Viðskipti innlent

Glitnir borgar kröfuhöfum á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson í slitastjórn Glitnis.
Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson í slitastjórn Glitnis.
Seðlabanki Íslands veitti í gær Glitni endanlega undaþágu frá fjármagnshöftum til þess að greiða út í samræmi við nauðasamninga. Þetta kemur fram á vef Glitnis.

Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að 20. nóvember síðastliðinn samþykkti Glitnir nauðasamninga sem Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti svo 7. desember. Á morgun mun Glitnir svo byrja að greiða kröfuhöfum.

Héraðsdómur samþykkti í fyrradag nauðasamninga Kaupþings og búist er við því að dómurinn staðfesti nauðasamninga LBI, eða gamla Landsbankans, á morgun eða mánudag.

Gera má ráð fyrir að stöðugleikaframlögin verði greidd í ríkissjóð fyrir áramót.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×