brjóstakrabbameini en undanfarin ár hefur Krabbameinsfélagið beint athyglinni að öllum þeim krabbameinum sem greinast í konum. Í fyrra var einblínt á leghálskrabbamein og konur hvattar til þess að mæta í leghálskrabbameinsleit.Skipuleg hópleit Núna í ár er það krabbamein í ristli sem fær alla athyglina. „Ristilkrabbamein er eitt af þeim fáu krabbameinum sem hægt er að koma í veg fyrir með því að greina það á frumstigi,“ segir Lára G. Sigurðardóttir, læknir og fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins. „Undanfarna mánuði hefur Krabbameinsfélagið unnið að hugmyndum til að finna góðan farveg fyrir skipulega hópleit að ristilkrabbameini hér á landi. Dr. Sunna Guðlaugsdóttir meltingarlæknir hefur leitt þá vinnu í samstarfi við landlæknis og að beiðni velferðarráðuneytis. Nýgengi ristilkrabbameins hefur aukist undanfarna áratugi en nú síðustu ár erum við farin að sjá lækkun á tíðni þessa sjúkdóms. Það má líklega þakka þeirri staðreynd að hér fer fram óskipuleg skimun að einhverju leyti. Sem dæmi, þá niðurgreiða nokkur stéttarfélög kostnað við leit að ristilkrabbameini fyrir sína félagsmenn,“ segir Lára.Einkennin lúmsk Ristilkrabbamein er þriðja algengasta dánarorsök af völdum krabbameina á Íslandi en árlega greinast að meðaltali 135 einstaklingar og 52 látast úr sjúkdómnum. Ætla má að um 2.000 Íslendingar séu nú þegar með í sér ógreint ristilkrabbamein eða sepa sem munu þróast yfir í ristilkrabbamein á næstu 10-15 árum. Af þeim greinast um 600 með sjúkdóminn á lokastigi og um 800 munu deyja úr sjúkdómnum. „Ristilkrabbamein er einkennalaust til að byrja með en eftir því sem það stækkar geta komið fram einkenni eins og blóð í hægðum, breytingar á hægðavenjum, til dæmis niðurgangur sem varir vikum saman. Kviðverkir eða krampi sem hættir ekki auk blóðleysis, þreytu og þrekleysis,“ segir Lára. Þessi einkenni geta verið af völdum einhvers annars en krabbameins en rétt er að leita álits læknis.Slaufan er samfélag Átakinu var hleypt af stokkunum fyrir 15 árum með sölu á bleiku slaufunni og hefur vaxið og dafnað með hverju árinu. Núna í ár var það gullsmiðurinn Erling Jóhannesson sem hannaði slaufuna en hann lýsir henni sem litlu samfélagi sem stendur með þér þegar á bjátar og er hann þar að tala um Krabbameinsfélagið.Bleika slaufan er seld fyrstu tvær vikurnar í október en hægt er að kaupa slaufur fyrri ára á vefsíðunni bleikaslaufan.is. Einnig er hægt að styrkja átakið og gerast velunnari.
Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira