Vér mótmælum öll, eða hvað? Lýður Árnason skrifar 19. júní 2015 07:00 Fleinn þessarar þjóðar kom berlega í ljós á Austurvelli þjóðhátíðardaginn. Hávær mótmæli yfirkeyrðu ræðu forsætisráðherra og Jón Sigurðsson, mótmælandi Íslands, stóð í millum. Eflaust hefur hann hugsað: Hvort er nú meiri óvirðing við lýðveldið, hávaðinn fyrir aftan mig eða ræðan fyrir framan mig? Að yfirgnæfa hátíðahöld er vissulega óvirðing. En í því felst líka ákveðin yfirlýsing, fratyfirlýsing. Jón Sigurðsson valdi þjóðfundinn sem vettvang enda vöktu mótmæli hans athygli og voru skerpandi. Af sömu ástæðu völdu mótmælendur núsins einmitt þennan dag og þessa stund. Jón Sigurðsson taldi þáríkjandi yfirvöld sýna yfirgang og hundsa vilja Íslendinga í eigin landi. Mótmælendur dagsins telja að sama skapi núríkjandi yfirvöld sýna yfirgang og hundsa vilja meirihlutans í eigin landi. Vísast er stjórnarskrármálið þar sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar lagði blessun sína yfir nýjan þjóðarsáttmála í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sá þjóðarvilji hefur verið algerlega vanvirtur og málið nú í allt öðrum farvegi en til stóð. Jón Sigurðsson taldi þáríkjandi yfirvöld stjórna landinu í þágu Dana, ekki Íslendinga. Mótmælendur dagsins telja að sama skapi núríkjandi yfirvöld stjórna landinu í þágu þrönghagsmuna, ekki heildarhagsmuna. Þetta sést best á því að á sama tíma og stjórnvöld setja lög á verkföll afsala þau sér tugmilljarða tekjum og forgangsraða arði fiskimiðanna til stórútgerðarinnar. Jón Sigurðsson taldi þáríkjandi stjórnvöld standa framförum fyrir þrifum og vildi nýja hugsun fyrir Ísland. Mótmælendur dagsins telja að sama skapi stjórnmálamenn á Íslandi fasta í úreltri hugmyndafræði hægrisins og vinstrisins og vilja sjá róttækar stjórnkerfisbreytingar sem færa landið inn í nútímann með virkari þátttöku þegnanna. Ræða forsætisráðherra á þjóðhátíðardaginn var lofgjörð til kyrrstöðunnar. Fagurgali um það að við séum á réttri leið. Klukkustundu síðar gellur farsíminn og einhverjum hrósað fyrir frábæra ræðu og spurður í leiðinni hvort menn ætli ekki að standa í lappirnar með makrílfrumvarpið. Erum við að nenna þessu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Fleinn þessarar þjóðar kom berlega í ljós á Austurvelli þjóðhátíðardaginn. Hávær mótmæli yfirkeyrðu ræðu forsætisráðherra og Jón Sigurðsson, mótmælandi Íslands, stóð í millum. Eflaust hefur hann hugsað: Hvort er nú meiri óvirðing við lýðveldið, hávaðinn fyrir aftan mig eða ræðan fyrir framan mig? Að yfirgnæfa hátíðahöld er vissulega óvirðing. En í því felst líka ákveðin yfirlýsing, fratyfirlýsing. Jón Sigurðsson valdi þjóðfundinn sem vettvang enda vöktu mótmæli hans athygli og voru skerpandi. Af sömu ástæðu völdu mótmælendur núsins einmitt þennan dag og þessa stund. Jón Sigurðsson taldi þáríkjandi yfirvöld sýna yfirgang og hundsa vilja Íslendinga í eigin landi. Mótmælendur dagsins telja að sama skapi núríkjandi yfirvöld sýna yfirgang og hundsa vilja meirihlutans í eigin landi. Vísast er stjórnarskrármálið þar sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar lagði blessun sína yfir nýjan þjóðarsáttmála í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sá þjóðarvilji hefur verið algerlega vanvirtur og málið nú í allt öðrum farvegi en til stóð. Jón Sigurðsson taldi þáríkjandi yfirvöld stjórna landinu í þágu Dana, ekki Íslendinga. Mótmælendur dagsins telja að sama skapi núríkjandi yfirvöld stjórna landinu í þágu þrönghagsmuna, ekki heildarhagsmuna. Þetta sést best á því að á sama tíma og stjórnvöld setja lög á verkföll afsala þau sér tugmilljarða tekjum og forgangsraða arði fiskimiðanna til stórútgerðarinnar. Jón Sigurðsson taldi þáríkjandi stjórnvöld standa framförum fyrir þrifum og vildi nýja hugsun fyrir Ísland. Mótmælendur dagsins telja að sama skapi stjórnmálamenn á Íslandi fasta í úreltri hugmyndafræði hægrisins og vinstrisins og vilja sjá róttækar stjórnkerfisbreytingar sem færa landið inn í nútímann með virkari þátttöku þegnanna. Ræða forsætisráðherra á þjóðhátíðardaginn var lofgjörð til kyrrstöðunnar. Fagurgali um það að við séum á réttri leið. Klukkustundu síðar gellur farsíminn og einhverjum hrósað fyrir frábæra ræðu og spurður í leiðinni hvort menn ætli ekki að standa í lappirnar með makrílfrumvarpið. Erum við að nenna þessu?
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun