Jónsmessa Þórhallur Heimisson skrifar 19. júní 2015 07:00 24. júní, eða Jónsmessa, er ein ljúfasta hátíð kirkjuársins. Kirkjan skiptir árinu niður í daga og stundir – kirkjuárið svokallaða – sem hver og ein minna okkur á Jesú Krist. Kirkjuárið hefst fyrsta sunnudag í aðventu, en aðventan boðar einmitt komu Jesú. Jónsmessan lætur reyndar lítið yfir sér formlega. Henni fylgir ekkert tilstand í kirkjunni eins og mörgum öðrum hátíðum. Jól, páskar og hvítasunna eru þessar stóru hátíðir kirkjuársins og þær eiga sér líka sín föstu og formlegu hátíðarhöld. Og það á auðvitað við um fleiri hátíðir árið um kring. En Jónsmessan er allt öðruvísi hátíð. Hún er kannski fyrst og fremst hátíð sumars og kyrrðar. Nú er sólargangur hvað lengstur og við njótum sumarsins í sálu og sinni. Þannig er það í raun náttúran sem heldur upp á Jónsmessuna fyrir okkur og með okkur og sér um hátíðarhöldin, sumarsólin, fuglarnir og gróandinn. Jónsmessan tengist að sjálfsögðu sumarsólstöðum – lengsta sólargangi ársins 21. júní. Við fögnum um sumarsólstöður sólinni og sumrinu og birtunni eins og norrænir menn hafa gert frá alda öðli, löngu fyrir daga kristninnar og þökkum Guði fyrir sköpunina og lífið sem hann hefur gefið okkur. Það er stundum sagt að Jónsmessan sé heiðin hátíð, en það er hún auðvitað ekki, heldur er hún sameiginleg hátíð allra á norðurhveli jarðar sem gleðjast eftir langan vetur. Óháð trú eða trúleysi.Miðsumarhátíð Hið kristna nafn þessarar miðsumarhátíðar er dregið af nafni Jóhannesar skírara og þýðir í raun messa Jóhannesar. Nöfnin Jón, Jóhann og Hans eru öll leidd af nafni Jóhannesar. Þess vegna heitir þessi hátíð st. Hans hjá frændum okkar í Danmörku. Svíar draga aftur á móti heiti hennar af hinni fornu ljósahátíð norrænna manna og kalla hana Miðsumar. Þessi miðsumarhátíð kirkjunnar bæði í Danmörku, Svíþjóð, hér á Íslandi og víðar er helguð Jóhannesi skírara, honum sem kom í heiminn á undan Jesú, til að spá fyrir um fæðingu Jesú – benda á að Jesús, ljós heimsins, væri að koma í heiminn. Jónsmessan er ætíð haldin 24. júní, sex mánuðum fyrir aðfangadag jóla, 24. desember. Þannig horfum við kristnir menn á allt árið í samhengi og út frá Jesú Kristi. Sumarsólin skín skærast á Jónsmessu, en hún er aðeins dauft endurskin hins sanna ljóss sem kom í heiminn á jólum, Jesú Krists. Og eins og Jóhannes skírari kom í heiminn til að boða fæðingu Jesú, þannig bendir Jónsmessan og sólarbirta hennar fram til fæðingarhátíðar frelsarans. Jóhannes skírari á sér reyndar annan messudag sem er ekki eins bjartur og glaður- það er Höfuðdagurinn sem haldinn er 29. ágúst. Þá minnumst við þess þegar Heródes Antípas lét hálshöggva Jóhannes skírara fyrir boðun sína. Höfuðdagurinn minnir okkur kristna menn á að trúin og það að segja sannleikann kostar oft fórnir, og að margir kristnir menn hafa í gegnum tíðina þurft að fórna miklu fyrir trú sína. Að vera kristinn er þannig að vera staðfastur, einnig þegar maður er kallaður til að bera krossinn með Jesú í lífi sínu. Þannig fylgjum við kristnir menn í helgidögum kirkjunnar ævi og lífi Jesú og lærisveina hans. Um leið þá fáum við að taka á móti ljósi hans hverja stund dagsins, vikunnar, mánaðarins og ársins. Allt árið endurspeglar nærveru hans og er helgað af honum. Því allir dagar minna okkur á hann, rétt eins og lífið sjálft, ljósið og sumarbirtan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
24. júní, eða Jónsmessa, er ein ljúfasta hátíð kirkjuársins. Kirkjan skiptir árinu niður í daga og stundir – kirkjuárið svokallaða – sem hver og ein minna okkur á Jesú Krist. Kirkjuárið hefst fyrsta sunnudag í aðventu, en aðventan boðar einmitt komu Jesú. Jónsmessan lætur reyndar lítið yfir sér formlega. Henni fylgir ekkert tilstand í kirkjunni eins og mörgum öðrum hátíðum. Jól, páskar og hvítasunna eru þessar stóru hátíðir kirkjuársins og þær eiga sér líka sín föstu og formlegu hátíðarhöld. Og það á auðvitað við um fleiri hátíðir árið um kring. En Jónsmessan er allt öðruvísi hátíð. Hún er kannski fyrst og fremst hátíð sumars og kyrrðar. Nú er sólargangur hvað lengstur og við njótum sumarsins í sálu og sinni. Þannig er það í raun náttúran sem heldur upp á Jónsmessuna fyrir okkur og með okkur og sér um hátíðarhöldin, sumarsólin, fuglarnir og gróandinn. Jónsmessan tengist að sjálfsögðu sumarsólstöðum – lengsta sólargangi ársins 21. júní. Við fögnum um sumarsólstöður sólinni og sumrinu og birtunni eins og norrænir menn hafa gert frá alda öðli, löngu fyrir daga kristninnar og þökkum Guði fyrir sköpunina og lífið sem hann hefur gefið okkur. Það er stundum sagt að Jónsmessan sé heiðin hátíð, en það er hún auðvitað ekki, heldur er hún sameiginleg hátíð allra á norðurhveli jarðar sem gleðjast eftir langan vetur. Óháð trú eða trúleysi.Miðsumarhátíð Hið kristna nafn þessarar miðsumarhátíðar er dregið af nafni Jóhannesar skírara og þýðir í raun messa Jóhannesar. Nöfnin Jón, Jóhann og Hans eru öll leidd af nafni Jóhannesar. Þess vegna heitir þessi hátíð st. Hans hjá frændum okkar í Danmörku. Svíar draga aftur á móti heiti hennar af hinni fornu ljósahátíð norrænna manna og kalla hana Miðsumar. Þessi miðsumarhátíð kirkjunnar bæði í Danmörku, Svíþjóð, hér á Íslandi og víðar er helguð Jóhannesi skírara, honum sem kom í heiminn á undan Jesú, til að spá fyrir um fæðingu Jesú – benda á að Jesús, ljós heimsins, væri að koma í heiminn. Jónsmessan er ætíð haldin 24. júní, sex mánuðum fyrir aðfangadag jóla, 24. desember. Þannig horfum við kristnir menn á allt árið í samhengi og út frá Jesú Kristi. Sumarsólin skín skærast á Jónsmessu, en hún er aðeins dauft endurskin hins sanna ljóss sem kom í heiminn á jólum, Jesú Krists. Og eins og Jóhannes skírari kom í heiminn til að boða fæðingu Jesú, þannig bendir Jónsmessan og sólarbirta hennar fram til fæðingarhátíðar frelsarans. Jóhannes skírari á sér reyndar annan messudag sem er ekki eins bjartur og glaður- það er Höfuðdagurinn sem haldinn er 29. ágúst. Þá minnumst við þess þegar Heródes Antípas lét hálshöggva Jóhannes skírara fyrir boðun sína. Höfuðdagurinn minnir okkur kristna menn á að trúin og það að segja sannleikann kostar oft fórnir, og að margir kristnir menn hafa í gegnum tíðina þurft að fórna miklu fyrir trú sína. Að vera kristinn er þannig að vera staðfastur, einnig þegar maður er kallaður til að bera krossinn með Jesú í lífi sínu. Þannig fylgjum við kristnir menn í helgidögum kirkjunnar ævi og lífi Jesú og lærisveina hans. Um leið þá fáum við að taka á móti ljósi hans hverja stund dagsins, vikunnar, mánaðarins og ársins. Allt árið endurspeglar nærveru hans og er helgað af honum. Því allir dagar minna okkur á hann, rétt eins og lífið sjálft, ljósið og sumarbirtan.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar