Guðmundur: Og så videre Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 16. janúar 2015 15:00 Guðmundur Guðmundsson. Vísir/Eva Björk Guðmundur Guðmundsson hefur í dag keppni á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta. Danir eiga eitt besta landslið heims og eru gríðarlega kröfur gerðar til liðsins. Arnar Björnsson ræddi við hann í gær en viðtalið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Við erum klárir og okkur hlakkar mikið til. Við höfum æft í langan tíma og lagt mikið á okkur. Þetta er alltaf rosalegt púsluspil - að fá vörnina til að virka og æfa öll sóknarafbrigði og så videre,“ sagði Guðmundur hlæjandi áður en hann leiðrétti sig og sagði „og svo framvegis ætlaði ég nú að segja.“ Danmörk mætir Argentínu í kvöld en Guðmundur er minnugur þess að Ísland lenti í vandræðum með liðið í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Guðmundur var þá þjálfari íslenska liðsins. „Við gerum okkur grein fyrir því að Argentína er hættulegur fyrsti andstæðingur. Ég hef skoðað þá vel en liðið spilar kraftmikla vörn og fyrstu átta mennirnir í hópnum eru mjög góðir. Þetta er reynslumikið lið sem hefur verið lengi saman og með sama þjálfarann. Það þarf að taka þá alvarlega.“ Guðmundur segir erfitt að gera sér grein fyrir því í hverju munurinn felist í því að þjálfa íslenska liðið annars vegar og það danska en honum hefur liðið vel í báðum störfum. „Það er alltaf mikill áhugi á íslenska liðinu en jafnvel enn meiri á því danska. Það eru fleiri fjölmiðlar sem fylgja Dönunum sem er bara jákvætt en í grunninn snýst þetta bara um að þjálfa lið.“ „Ég finn fyrir því hversu miklar væntingar eru gerðar - að sjálfsögðu. Þó svo að Íslendingar hafa oft sett markið hátt og sett pressu á liðið þá er hún enn meiri hér.“ Danska handboltasambandið hefur gefið út að markmið liðsins sé að komast að minnsta kosti í undanúrslit keppninnar. „En við höfum líka sagt að riðillinn sem við erum í er mjög erfiður og vitum við öll af hverju það er,“ segir Guðmundur. „Síðan er riðillinn sem við mætum í 16-liða úrslitunum mjög sterkur og þar eru mörg frábær lið - Ísland þar á meðal. Þetta er því löng og ströng leið og maður vill ekki fara of langt fram úr sér. En við stefnum hátt og sjáum svo hvað setur.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson hefur í dag keppni á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta. Danir eiga eitt besta landslið heims og eru gríðarlega kröfur gerðar til liðsins. Arnar Björnsson ræddi við hann í gær en viðtalið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Við erum klárir og okkur hlakkar mikið til. Við höfum æft í langan tíma og lagt mikið á okkur. Þetta er alltaf rosalegt púsluspil - að fá vörnina til að virka og æfa öll sóknarafbrigði og så videre,“ sagði Guðmundur hlæjandi áður en hann leiðrétti sig og sagði „og svo framvegis ætlaði ég nú að segja.“ Danmörk mætir Argentínu í kvöld en Guðmundur er minnugur þess að Ísland lenti í vandræðum með liðið í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Guðmundur var þá þjálfari íslenska liðsins. „Við gerum okkur grein fyrir því að Argentína er hættulegur fyrsti andstæðingur. Ég hef skoðað þá vel en liðið spilar kraftmikla vörn og fyrstu átta mennirnir í hópnum eru mjög góðir. Þetta er reynslumikið lið sem hefur verið lengi saman og með sama þjálfarann. Það þarf að taka þá alvarlega.“ Guðmundur segir erfitt að gera sér grein fyrir því í hverju munurinn felist í því að þjálfa íslenska liðið annars vegar og það danska en honum hefur liðið vel í báðum störfum. „Það er alltaf mikill áhugi á íslenska liðinu en jafnvel enn meiri á því danska. Það eru fleiri fjölmiðlar sem fylgja Dönunum sem er bara jákvætt en í grunninn snýst þetta bara um að þjálfa lið.“ „Ég finn fyrir því hversu miklar væntingar eru gerðar - að sjálfsögðu. Þó svo að Íslendingar hafa oft sett markið hátt og sett pressu á liðið þá er hún enn meiri hér.“ Danska handboltasambandið hefur gefið út að markmið liðsins sé að komast að minnsta kosti í undanúrslit keppninnar. „En við höfum líka sagt að riðillinn sem við erum í er mjög erfiður og vitum við öll af hverju það er,“ segir Guðmundur. „Síðan er riðillinn sem við mætum í 16-liða úrslitunum mjög sterkur og þar eru mörg frábær lið - Ísland þar á meðal. Þetta er því löng og ströng leið og maður vill ekki fara of langt fram úr sér. En við stefnum hátt og sjáum svo hvað setur.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira