„Þetta var góður sigur. Við spiluðum mjög vel og Matthias [Andersson] stóð sig virkilega vel í markinu,“ sagði vinstri skyttan Viktor Östlund sem kom mörgum á óvart með góðri frammistöðu sinni fyrir Svíþjóð gegn Íslandi í dag.
Östlund skoraði sex mörk af vinstri vængnum en skyttustaðan þar var talin vera vandræðastaða sænska liðsins fyrir keppnina. Östlund er að spila á sínu fyrsta stórmóti en hann skilaði sínu í dag og gott betur.
„Við hjálpum Mattias mjög mikið og það er okkar hlutverk í vörninni. Ég er mjög sáttur við hvernig við spiluðum í þessum leik.“
„Sóknarleikur okkar var líka fínn. Skoruðum 24 mörk sem er kannski ekkert svo mikið en það reyndist feykinóg í dag út af varnarleiknum okkar.“
Hann segir að Svíar eigi góðan möguleika á að ná langt í mótinu. „Ef við náum að halda vörninni svona góðri eigum við möguleika gegn hvaða liði sem er í þessari keppni.“
Östlund: Getum unnið alla með svona vörn

Tengdar fréttir

Róbert: Maður labbar út af vellinum með skömm
Línumaður íslenska liðsins segir tapið gegn Svíum algjöran hrylling.

Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar
Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum.

Aron: Algjört grín að skora bara 16 mörk
Stórskytta íslenska liðsins hefur engar áhyggjur af framhaldinu þrátt fyrir skell gegn Svíum.

Arnór Atla: Við vorum þvílíkt klárir í þennan leik
Arnór Atlason segir að frammistaða Íslands hafi komið öllum á óvart - ekki síst leikmönnunum sjálfum.

Öruggur sigur Frakka - Tékkar löguðu stöðuna í lokin
Frakkar unnu þriggja marka sigur á Tékkum, 30-27, í hinum kvöldleiknum í riðli Íslands. Frakkar voru sjö mörkum yfir í hálfleik og góð tök á leiknum nær allan tímann.

Einkunnir Íslands eftir tapið gegn Svíum: Fimm leikmenn fá einn
Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefur leikmönnum og þjálfurum Íslands einkunnir eftir leikina á HM í Katar.