Umfjöllun og viðtöl: Afturelding 19-27 Valur | Hlynur Morthens skellti í lás og henti lyklinum Tryggvi Páll Tryggvason í N1-höllinni skrifar 3. desember 2015 21:30 Davíð Svansson ver mark Mosfellinga. vísir/vilhelm Valsmenn unnu þægilegan sigur á heimamönnum í Aftureldingu í Mosfellsbæ í kvöld. Hlynur Morthens og Guðmundur Hólmar Helgason drógu vagninn en heimamenn í Aftureldingu áttu fá svör við markvörslum Hlyns sem varði 22 bolta í kvöld. Þetta var annar sigurleikurinn hjá Val í röð í deildinni sem eru komnir a sigurbrautina eftir brösugt gengi undanfarnar vikur. Mosfellingar komust aldrei í takt við leikinn fyrir utan upphafsmínúturnar og sitja því enn í sínu sæti um miðja deild. Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar en Valsmenn áttu í svolitlum erfiðleikum með 5+1 vörn heimamanna með Gunnar Kristinn Þórsson fremstan í flokki. Það breyttist þó allt eftir um tíu mínútna leik þegar þeir fundu lausnina, aftur og aftur tókst þeim að opna á Svein Aron Sveinsson í vinstra horninu sem skoraði þrjú mörk í röð um miðbik fyrri hálfleiks. Með því sigldi Valur fram úr og leit vart til baka. Hlynur Morthens skellti gjörsamlega í lás og þegar flautað var til hálfleiks var hann með 13 varða bolta. Valsmenn spiluðu gífurlega öflugan varnarleik sem neyddi heimamenn aftur og aftur í að taka erfið skot sem voru auðveld fyrir Hlyn. Leikurinn kláraðist endanlega á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks en Mosfellingar skoruðu ekki mark þangað til að Einar Andri Einarsson, þjálfari þeirra, tók leikhlé á 39. mínútu. Eftir það skiptu heimamenn tímabundið upp um gír og settu þrjú mörk í röð en munurinn var einfaldlega orðinn of mikill enda komst Valur í 8-14 á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Guðmundur Hólmar Guðmundsson dró vagnin hjá Valsmönnum í sókninni ásamt hornamanninum Sveini Aroni Sveinssyni en þeir félagar voru markahæstir með sjö og átta mörk. Hjá heimamönnum var Jóhann Jóhannson afkastamestur með fjögur mörk en hann var á köflum sá eini sem þorði að taka af skarið hjá Aftureldingu. Valsmenn jöfnuðu því Hauka að stigum í efsta sæti deildarinnar en Hafnfirðingarnir eiga þó leiki til góða. Afturelding siglir lygnan sjó um miðja deild með stigin sín fimmtán en gætu þó farið að sækja á þegar stórskyttan Jóhann Gunnar Einarsson fer að taka fullan þátt í leik liðsins eftir erfið meiðsli. Hann spilaði sínar fyrstu mínútur í deildinni í kvöld og það munar um minna.Einar Andri: Óásættanleg frammistaðaÞjálfari Aftureldingar var ekki par sáttur við sína menn enda máttu blaðamenn bíða eftir honum í dágóðan tíma á meðan hann messaði yfir leikmönnum sínum inn í klefa eftir leik. „Við vorum bara að spjalla,“ sagði Einar Andri þegar hann var spurður að því hvað hann hafi sagt við leikmenn sína. „Ég var að leita að svörum frá strákunum um hvað hefði farið úrskeiðis í dag.“ Sóknarleikurinn er líklega svarið en tvisvar í leiknum skoruðu leikmenn Aftureldingar ekki mark í um 8-9 mínútur. „Við bökkuðum undan hörkunni í Valsmönnum. Við þorðum varla að fara í langskotin og þau sem við fórum í voru vandræðaleg,“ en Hlynur Morthens markmaður Vals átti afskaplega góðan dag í dag með 22 bolta varða. „Valsararnir voru miklu betri og höfðu lausnir við öllu því sem við vorum að gera. Spilamennskan var þannig í dag að við vörum arfa lélegir og ekki klárir í leikinn. Það er óásættanlegt.“ Stórskyttan Jóhann Gunnar Einarsson spilaði sínar fyrstu mínútur í Olís-deild karla á tímabilinu en hann var einn besti leikmaður Aftureldingar á síðasta tímabili enda skoraði hann 118 mörk í 25 leikjum. Hann hefur glímt við meiðsli en Einar Andri býst ekki við honum af fullum krafti fyrir jól. „Hann kemur inn í þetta hægt og rólega. Við eigum þrjá leiki eftir fyrir jól en hann verður ekki kominn inn í þetta almennilega fyrr en eftir áramót.“Óskar Bjarni: Besti varnarleikur okkar á tímabilinuÞjálfari Valsmanna var að vonum ánægður með sína menn enda spiluðu þeir af miklum krafti, svo miklum krafti að andstæðingurinn hafði fá svör við leik Vals í kvöld. „Við vorum magnaðir í dag og varnarleikurinn í dag var líklega sá besti í vetur. Hérna vorum við að spila handbolta.“ Hlynur Morthens gjörsamlega lokaði markinu en athygli vakti að hann spilaði meiddur í dag en hann æfði ekkert í vikunni sem kom reyndar ekkert að sök. „Hlynur segist alltaf vera bestur þegar hann er ekki að æfa. Hnn sýndi það í dag. Hann meiddist í síðasta leik og hefur ekkert æft með okkur en hann var alveg frábær.“ Að mati Óskars voru það fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiks sem skópu sigurinn en Mosfellingar skoruðu ekki eitt mark á því tímabili. „Við vorum með forskot og fyrstu tíu mínúturnar í seinni skipta oft máli og það sýndi sig í dag. Við lokuðum alveg á þá og þegar komu aftur til baka eftir leikhléið héldum við forystunni með því að skora alltaf til baka á þá,“ sagði Óskar Bjarni að lokum skælbrosandi. Olís-deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Valsmenn unnu þægilegan sigur á heimamönnum í Aftureldingu í Mosfellsbæ í kvöld. Hlynur Morthens og Guðmundur Hólmar Helgason drógu vagninn en heimamenn í Aftureldingu áttu fá svör við markvörslum Hlyns sem varði 22 bolta í kvöld. Þetta var annar sigurleikurinn hjá Val í röð í deildinni sem eru komnir a sigurbrautina eftir brösugt gengi undanfarnar vikur. Mosfellingar komust aldrei í takt við leikinn fyrir utan upphafsmínúturnar og sitja því enn í sínu sæti um miðja deild. Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar en Valsmenn áttu í svolitlum erfiðleikum með 5+1 vörn heimamanna með Gunnar Kristinn Þórsson fremstan í flokki. Það breyttist þó allt eftir um tíu mínútna leik þegar þeir fundu lausnina, aftur og aftur tókst þeim að opna á Svein Aron Sveinsson í vinstra horninu sem skoraði þrjú mörk í röð um miðbik fyrri hálfleiks. Með því sigldi Valur fram úr og leit vart til baka. Hlynur Morthens skellti gjörsamlega í lás og þegar flautað var til hálfleiks var hann með 13 varða bolta. Valsmenn spiluðu gífurlega öflugan varnarleik sem neyddi heimamenn aftur og aftur í að taka erfið skot sem voru auðveld fyrir Hlyn. Leikurinn kláraðist endanlega á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks en Mosfellingar skoruðu ekki mark þangað til að Einar Andri Einarsson, þjálfari þeirra, tók leikhlé á 39. mínútu. Eftir það skiptu heimamenn tímabundið upp um gír og settu þrjú mörk í röð en munurinn var einfaldlega orðinn of mikill enda komst Valur í 8-14 á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Guðmundur Hólmar Guðmundsson dró vagnin hjá Valsmönnum í sókninni ásamt hornamanninum Sveini Aroni Sveinssyni en þeir félagar voru markahæstir með sjö og átta mörk. Hjá heimamönnum var Jóhann Jóhannson afkastamestur með fjögur mörk en hann var á köflum sá eini sem þorði að taka af skarið hjá Aftureldingu. Valsmenn jöfnuðu því Hauka að stigum í efsta sæti deildarinnar en Hafnfirðingarnir eiga þó leiki til góða. Afturelding siglir lygnan sjó um miðja deild með stigin sín fimmtán en gætu þó farið að sækja á þegar stórskyttan Jóhann Gunnar Einarsson fer að taka fullan þátt í leik liðsins eftir erfið meiðsli. Hann spilaði sínar fyrstu mínútur í deildinni í kvöld og það munar um minna.Einar Andri: Óásættanleg frammistaðaÞjálfari Aftureldingar var ekki par sáttur við sína menn enda máttu blaðamenn bíða eftir honum í dágóðan tíma á meðan hann messaði yfir leikmönnum sínum inn í klefa eftir leik. „Við vorum bara að spjalla,“ sagði Einar Andri þegar hann var spurður að því hvað hann hafi sagt við leikmenn sína. „Ég var að leita að svörum frá strákunum um hvað hefði farið úrskeiðis í dag.“ Sóknarleikurinn er líklega svarið en tvisvar í leiknum skoruðu leikmenn Aftureldingar ekki mark í um 8-9 mínútur. „Við bökkuðum undan hörkunni í Valsmönnum. Við þorðum varla að fara í langskotin og þau sem við fórum í voru vandræðaleg,“ en Hlynur Morthens markmaður Vals átti afskaplega góðan dag í dag með 22 bolta varða. „Valsararnir voru miklu betri og höfðu lausnir við öllu því sem við vorum að gera. Spilamennskan var þannig í dag að við vörum arfa lélegir og ekki klárir í leikinn. Það er óásættanlegt.“ Stórskyttan Jóhann Gunnar Einarsson spilaði sínar fyrstu mínútur í Olís-deild karla á tímabilinu en hann var einn besti leikmaður Aftureldingar á síðasta tímabili enda skoraði hann 118 mörk í 25 leikjum. Hann hefur glímt við meiðsli en Einar Andri býst ekki við honum af fullum krafti fyrir jól. „Hann kemur inn í þetta hægt og rólega. Við eigum þrjá leiki eftir fyrir jól en hann verður ekki kominn inn í þetta almennilega fyrr en eftir áramót.“Óskar Bjarni: Besti varnarleikur okkar á tímabilinuÞjálfari Valsmanna var að vonum ánægður með sína menn enda spiluðu þeir af miklum krafti, svo miklum krafti að andstæðingurinn hafði fá svör við leik Vals í kvöld. „Við vorum magnaðir í dag og varnarleikurinn í dag var líklega sá besti í vetur. Hérna vorum við að spila handbolta.“ Hlynur Morthens gjörsamlega lokaði markinu en athygli vakti að hann spilaði meiddur í dag en hann æfði ekkert í vikunni sem kom reyndar ekkert að sök. „Hlynur segist alltaf vera bestur þegar hann er ekki að æfa. Hnn sýndi það í dag. Hann meiddist í síðasta leik og hefur ekkert æft með okkur en hann var alveg frábær.“ Að mati Óskars voru það fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiks sem skópu sigurinn en Mosfellingar skoruðu ekki eitt mark á því tímabili. „Við vorum með forskot og fyrstu tíu mínúturnar í seinni skipta oft máli og það sýndi sig í dag. Við lokuðum alveg á þá og þegar komu aftur til baka eftir leikhléið héldum við forystunni með því að skora alltaf til baka á þá,“ sagði Óskar Bjarni að lokum skælbrosandi.
Olís-deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira