Ofbeldið og landsbyggðirnar Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 4. desember 2015 07:00 Þær umræður sem átt hafa sér stað undanfarna mánuði um ofbeldi í íslensku samfélagi, ekki síst kynferðisofbeldi, sýna og sanna að mikil þörf er á umræðum, vakningu og aðgerðum. Það verður aldrei rætt nógu mikið um kynferðisofbeldi og þær afleiðingar sem það hefur bæði á sál og líkama þeirra sem fyrir því verða. Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi boðar Jafnréttisstofa til málþings 4. desember ásamt Háskólanum á Akureyri og Aflinu þar sem sjónum verður sérstaklega beint að landsbyggðunum. Málþingið verður haldið að Borgum við Norðurslóð á Akureyri og hefst kl. 12.45. Það gefur auga leið að konur og börn sem einkum verða fyrir alvarlegu ofbeldi í nánum samböndum sem og kynferðisofbeldi eiga því erfiðara með að leita sér aðstoðar því fjær sem þau búa frá höfuðborgarsvæðinu. Það getur verið mjög langt á næsta sjúkrahús eða heilsugæslustöð og hvað á þá að gera? Ef kona þarf að leggja á flótta undan ofbeldismanni vandast málið heldur betur. Eina kvennaathvarf landsins er í Reykjavík og þangað þurfa konur að komast ef niðurstaðan verður sú að leita þangað.Ofbeldið er lýðheilsumál Svíar gerðu mikla úttekt á ofbeldismálum hjá sér og lauk henni árið 2014. Meginniðurstaðan var sú að kynbundið ofbeldi væri lýðheilsumál sem þyrfti að nálgast frá mörgum hliðum. Löggjöfin þarf að vera öflug, lögreglan í stakk búin til að taka á málum, heilbrigðisþjónustan í viðbragðsstöðu, félagsþjónustan með margs konar úrræði og barnaverndin með blikkandi ljós. Þá er mikil þörf á bættri menntun fagstétta, rannsóknum og stöðugri fræðslu til almennings. Af þessu getum við mikið lært því víða er pottur brotinn hér á landi. Það má segja að íslensk stjórnvöld hafi fremur valið þá leið að styrkja frjáls félagasamtök til að vinna með þolendum ofbeldis fremur en að byggja upp opinbera þjónustu. Spurningin er hvort við þurfum ekki hvort tveggja. Kvennaathvarfið, Stígamót og systursamtök þeirra hafa unnið frábært starf í áratugi en betur má ef duga skal. Við erum að glíma við aldagamla og djúpstæða ofbeldismenningu, kynjakerfið og átök þar sem einstaklingar koma við sögu.Hver ber ábyrgðina? Hvernig er staðan á landsbyggðinni? Á Ísafirði starfa samtökin Sólstafir við að aðstoða konur sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi og á Akureyri er Aflið. Undirrituð hefur fylgst með störfum Aflsins undanfarin ár og það má fullyrða að þær konur sem standa að Aflinu vinna gríðarlegt starf. Þær aðstoða brotaþola kynferðisofbeldis og virka sem kvennaathvarf, því þær skjóta oft skjólshúsi yfir konur á flótta. Engu að síður eru styrkir til þeirra skornir niður við trog og eru ekki í neinu samræmi við þörfina. Hver ber ábyrgð á þjónustu við brotaþola? Hver er ábyrgð ríkisins, t.d. hvað varðar heilbrigðisþjónustu, sálfræðiaðstoð, aðgerðir lögreglu, menntun fagstétta, vitnavernd og fræðslu fyrir almenning, að ekki sé nú minnst á fræðslu fyrir dómara? Hver er ábyrgð sveitarfélaga þegar kemur að félagslegum úrræðum, aðstoð við börn, tilkynningaskyldu og stuðningi við félagasamtök sem veita brotaþolum jafningjaþjónustu? Hvernig reynast þau úrræði sem standa til boða, t.d. samvinna lögreglu og félagsmálayfirvalda sem kenndar hafa verið við Suðurnesjaleiðina? Hverju er verkefnið Karlar til ábyrgðar að skila en það býður upp á meðferð fyrir karla sem beita maka sína ofbeldi og nú síðast hefur verið boðið upp á sambærilega þjónustu fyrir konur. Þarf ekki að efla þjónustu við þolendur ofbeldis í heimabyggð? Allt þetta þarf að ræða en síðast en ekki síst þurfum við að innleiða Istanbúlsamninginn sem fjallar um baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi og vinna samkvæmt honum. Hann leggur ríkar skyldur á hendur yfirvalda og þeim þarf að sinna strax. Sýnum ofbeldismenningunni enga linkind heldur kveðum hana niður.Þessi grein er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Þær umræður sem átt hafa sér stað undanfarna mánuði um ofbeldi í íslensku samfélagi, ekki síst kynferðisofbeldi, sýna og sanna að mikil þörf er á umræðum, vakningu og aðgerðum. Það verður aldrei rætt nógu mikið um kynferðisofbeldi og þær afleiðingar sem það hefur bæði á sál og líkama þeirra sem fyrir því verða. Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi boðar Jafnréttisstofa til málþings 4. desember ásamt Háskólanum á Akureyri og Aflinu þar sem sjónum verður sérstaklega beint að landsbyggðunum. Málþingið verður haldið að Borgum við Norðurslóð á Akureyri og hefst kl. 12.45. Það gefur auga leið að konur og börn sem einkum verða fyrir alvarlegu ofbeldi í nánum samböndum sem og kynferðisofbeldi eiga því erfiðara með að leita sér aðstoðar því fjær sem þau búa frá höfuðborgarsvæðinu. Það getur verið mjög langt á næsta sjúkrahús eða heilsugæslustöð og hvað á þá að gera? Ef kona þarf að leggja á flótta undan ofbeldismanni vandast málið heldur betur. Eina kvennaathvarf landsins er í Reykjavík og þangað þurfa konur að komast ef niðurstaðan verður sú að leita þangað.Ofbeldið er lýðheilsumál Svíar gerðu mikla úttekt á ofbeldismálum hjá sér og lauk henni árið 2014. Meginniðurstaðan var sú að kynbundið ofbeldi væri lýðheilsumál sem þyrfti að nálgast frá mörgum hliðum. Löggjöfin þarf að vera öflug, lögreglan í stakk búin til að taka á málum, heilbrigðisþjónustan í viðbragðsstöðu, félagsþjónustan með margs konar úrræði og barnaverndin með blikkandi ljós. Þá er mikil þörf á bættri menntun fagstétta, rannsóknum og stöðugri fræðslu til almennings. Af þessu getum við mikið lært því víða er pottur brotinn hér á landi. Það má segja að íslensk stjórnvöld hafi fremur valið þá leið að styrkja frjáls félagasamtök til að vinna með þolendum ofbeldis fremur en að byggja upp opinbera þjónustu. Spurningin er hvort við þurfum ekki hvort tveggja. Kvennaathvarfið, Stígamót og systursamtök þeirra hafa unnið frábært starf í áratugi en betur má ef duga skal. Við erum að glíma við aldagamla og djúpstæða ofbeldismenningu, kynjakerfið og átök þar sem einstaklingar koma við sögu.Hver ber ábyrgðina? Hvernig er staðan á landsbyggðinni? Á Ísafirði starfa samtökin Sólstafir við að aðstoða konur sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi og á Akureyri er Aflið. Undirrituð hefur fylgst með störfum Aflsins undanfarin ár og það má fullyrða að þær konur sem standa að Aflinu vinna gríðarlegt starf. Þær aðstoða brotaþola kynferðisofbeldis og virka sem kvennaathvarf, því þær skjóta oft skjólshúsi yfir konur á flótta. Engu að síður eru styrkir til þeirra skornir niður við trog og eru ekki í neinu samræmi við þörfina. Hver ber ábyrgð á þjónustu við brotaþola? Hver er ábyrgð ríkisins, t.d. hvað varðar heilbrigðisþjónustu, sálfræðiaðstoð, aðgerðir lögreglu, menntun fagstétta, vitnavernd og fræðslu fyrir almenning, að ekki sé nú minnst á fræðslu fyrir dómara? Hver er ábyrgð sveitarfélaga þegar kemur að félagslegum úrræðum, aðstoð við börn, tilkynningaskyldu og stuðningi við félagasamtök sem veita brotaþolum jafningjaþjónustu? Hvernig reynast þau úrræði sem standa til boða, t.d. samvinna lögreglu og félagsmálayfirvalda sem kenndar hafa verið við Suðurnesjaleiðina? Hverju er verkefnið Karlar til ábyrgðar að skila en það býður upp á meðferð fyrir karla sem beita maka sína ofbeldi og nú síðast hefur verið boðið upp á sambærilega þjónustu fyrir konur. Þarf ekki að efla þjónustu við þolendur ofbeldis í heimabyggð? Allt þetta þarf að ræða en síðast en ekki síst þurfum við að innleiða Istanbúlsamninginn sem fjallar um baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi og vinna samkvæmt honum. Hann leggur ríkar skyldur á hendur yfirvalda og þeim þarf að sinna strax. Sýnum ofbeldismenningunni enga linkind heldur kveðum hana niður.Þessi grein er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar