Innlent

Innkalla heslihnetur: Eitur myglusvepps yfir viðmiðunarmörkum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vörurnar sem um ræðir.
Vörurnar sem um ræðir.
Fyrirtækið 1912 ehf. hefur í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur innkallað tvær vörutegundir af hökkuðum heslihnetum. Aflatoxín, eða eitur myglusvepps, mældist yfir viðmiðunarmörkum í hráefninu sem notað er í framleiðslunni.

Um er að ræða hakkaðar heslihnetur frá framleiðendunum Hagver og Líf. Hneturnar eru í 100 gramma pokum með best fyrir dagsetninguna 23.12.2015.

Vörurnar eru seldar í verslunum um land allt og eru þeim sem keypt hafa þessar vörur bent á að neyta þeirra ekki og farga eða skila þeim til Nathan & Olsen hf., Klettagörðum 19, 104 Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×