Innlent

Tólf verkefni fá hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs

Atli Ísleifsson skrifar
Laugarnesskóli hlaut hvatningarverðlaun fyrir verkefnið Umhverfið mitt.
Laugarnesskóli hlaut hvatningarverðlaun fyrir verkefnið Umhverfið mitt. Vísir/Stefán
Tólf verkefni í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum Reykjavíkurborgar fengu hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs í dag en þau voru veitt við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal ráðhússins.

Nær fjörutíu tilnefningar bárust til verðlaunanna sem veitt eru árlega fyrir gróskumikið skóla- og frístundastarf í Reykjavík.

Hvatningarverðlaun fyrir leikskólastarf fengu 

  • Dalskóli fyrir verkefnið Tökum flugið
  • Laufásborg fyrir verkefnið Skák í leikskólanum
  • Sæborg fyrir verkefnið Listsköpun í Sæborg
Hvatningarverðlaun fyrir grunnskólastarf fengu

  • Grandaskóli fyrir verkefnið Lestarátak í samstarfi við Forlagið
  • Hólabrekkuskóli fyrir verkefnið Vinaliðar í Hólabrekkuskóla
  • Laugarnesskóli fyrir verkefnið Umhverfið mitt. Í samstarfi við Listaháskóla Íslands og Grasagarðinn í Laugardal.
Hvatningarverðlaun fyrir frístundastarf fengu

  • Frístundaheimilið Eldflaugin fyrir verkefnið  Ævintýraspilið
  • Félagsmiðstöðin 105 fyrir verkefnið Femínistafélag 105
  • Frístundaheimilið Gulahlíð fyrir verkefnið Tómstundaklúbbur
Þá voru veitt hvatningarverðlaun fyrir þverfagleg samstarfsverkefni leikskóla, grunnskóla, frístundarstarfs og félagsmiðstöðva

  • Árbæjarskóli og félagsmiðstöðin Tían fyrir verkefið Hönd í hönd
  • Gullborg, Grandaskóli og Undraland fyrir verkefnið Opinskátt gegn ofbeldi
  • Þróttheimar og Langholtsskóli fyrir verkefnið Lýðræðisleg vinnubrögð í nemendaráði Þróttheima og Langholtsskóla


Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að markmið hvatningarverðlauna skóla- og frístundaráðs sé að veita starfsfólki skóla og frístundasviðs hvatningu og stuðla að nýbreytni- og þróunarstarfi með börnum og ungmennum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×