Brooks Koepka óvæntur sigurvegari í Phoenix 2. febrúar 2015 16:45 Koepka gat leyft sér að brosa fyrir myndavélarnar í gær. Getty Mikil spenna einkenndi lokahringinn Phoenix Open sem kláraðist í gærkvöldi en það var Bandaríkjamaðurinn ungi, Brooks Koepka, sem sigraði mótið. Þetta er jafnframt fyrsti sigur hans í móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Fyrir hringinn leiddi skotinn Martin Laird með þremur höggum en margir sterkir kylfingar gerðu atlögu að honum á lokahringnum, meðal annars masters meistarinn Bubba Watson og japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama. Það var þó Koepka sem sigraði að lokum en hann lék lokahringinn á 66 höggum eða fimm undir pari. Hann lék hringina fjóra á 15 höggum undir pari en Watson, Matsuyama og Ryan Palmer enduðu einu höggi á eftir á 14 höggum undir pari. Fyrir sigurinn fær Koepka rúmlega 120 milljónir króna ásamt keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár. Hann á eflaust eftir að fagna því enda hefur þessi efnilegi kylfingur spilað mikið á Áskorendamótaröðinni og Evrópumótaröðinni þar sem hann hefur hingað til ekki haft fullan þátttökurétt á PGA-mótaröðinni í heimalandinu. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Farmers Insurance Open sem fram fer á hinum sögufræga Torrey Pines velli en þar taka nánast allir bestu kylfingar PGA-mótaraðarinnar þátt, meðal annars Tiger Woods og Dustin Johnson sem snýr til baka eftir langt hlé frá keppnisgolfi. Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Mikil spenna einkenndi lokahringinn Phoenix Open sem kláraðist í gærkvöldi en það var Bandaríkjamaðurinn ungi, Brooks Koepka, sem sigraði mótið. Þetta er jafnframt fyrsti sigur hans í móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Fyrir hringinn leiddi skotinn Martin Laird með þremur höggum en margir sterkir kylfingar gerðu atlögu að honum á lokahringnum, meðal annars masters meistarinn Bubba Watson og japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama. Það var þó Koepka sem sigraði að lokum en hann lék lokahringinn á 66 höggum eða fimm undir pari. Hann lék hringina fjóra á 15 höggum undir pari en Watson, Matsuyama og Ryan Palmer enduðu einu höggi á eftir á 14 höggum undir pari. Fyrir sigurinn fær Koepka rúmlega 120 milljónir króna ásamt keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár. Hann á eflaust eftir að fagna því enda hefur þessi efnilegi kylfingur spilað mikið á Áskorendamótaröðinni og Evrópumótaröðinni þar sem hann hefur hingað til ekki haft fullan þátttökurétt á PGA-mótaröðinni í heimalandinu. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Farmers Insurance Open sem fram fer á hinum sögufræga Torrey Pines velli en þar taka nánast allir bestu kylfingar PGA-mótaraðarinnar þátt, meðal annars Tiger Woods og Dustin Johnson sem snýr til baka eftir langt hlé frá keppnisgolfi.
Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira