Enski boltinn

Tvö mörk og tvö rauð í sigri Chelsea | Sjáðu mörkin og rauða spjaldið

Chelsea vann 2-0 sigur á Arsenal í sjöttu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Þetta var annar sigur Chelsea á leiktíðinni, en mikið fjör var í leiknum.

Undir lok fyrri hálfleiks sauð allt upp úr. Gabriel og Dieco Costa lenti saman sem endaði með því að Gabriel fékk tvö gul spjöld á skömmum tíma og var sendur í sturtu. Atvikið má sjá neðar í greininni.

Staðan var markalaus í hálfleik, en Kurt Zouma kom Chelsea yfir með skalla á 53. mínútu eftir aukaspyrnu Cesc Fabregas.

Santi Cazorla fékk svo einnig rautt spjald á 79. mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir glórualausa tæklingu.

Eden Hazard kom Chelsea svo í 2-0 með marki í  uppbótartíma, en hann þrumaði þá boltanum í Calum Chambers og í netið. Markið líklega skráð á Hazard því boltinn á leið á markið.

Lokatölur því 2-0 sigur Chelsea sem er með sjö stig í tíunda sætinu eftir leikina sex. Arsenal með tíu stig í fjórða sæti.

Sjáðu rauða spjaldið á Gabriel: 2-0:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×