Viðskipti innlent

Héraðsdómur samþykkir nauðasamning gamla Landsbankans

ingvar haraldsson skrifar
Hérðasdómur hefur samþykkt nauðsamning Landsbankans
Hérðasdómur hefur samþykkt nauðsamning Landsbankans Vísir/Andri Marinó
Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í dag nauðasamning gamla Landsbankans.

Því hefur Héraðsdómur samþykkt nauðasamninga slitabúa allra stóru bankanna þriggja.

Glitnir er komið lengst í ferlinu og lýkur í dag fyrstu greiðslum til kröfuhafa sinna eftir að hafa fengið endanlega undanþágu Seðlabanka Íslands frá gjaldeyrishöftum.

Nauðasamningur Kaupþings var samþykktur á þriðjudag en á eftir að fást samþykktur í Bandaríkjunum auk þess að endanlegt undanþágu Seðlabankans frá gjaldeyrishöftum liggur ekki fyrir. Landsbankinn á einnig eftir að fá endanlega undanþágu frá gjaldeyrishöftum.

Fulltrúar slitastjóra Landsbankans og Kaupþings eiga þó von á því að það gangi eftir og greiðslur til kröfuhafa fari fram á nýju ári.


Tengdar fréttir

Kröfuhafar LBI samþykkja nauðasamning

Kröfuhafar LBI (gamla Landsbankans) samþykktu frumvarp að nauðasamningi með um það bil 99,7prósentum atkvæða á kröfuhafafundi á Hótel Hilton Nordica í dag.

Glitnir borgar kröfuhöfum á morgun

Seðlabanki Íslands veitti í gær Glitni endanlega undaþágu frá fjármagnshöftum til þess að greiða út í samræmi við nauðasamninga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×