Breyttar áherslur í námsmati og einkunnagjöf Gylfi Jón Gylfason skrifar 18. desember 2015 00:00 Verkefni nemenda í grunn- og framhaldsskólum hafa breyst undanfarin ár. Nútíminn gerir stöðugt fjölbreyttari kröfur um þekkingu, leikni og hæfni sem hefur í för með sér breytt námsmat. Það færist frá áherslu á staðreyndaupptalningu yfir í að meta hæfni til að finna upplýsingar og vinna með þær í námi og starfi. Til að grunn- og framhaldsskólar geti tekist á við þessar breyttu áherslur var ákveðið að breyta námsmatskerfinu á svipaðan hátt og nágrannaþjóðir okkar hafa gert.Nýtt námsmat kynnt Upphafið að nýju námsmatskerfi á Íslandi má rekja til ársins 2011 þegar ný aðalnámskrá grunnskóla var gefin út, en í almenna hluta hennar segir frá nýju námsmatskerfi og að einkunnagjöf skyldi breyta í bókstafaeinkunnir. Innleiðingarferlið hófst og nýtt kerfi kynnt fyrir kennurum, samtökum foreldra og hagsmunaaðilum. Haldnir voru tæplega 40 kynningarfundir um land allt frá miðju ári 2011 til maí 2012.Betra samræmi í einkunnagjöf Greinasvið aðalnámskrár grunnskóla voru gefin út í mars 2013 en þar er fjallað um einstakar námsgreinar í grunnskólum og birtur nýr einkunnakvarði. Breytingin er sú að hverjum bókstaf fylgir lýsing á hæfni nemenda sem er sambærileg milli skóla. Markmiðið er að samræma betur einkunnagjöf á milli skóla og að einkunnir skýri betur hæfni nemenda.Vinnustofur og kynningarfundir Sem dæmi um það kynningarstarf sem fór fram er landshlutanámskeiðið Leiðtogi í heimabyggð, samstarfsverkefni hins opinbera og stéttarfélaga, sem haldið var í mars 2013. Markmið þess var að kynna innleiðingu nýrrar aðalnámskrár og í apríl birti mennta- og menningarráðuneytið innleiðingaráætlun. Átta vinnustofur um breytingastjórnun í tengslum við ný ákvæði aðalnámskrár voru haldnar um allt land og um haustið var staðið fyrir kynningu á haustþingum kennara. Sama ár héldu Heimili og skóli, landssamtök foreldra, kynningarfundi víðs vegar um land þar sem námskráin og þær breytingar sem snúa að foreldrum voru kynntar.Tækifæri til athugasemda Á haustmánuðum voru haldin málþing, fyrir kennara og skólafólk á leik,- grunn- og framhaldsskólastigi, á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Skólafólk víða um land fylgdist með fyrirlestrum og hélt málstofur í heimabyggð í kjölfarið. Auk þessa var hagsmunaaðilum sent bréf þar sem mögulegar breytingar á námsmati grunnskóla voru kynntar og þeim gefinn kostur á að gera athugasemdir. Alls bárust 15 umsagnir sem tóku afstöðu til þeirra breytinga sem kynntar höfðu verið. Rúmu ári síðar sendi mennta- og menningarmálaráðuneyti bréf til hagsmunaaðila þegar það hafði farið yfir umsagnir og tekið ákvarðanir um breytingar á einkunnagjöf.Stuðningur við breytingar Til að gæta hagsmuna nemenda og styðja við skóla, hafa Menntamálastofnun og mennta- og menningarmálaráðuneytið unnið að ýmsum verkefnum. Í lok árs 2014 var 30 milljóna króna styrk úthlutað til sveitarfélaga og fékk hvert þeirra úthlutað í samræmi við nemendafjölda. Styrkurinn var ætlaður til að sveitarfélög gætu tekið upp upplýsingakerfi sem styðja við innleiðinguna. Þá hefur verið unnið að þróun á rafrænu vitnisburðarskírteini sem tengir saman einkunnir og matsviðmið, sem tekið verður í notkun vorið 2016 þegar allir skólar taka upp nýtt einkunnakerfi. Mun það veita betri upplýsingar um hvar nemandi stendur í náminu, auk þess sem framhaldsskólar geta nýtt skírteinið við innritun. Eins hefur verið opnaður kynningarvefur þar sem veittar eru upplýsingar um nýtt námsmat.Breyting á hugsunarhætti Það má því segja að unnið hefur verið ötullega að kynningu á nýjum einkunnakvarða og námsmati. Menntamálastofnun telur það afar mikilvægt að veita greinargóðar upplýsingar og viðhalda öflugu kynningarstarfi fyrir alla þá sem koma að skólastarfi og námi barnanna okkar. Breytingarnar krefjast breytts hugsunarháttar hvað varðar námsmat að því leyti að nú byggir námsmat á því hvernig nemandinn nýtir það sem hann hefur lært frekar en á því hvað hann getur munað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Verkefni nemenda í grunn- og framhaldsskólum hafa breyst undanfarin ár. Nútíminn gerir stöðugt fjölbreyttari kröfur um þekkingu, leikni og hæfni sem hefur í för með sér breytt námsmat. Það færist frá áherslu á staðreyndaupptalningu yfir í að meta hæfni til að finna upplýsingar og vinna með þær í námi og starfi. Til að grunn- og framhaldsskólar geti tekist á við þessar breyttu áherslur var ákveðið að breyta námsmatskerfinu á svipaðan hátt og nágrannaþjóðir okkar hafa gert.Nýtt námsmat kynnt Upphafið að nýju námsmatskerfi á Íslandi má rekja til ársins 2011 þegar ný aðalnámskrá grunnskóla var gefin út, en í almenna hluta hennar segir frá nýju námsmatskerfi og að einkunnagjöf skyldi breyta í bókstafaeinkunnir. Innleiðingarferlið hófst og nýtt kerfi kynnt fyrir kennurum, samtökum foreldra og hagsmunaaðilum. Haldnir voru tæplega 40 kynningarfundir um land allt frá miðju ári 2011 til maí 2012.Betra samræmi í einkunnagjöf Greinasvið aðalnámskrár grunnskóla voru gefin út í mars 2013 en þar er fjallað um einstakar námsgreinar í grunnskólum og birtur nýr einkunnakvarði. Breytingin er sú að hverjum bókstaf fylgir lýsing á hæfni nemenda sem er sambærileg milli skóla. Markmiðið er að samræma betur einkunnagjöf á milli skóla og að einkunnir skýri betur hæfni nemenda.Vinnustofur og kynningarfundir Sem dæmi um það kynningarstarf sem fór fram er landshlutanámskeiðið Leiðtogi í heimabyggð, samstarfsverkefni hins opinbera og stéttarfélaga, sem haldið var í mars 2013. Markmið þess var að kynna innleiðingu nýrrar aðalnámskrár og í apríl birti mennta- og menningarráðuneytið innleiðingaráætlun. Átta vinnustofur um breytingastjórnun í tengslum við ný ákvæði aðalnámskrár voru haldnar um allt land og um haustið var staðið fyrir kynningu á haustþingum kennara. Sama ár héldu Heimili og skóli, landssamtök foreldra, kynningarfundi víðs vegar um land þar sem námskráin og þær breytingar sem snúa að foreldrum voru kynntar.Tækifæri til athugasemda Á haustmánuðum voru haldin málþing, fyrir kennara og skólafólk á leik,- grunn- og framhaldsskólastigi, á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Skólafólk víða um land fylgdist með fyrirlestrum og hélt málstofur í heimabyggð í kjölfarið. Auk þessa var hagsmunaaðilum sent bréf þar sem mögulegar breytingar á námsmati grunnskóla voru kynntar og þeim gefinn kostur á að gera athugasemdir. Alls bárust 15 umsagnir sem tóku afstöðu til þeirra breytinga sem kynntar höfðu verið. Rúmu ári síðar sendi mennta- og menningarmálaráðuneyti bréf til hagsmunaaðila þegar það hafði farið yfir umsagnir og tekið ákvarðanir um breytingar á einkunnagjöf.Stuðningur við breytingar Til að gæta hagsmuna nemenda og styðja við skóla, hafa Menntamálastofnun og mennta- og menningarmálaráðuneytið unnið að ýmsum verkefnum. Í lok árs 2014 var 30 milljóna króna styrk úthlutað til sveitarfélaga og fékk hvert þeirra úthlutað í samræmi við nemendafjölda. Styrkurinn var ætlaður til að sveitarfélög gætu tekið upp upplýsingakerfi sem styðja við innleiðinguna. Þá hefur verið unnið að þróun á rafrænu vitnisburðarskírteini sem tengir saman einkunnir og matsviðmið, sem tekið verður í notkun vorið 2016 þegar allir skólar taka upp nýtt einkunnakerfi. Mun það veita betri upplýsingar um hvar nemandi stendur í náminu, auk þess sem framhaldsskólar geta nýtt skírteinið við innritun. Eins hefur verið opnaður kynningarvefur þar sem veittar eru upplýsingar um nýtt námsmat.Breyting á hugsunarhætti Það má því segja að unnið hefur verið ötullega að kynningu á nýjum einkunnakvarða og námsmati. Menntamálastofnun telur það afar mikilvægt að veita greinargóðar upplýsingar og viðhalda öflugu kynningarstarfi fyrir alla þá sem koma að skólastarfi og námi barnanna okkar. Breytingarnar krefjast breytts hugsunarháttar hvað varðar námsmat að því leyti að nú byggir námsmat á því hvernig nemandinn nýtir það sem hann hefur lært frekar en á því hvað hann getur munað.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun