Börn og tekjuskerðingar Páll Valur Björnsson skrifar 3. desember 2015 15:21 Segið mér hvernig samfélag virðir eignarréttinn og ég skal segja ykkur hvort það er gott eða vont samfélag“, heyrði ég einu sinni sagt. Og þá svaraði annar: „Segið mér heldur hvort fólkið njóti tjáningarfrelsis og þá skal ég segja ykkur hvort það er gott samfélag.“ Þau sem þetta sögðu hafa bæði mikið til síns máls. Það er þó annað sem ég held að segi langmest um hvort samfélag er gott eða slæmt. Hvernig er búið að börnunum og sérstaklega þeim sem þurfa stuðning vegna félagslegra aðstæðna, bágs efnahags eða fötlunar? Það er langbesti mælikvarðinn á hvort samfélag er gott eða vont. Og ég held að mjög margir Íslendingar taki undir það. Ég held líka að langflestir Íslendingar vilji að vel sé stutt við börn sem á þurfa að halda vegna erfiðra félagslegra aðstæðna. Og ég held að Íslendingar leggi undantekningalítið mikla áherslu á að það eigi að gera það sem mögulegt er til að öll börn í þessu landi fá sem jöfnust og best tækifæri og þurfi ekki að þola mismunun vegna félagslegra aðstæðna. Íslendingar fullgiltu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 1992 og gerðu hann að lögum í landinu árið 2013. Ég held að íslenska þjóðin vilji að íslensk stjórnvöld taki Barnasáttmálann mjög alvarlega og það sem þar segir um skyldur þeirra til að forgangsraða í þágu barna og til að virða og verja réttindi barna. Ég er sannfærður um að Íslendingar vilja alls ekki að íslensk stjórnvöld meðhöndli þennan mikilvæga mannréttindasamning sem marklaust plagg sem þau geyma í neðstu skúffunni í stjórnarráðinu en taka fram og blása rykið af þegar þau vilja ganga í augun á kjósendum á tyllidögum. Lífeyrissjóðir hófu nú í janúar sl. að skerða lífeyrissjóðstekjur örorkulífeyrisþega með tillit til barnalífeyris sem þeir fá greiddan frá almannatryggingum. Breytingin byggir ekki á grundvelli laga eða breyttum samþykktum viðkomandi lífeyrissjóða, einungis er hér um breytta framkvæmd að ræða. Bitnar þetta einkum á börnum örorkulífeyrisþega. Þarna er um að ræða tekjuskerðingar sem koma niður á börnum lífeyrisþega og verið er að skerða enn frekar möguleika barnanna til að njóta þess sem börn eiga að geta notið í íslensku samfélagi. Á hvaða leið erum við eiginlega með þetta samfélag?! Viljum við ekki örugglega öll að öll börn í okkar ríka landi hafii sem jöfnust tækifæri, óháð efnahag foreldranna? Með því að skerða lífeyrisgreiðslur til örorkulífeyrisþega frá lífeyrissjóðum vegna barnalífeyris almannatrygginga er verið að stuðla að ójöfnuði. Foreldrar sem hafa úr litlu að spila munu síður geta veitt börnum sínum það sem önnur börn í íslensku samfélagi njóta. Og afleiðingarnar eru augljósar og þekktar og svo ljótar gagnvart börnunum. Þau geta ekki verið með, verða út undan og jafnvel einangrast. Það getur ekki talist gott samfélag sem vill stefna í þá átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Segið mér hvernig samfélag virðir eignarréttinn og ég skal segja ykkur hvort það er gott eða vont samfélag“, heyrði ég einu sinni sagt. Og þá svaraði annar: „Segið mér heldur hvort fólkið njóti tjáningarfrelsis og þá skal ég segja ykkur hvort það er gott samfélag.“ Þau sem þetta sögðu hafa bæði mikið til síns máls. Það er þó annað sem ég held að segi langmest um hvort samfélag er gott eða slæmt. Hvernig er búið að börnunum og sérstaklega þeim sem þurfa stuðning vegna félagslegra aðstæðna, bágs efnahags eða fötlunar? Það er langbesti mælikvarðinn á hvort samfélag er gott eða vont. Og ég held að mjög margir Íslendingar taki undir það. Ég held líka að langflestir Íslendingar vilji að vel sé stutt við börn sem á þurfa að halda vegna erfiðra félagslegra aðstæðna. Og ég held að Íslendingar leggi undantekningalítið mikla áherslu á að það eigi að gera það sem mögulegt er til að öll börn í þessu landi fá sem jöfnust og best tækifæri og þurfi ekki að þola mismunun vegna félagslegra aðstæðna. Íslendingar fullgiltu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 1992 og gerðu hann að lögum í landinu árið 2013. Ég held að íslenska þjóðin vilji að íslensk stjórnvöld taki Barnasáttmálann mjög alvarlega og það sem þar segir um skyldur þeirra til að forgangsraða í þágu barna og til að virða og verja réttindi barna. Ég er sannfærður um að Íslendingar vilja alls ekki að íslensk stjórnvöld meðhöndli þennan mikilvæga mannréttindasamning sem marklaust plagg sem þau geyma í neðstu skúffunni í stjórnarráðinu en taka fram og blása rykið af þegar þau vilja ganga í augun á kjósendum á tyllidögum. Lífeyrissjóðir hófu nú í janúar sl. að skerða lífeyrissjóðstekjur örorkulífeyrisþega með tillit til barnalífeyris sem þeir fá greiddan frá almannatryggingum. Breytingin byggir ekki á grundvelli laga eða breyttum samþykktum viðkomandi lífeyrissjóða, einungis er hér um breytta framkvæmd að ræða. Bitnar þetta einkum á börnum örorkulífeyrisþega. Þarna er um að ræða tekjuskerðingar sem koma niður á börnum lífeyrisþega og verið er að skerða enn frekar möguleika barnanna til að njóta þess sem börn eiga að geta notið í íslensku samfélagi. Á hvaða leið erum við eiginlega með þetta samfélag?! Viljum við ekki örugglega öll að öll börn í okkar ríka landi hafii sem jöfnust tækifæri, óháð efnahag foreldranna? Með því að skerða lífeyrisgreiðslur til örorkulífeyrisþega frá lífeyrissjóðum vegna barnalífeyris almannatrygginga er verið að stuðla að ójöfnuði. Foreldrar sem hafa úr litlu að spila munu síður geta veitt börnum sínum það sem önnur börn í íslensku samfélagi njóta. Og afleiðingarnar eru augljósar og þekktar og svo ljótar gagnvart börnunum. Þau geta ekki verið með, verða út undan og jafnvel einangrast. Það getur ekki talist gott samfélag sem vill stefna í þá átt.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar