Handbolti

Íslenskt grobb í stúkunni | Mynd af flottasta borða HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Strákarnir með borðann á leiknum í gær.
Strákarnir með borðann á leiknum í gær. Vísir/Eva Björk
Handboltadómaraparið Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson eru staddir á HM í Katar ásamt nokkrum félögum sínum og þeir eru sjálfsögðu búnir að búa til skemmtilegan borða.

Eva Björk Ægisdóttir, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, fann strákanna í stúkunni í Doha í gær þar sem þeir sýndu stoltir nýjasta borðann sinn.

Strákarnir eru sjálfsögðu montnir af afreki litlu þjóðarinnar í Norður-Atlantshafi sem á fjóra þjálfara á heimsmeistaramótinu í Katar.

Á borðanum stendur: „Iceland. Biggest in World Handball" eða „Ísland, Stærst í heimi handboltans". Þeir vísa í þá skemmtilegu staðreynd að Ísland á flesta þjálfara á HM í handbolta í Katar.

Aron Kristjánsson þjálfar Ísland, Guðmundur Guðmundsson þjálfar Danmörku, Dagur Sigurðsson þjálfar Þýskaland og Patrekur Jóhannesson þjálfar Austurríki.

Þessi borði er einn af þremur hjá þeim félögum en það er óhætt að segja að þeir lífgi upp á íslenska hluta stúkunnar með þessum skemmtilegu borðum sínum og það getur enginn sagt neitt þótt að litla Ísland grobbi sig aðeins af afrekum handboltaþjálfara sinna.



Vísir/Eva Björk
Vísir/Eva Björk
Vísir/Eva Björk
Vísir/Eva Björk
Vísir/Eva Björk

Tengdar fréttir

Strákarnir sendu skýr skilaboð til hinna liðanna

Strákarnir okkar náðu loksins að sýna sitt rétta andlit á HM í Katar en Ísland var hársbreidd frá því að landa sigri gegn Evrópumeisturum Frakka. "Skref, en bara eitt skref, í rétta átt,“ segir landsliðsþjálfarinn eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×