Umfjöllun: Ísrael - Ísland 24-34 | Skyldusigur í Ísrael Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. júní 2015 16:00 Strákarnir unnu í Ísrael. vísir/eva Ísland vann þægilegan tíu marka sigur á Ísrael ytra í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2016. Sigurinn var nauðsynlegur til að halda vonum Íslands um að komast í lokakeppnina í Póllandi á lífi. Ef Svartfjallaland vinnur Serbíu síðar í dag er Ísland komið áfram í lokakeppnina en að öðru kosti verður leikur Íslendinga og Svartfellinga í Laugardalshöllinni á sunnudag úrslitaleikur um sæti á EM. Eftir jafnar upphafsmínútur þar sem mikið gekk á á báðum endum vallarins náði Ísland tökum á leiknum með góðum kafla á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks. Ísland byrjaði síðari hálfleikinn með fimm marka forystu og jókst hún jafnt og þétt. Sigur Íslands var aldrei í hættu. Fyrri hálfleikur var furðulegur. Staðan var 2-1, Íslandi í vil, eftir tíu mínútna leik en þá voru markverðir beggja liða búnir að reyna skot. Björgvin Páll Gústavsson fór meira að segja út á móti Oren Meirovich, markverði Ísrael, sem var kominn inn á línuna í hraðaupphlaupi heimamanna snemma í leiknum. Meirovich var annars okkar mönnum erfiður í upphafi leiks, sér í lagi fyrirliðanum Guðjóni Val Sigurðssyni sem nýtti aðeins tvö af fyrstu sjö skotum sínum í leiknum. Þar að auki varði varamarkvörðurinn Eldar Shikloshi vítakast frá fyrirliðanum. Guðmundur Árni Ólafsson og Stefán Rafn Sigurmannsson áttu góða innkomu á síðustu tíu mínútum leiksins. Þeir nýttu öll færin sín og skoruðu samanlagt sjö mörk. Það kom Íslandi á bragðið. Þegar strákarnir náðu svo áttum í varnarleiknum þá fór markvarsla Björgvins að fylgja með og Ísland refsaði með nokkrum auðveldum mörkum. Það gaf okkar mönnum fimm marka forystu í hálfleik, 17-12. Eftirleikurinn var nokkuð auðveldur í síðari hálfleik. Strákarnir gerðu sitt og nýttu sóknirnar sínar vel. Ísraelar gerðu sín mistök og drógust sífellt meira aftur úr. Munurinn var orðinn tíu mörk eftir rúmar 40 mínútur en mestur varð hann tólf mörk. Það var svo aðeins formsatriði að klára leikinn. Stefán Rafn Sigurmannsson nýtti tækifærið sem hann fékk í dag afar vel og var hann markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Guðmundur Árni Ólafsson kom næstur með sex. Margir fengu að spreyta sig í dag og nokkrir nýttu tækifærið ágætlega. Björgvin Páll átti góðan leik í markinu en íslenska vörnin sá oft til þess að hann fékk auðveld skot á sig. Þá vakti athygli að Aron Pálmarsson skoraði ekki en hann spilaði engu að síður vel framan af leik og opnaði mörg færi fyrir félaga sína. Leikmenn verða þó ekki dæmdir af þessum leik en því er fyrst og fremst fagnað að verkinu sé lokið með tveimur stigum á útivelli. Handbolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira
Ísland vann þægilegan tíu marka sigur á Ísrael ytra í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2016. Sigurinn var nauðsynlegur til að halda vonum Íslands um að komast í lokakeppnina í Póllandi á lífi. Ef Svartfjallaland vinnur Serbíu síðar í dag er Ísland komið áfram í lokakeppnina en að öðru kosti verður leikur Íslendinga og Svartfellinga í Laugardalshöllinni á sunnudag úrslitaleikur um sæti á EM. Eftir jafnar upphafsmínútur þar sem mikið gekk á á báðum endum vallarins náði Ísland tökum á leiknum með góðum kafla á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks. Ísland byrjaði síðari hálfleikinn með fimm marka forystu og jókst hún jafnt og þétt. Sigur Íslands var aldrei í hættu. Fyrri hálfleikur var furðulegur. Staðan var 2-1, Íslandi í vil, eftir tíu mínútna leik en þá voru markverðir beggja liða búnir að reyna skot. Björgvin Páll Gústavsson fór meira að segja út á móti Oren Meirovich, markverði Ísrael, sem var kominn inn á línuna í hraðaupphlaupi heimamanna snemma í leiknum. Meirovich var annars okkar mönnum erfiður í upphafi leiks, sér í lagi fyrirliðanum Guðjóni Val Sigurðssyni sem nýtti aðeins tvö af fyrstu sjö skotum sínum í leiknum. Þar að auki varði varamarkvörðurinn Eldar Shikloshi vítakast frá fyrirliðanum. Guðmundur Árni Ólafsson og Stefán Rafn Sigurmannsson áttu góða innkomu á síðustu tíu mínútum leiksins. Þeir nýttu öll færin sín og skoruðu samanlagt sjö mörk. Það kom Íslandi á bragðið. Þegar strákarnir náðu svo áttum í varnarleiknum þá fór markvarsla Björgvins að fylgja með og Ísland refsaði með nokkrum auðveldum mörkum. Það gaf okkar mönnum fimm marka forystu í hálfleik, 17-12. Eftirleikurinn var nokkuð auðveldur í síðari hálfleik. Strákarnir gerðu sitt og nýttu sóknirnar sínar vel. Ísraelar gerðu sín mistök og drógust sífellt meira aftur úr. Munurinn var orðinn tíu mörk eftir rúmar 40 mínútur en mestur varð hann tólf mörk. Það var svo aðeins formsatriði að klára leikinn. Stefán Rafn Sigurmannsson nýtti tækifærið sem hann fékk í dag afar vel og var hann markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Guðmundur Árni Ólafsson kom næstur með sex. Margir fengu að spreyta sig í dag og nokkrir nýttu tækifærið ágætlega. Björgvin Páll átti góðan leik í markinu en íslenska vörnin sá oft til þess að hann fékk auðveld skot á sig. Þá vakti athygli að Aron Pálmarsson skoraði ekki en hann spilaði engu að síður vel framan af leik og opnaði mörg færi fyrir félaga sína. Leikmenn verða þó ekki dæmdir af þessum leik en því er fyrst og fremst fagnað að verkinu sé lokið með tveimur stigum á útivelli.
Handbolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira