Skoðun

Um mikilvægi frjálsra félagasamtaka og sjálfboðaliða

Frjáls félagasamtök eru útbreidd alls staðar í heiminum og fer fjöldi þeirra vaxandi. Þau leika stórt hlutverk í alþjóðlegu starfi, þjónustu við íbúa samfélaga og berjast fyrir málstað og réttindum ýmissa hópa. Þau koma á tengslaneti milli fólks og auðvelda almenningi að vera virkir þátttakendur í lýðræðislegu þjóðfélagi.

Oft á tíðum byggir starfsemi slíkra samtaka á sjálfboðaliðum sem leggja fram störf sín endurgjaldslaust í þágu meðborgara sinna og samfélagsins. Í rannsóknum hefur komið fram að tæpur þriðjungur Íslendinga 18 ára og eldri tók þátt í sjálfboðastörfum 2009-2010 og 75% landsmanna voru í félögum.

Samfélagslegt mikilvægi frjálsra félagasamtaka og sjálfboðaliða

Alþjóðlegar rannsóknir á vegum John Hopkins háskóla sýna fram á að framlag frjálsra félagasamtaka og sjálfboðastarfa skiptir miklu máli sem hlutfall af heildarvinnuafli þjóða og í heildarþjóðarframleiðslu. Íslenskar rannsóknir benda til að umfang og framlag félagasamtaka og sjálfboðastarfa sé mikið og slík samtök vinni ómetanlegt hugsjónastarf til að skapa betra samfélag hér á landi.

Áskoranir og Almannaheill - samtök þriðja geirans.

Félagasamtök standa frammi fyrir mörgum áskorunum og líklegt að hlutverk þeirra í samfélaginu verði enn meira ef marka má þá þróun sem verið hefur í öðrum löndum. Hér á landi hefur stefnumörkun, löggjöf og skattaumhverfi á þessu sviði ekki verið með viðunandi hætti. Almannaheill, regnhlífarsamtök þriðja geirans hafa frá upphafi þrýst á stjórnvöld að bæta þetta umhverfi. Það er því ánægjulegt að leggja á fyrir frumvarp um frjáls félagasamtök á vettvangi almannaheilla á næstkomandi haustþingi.

Fundur fólksins

Samtökin Almannaheill eru einn af aðstandendum Funds fólksins í Vatnsmýrinni og þar verður meðal annars efnt til málþings um mikilvægi frjálsra félagasamtaka í samfélaginu. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu þann 12. júní kl. 15-17 og er öllum opinn.

Höfundur er stjórnarkona í Almannaheillum og dósend við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×