Forstjóri Suðurverks er sjálfur á vinnuvélunum Kristján Már Unnarsson skrifar 19. september 2015 21:00 Bormenn Norðfjarðarganga eru búnir að slá í gegn og verður því fagnað með sérstakri ráðherrasprengingu í næstu viku. Færri vita að forstjóri verktakafyrirtæksins Suðurverks grípur sjálfur oft í vinnuvélarnar, - segir það miklu skemmtilegra en sitja við skrifborðið. Þótt búið sé að sprengja í gegn var lítið haft skilið eftir fyrir ráðherra til að sprengja svo hægt sé að fagna gegnumbrotinu formlega næstkomandi föstudag, 25. september. Hitann og þungann af verkinu bera aðalverktakarnir, tékkneska fyrirtækið Metrostav og Suðurverk. Suðurverk er sennilega stærsta íslenska verktakafyrirtækið sem komst nokkurnveginn óskaddað í gegnum hrunið og án þess að skipta um eigendur. Forstjórann fundum við á einni af gröfunum við Norðfjarðargöng.Forstjóri Suðurverks á einni af gröfum fyrirtækisins í vinnu við Norðfjarðargöng.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hann heitir Dofri Eysteinsson. Í fréttum Stöðvar 2 sést hann á gröfu að moka ofan í grjótmulningsvél Norðfjarðarmegin en efnið fer í nýja veginn sem tengjast mun göngunum. Dofri er ásamt eiginkonu sinni eigandi Suðurverks, en vitnar í orð endurskoðanda þegar hann segist ekki mikið fyrir það að sitja við skrifborð: „Hann sagði mér það að ég og pappír skyldum ekki vera í sama herberginu. Það er rétt. Ég er ekki mikill pappírsmaður. Það eru aðrir betri en ég í því. Ég fer oft upp í þetta dæmi að hlaupa upp í vélar og annað slíkt. Það er bara minn háttur á þessu,“ segir Dofri. Þannig setur forstjórinn fordæmi, hefur um leið fingurinn á púlsinum, og það á kannski þátt í því að Suðurverk skyldi komast í gegnum hrunið. „Já, það hefur náttúrlega eitthvað að segja. En það töpuðu allir á hruninu. En við erum lifandi ennþá og ætlum okkur að sigla áfram.“Dofri Eysteinsson: „Ég er enginn pappírsmaður."Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dofri er orðinn 68 ára gamall. Spurður hvort hann ætli að vera í mörg ár enn á tækjunum svarar hann: „Ég veit það ekki. Ég er nú farinn að eldast,“ svarar hann en 50 ár verða á næsta ári frá því hann keypti fyrstu vinnuvélina. Hann segist þó vera við góða heilsu og viðurkennir að sér finnist mun skemmtilegra að vera á tækjum heldur en sitja við skrifborðið. „Já, já, blessaður vertu. Þetta er flott sko að komast út í náttúruna og vera innan um strákana og bulla við þá og annað slíkt.“ Tengdar fréttir Með stærstu mannvirkjum landsins Eitt hundrað og þrjátíu manns á vegum Suðurverks vinna í sumar við að gera hliðarstíflur Kárahnjúkavirkjunar. Stíflurnar við Kárahnjúka verða þrjár en þótt lítið hafi heyrst um tvær þær minni verða þær engu að síður með stærstu mannvirkjum landsins. 27. júní 2005 00:01 Suðurstrandarvegur opnast um helgina Nýi Suðurstrandarvegurinn klárast á morgun og opnast þá ný tenging milli Suðurlands og Suðurnesja. Loksins, loksins, myndi margur segja, en nú er verið að leggja síðustu metrana af malbikinu á veginn. Honum var fyrst lofað fyrir 12 árum í tengslum við kjördæmabreytingu þegar ákveðið var að Suðurlands- og hluta Reykjaness- og Austurlandskjördæmis yrði steypt í Suðurkjördæmi. 28. október 2011 20:30 Byggja 10 þúsund tonna frystigeymslu Eimskip hefur samið við VHE, Kælismiðjuna Frost og Suðurverk um byggingu á 10.000 tonna frystigeymslu á athafnasvæði félagsins í Hafnarfirði. 24. febrúar 2015 10:03 Lengsti gröfuarmur landsins Armlengsta grafa landsins dýfir bómu sinni tólf metra oní Atlantsshafið til að grafa fyrir sökkli varnargarða Landeyjahafnar og fær stundum fiska með. 20. nóvember 2009 19:23 Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Landeyjahöfn nálgast Vestmannaeyjar hratt Varnargarðar nýju Landeyjahafnar nálgast nú Vestmannaeyjar hratt og er verktakinn á tveimur vikum búinn með þrjúhundruð metra af sjöhundruð. Þetta stærsta jarðvinnuverk sem nú er unnið að hérlendis mun valda byltingu í samskiptum Eyjamanna við aðra landsmenn. 4. júní 2009 19:08 Vestfjarðavegur orðinn átta kílómetrum styttri Nýja brúin yfir Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði í Austur-Barðastrandarsýslu var opnuð fyrir almenna umferð í dag. 15. desember 2014 15:45 Norðfjarðargöng verði opnuð einum vetri fyrr Bormenn Norðfjarðarganga sjá fram á að slá í gegn, búnir að sprengja 99 prósent ganganna og eiga aðeins 120 metra eftir. 5. september 2015 22:15 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira
Bormenn Norðfjarðarganga eru búnir að slá í gegn og verður því fagnað með sérstakri ráðherrasprengingu í næstu viku. Færri vita að forstjóri verktakafyrirtæksins Suðurverks grípur sjálfur oft í vinnuvélarnar, - segir það miklu skemmtilegra en sitja við skrifborðið. Þótt búið sé að sprengja í gegn var lítið haft skilið eftir fyrir ráðherra til að sprengja svo hægt sé að fagna gegnumbrotinu formlega næstkomandi föstudag, 25. september. Hitann og þungann af verkinu bera aðalverktakarnir, tékkneska fyrirtækið Metrostav og Suðurverk. Suðurverk er sennilega stærsta íslenska verktakafyrirtækið sem komst nokkurnveginn óskaddað í gegnum hrunið og án þess að skipta um eigendur. Forstjórann fundum við á einni af gröfunum við Norðfjarðargöng.Forstjóri Suðurverks á einni af gröfum fyrirtækisins í vinnu við Norðfjarðargöng.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hann heitir Dofri Eysteinsson. Í fréttum Stöðvar 2 sést hann á gröfu að moka ofan í grjótmulningsvél Norðfjarðarmegin en efnið fer í nýja veginn sem tengjast mun göngunum. Dofri er ásamt eiginkonu sinni eigandi Suðurverks, en vitnar í orð endurskoðanda þegar hann segist ekki mikið fyrir það að sitja við skrifborð: „Hann sagði mér það að ég og pappír skyldum ekki vera í sama herberginu. Það er rétt. Ég er ekki mikill pappírsmaður. Það eru aðrir betri en ég í því. Ég fer oft upp í þetta dæmi að hlaupa upp í vélar og annað slíkt. Það er bara minn háttur á þessu,“ segir Dofri. Þannig setur forstjórinn fordæmi, hefur um leið fingurinn á púlsinum, og það á kannski þátt í því að Suðurverk skyldi komast í gegnum hrunið. „Já, það hefur náttúrlega eitthvað að segja. En það töpuðu allir á hruninu. En við erum lifandi ennþá og ætlum okkur að sigla áfram.“Dofri Eysteinsson: „Ég er enginn pappírsmaður."Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dofri er orðinn 68 ára gamall. Spurður hvort hann ætli að vera í mörg ár enn á tækjunum svarar hann: „Ég veit það ekki. Ég er nú farinn að eldast,“ svarar hann en 50 ár verða á næsta ári frá því hann keypti fyrstu vinnuvélina. Hann segist þó vera við góða heilsu og viðurkennir að sér finnist mun skemmtilegra að vera á tækjum heldur en sitja við skrifborðið. „Já, já, blessaður vertu. Þetta er flott sko að komast út í náttúruna og vera innan um strákana og bulla við þá og annað slíkt.“
Tengdar fréttir Með stærstu mannvirkjum landsins Eitt hundrað og þrjátíu manns á vegum Suðurverks vinna í sumar við að gera hliðarstíflur Kárahnjúkavirkjunar. Stíflurnar við Kárahnjúka verða þrjár en þótt lítið hafi heyrst um tvær þær minni verða þær engu að síður með stærstu mannvirkjum landsins. 27. júní 2005 00:01 Suðurstrandarvegur opnast um helgina Nýi Suðurstrandarvegurinn klárast á morgun og opnast þá ný tenging milli Suðurlands og Suðurnesja. Loksins, loksins, myndi margur segja, en nú er verið að leggja síðustu metrana af malbikinu á veginn. Honum var fyrst lofað fyrir 12 árum í tengslum við kjördæmabreytingu þegar ákveðið var að Suðurlands- og hluta Reykjaness- og Austurlandskjördæmis yrði steypt í Suðurkjördæmi. 28. október 2011 20:30 Byggja 10 þúsund tonna frystigeymslu Eimskip hefur samið við VHE, Kælismiðjuna Frost og Suðurverk um byggingu á 10.000 tonna frystigeymslu á athafnasvæði félagsins í Hafnarfirði. 24. febrúar 2015 10:03 Lengsti gröfuarmur landsins Armlengsta grafa landsins dýfir bómu sinni tólf metra oní Atlantsshafið til að grafa fyrir sökkli varnargarða Landeyjahafnar og fær stundum fiska með. 20. nóvember 2009 19:23 Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Landeyjahöfn nálgast Vestmannaeyjar hratt Varnargarðar nýju Landeyjahafnar nálgast nú Vestmannaeyjar hratt og er verktakinn á tveimur vikum búinn með þrjúhundruð metra af sjöhundruð. Þetta stærsta jarðvinnuverk sem nú er unnið að hérlendis mun valda byltingu í samskiptum Eyjamanna við aðra landsmenn. 4. júní 2009 19:08 Vestfjarðavegur orðinn átta kílómetrum styttri Nýja brúin yfir Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði í Austur-Barðastrandarsýslu var opnuð fyrir almenna umferð í dag. 15. desember 2014 15:45 Norðfjarðargöng verði opnuð einum vetri fyrr Bormenn Norðfjarðarganga sjá fram á að slá í gegn, búnir að sprengja 99 prósent ganganna og eiga aðeins 120 metra eftir. 5. september 2015 22:15 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira
Með stærstu mannvirkjum landsins Eitt hundrað og þrjátíu manns á vegum Suðurverks vinna í sumar við að gera hliðarstíflur Kárahnjúkavirkjunar. Stíflurnar við Kárahnjúka verða þrjár en þótt lítið hafi heyrst um tvær þær minni verða þær engu að síður með stærstu mannvirkjum landsins. 27. júní 2005 00:01
Suðurstrandarvegur opnast um helgina Nýi Suðurstrandarvegurinn klárast á morgun og opnast þá ný tenging milli Suðurlands og Suðurnesja. Loksins, loksins, myndi margur segja, en nú er verið að leggja síðustu metrana af malbikinu á veginn. Honum var fyrst lofað fyrir 12 árum í tengslum við kjördæmabreytingu þegar ákveðið var að Suðurlands- og hluta Reykjaness- og Austurlandskjördæmis yrði steypt í Suðurkjördæmi. 28. október 2011 20:30
Byggja 10 þúsund tonna frystigeymslu Eimskip hefur samið við VHE, Kælismiðjuna Frost og Suðurverk um byggingu á 10.000 tonna frystigeymslu á athafnasvæði félagsins í Hafnarfirði. 24. febrúar 2015 10:03
Lengsti gröfuarmur landsins Armlengsta grafa landsins dýfir bómu sinni tólf metra oní Atlantsshafið til að grafa fyrir sökkli varnargarða Landeyjahafnar og fær stundum fiska með. 20. nóvember 2009 19:23
Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45
Landeyjahöfn nálgast Vestmannaeyjar hratt Varnargarðar nýju Landeyjahafnar nálgast nú Vestmannaeyjar hratt og er verktakinn á tveimur vikum búinn með þrjúhundruð metra af sjöhundruð. Þetta stærsta jarðvinnuverk sem nú er unnið að hérlendis mun valda byltingu í samskiptum Eyjamanna við aðra landsmenn. 4. júní 2009 19:08
Vestfjarðavegur orðinn átta kílómetrum styttri Nýja brúin yfir Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði í Austur-Barðastrandarsýslu var opnuð fyrir almenna umferð í dag. 15. desember 2014 15:45
Norðfjarðargöng verði opnuð einum vetri fyrr Bormenn Norðfjarðarganga sjá fram á að slá í gegn, búnir að sprengja 99 prósent ganganna og eiga aðeins 120 metra eftir. 5. september 2015 22:15