Norðfjarðargöng verði opnuð einum vetri fyrr Kristján Már Unnarsson skrifar 5. september 2015 22:15 Bormenn Norðfjarðarganga sjá fram á að slá í gegn. Þeir eru búnir að sprengja 99 prósent ganganna og eiga aðeins 120 metra eftir. Viðræður eru hafnar um að flýta opnun ganganna um heilan vetur. Þetta kom fram í viðtali við Guðmund Ólafsson, staðarstjóra Suðurverks við Norðfjarðargöng, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Meðan allt gengur á afturfótunum í Vaðlaheiðargöngum skotgengur vinnan í Norðfjarðargöngum. Fyrirtækið Þórsverk er byrjað að smíða 240 metra langan vegskála við munnann Norðfjarðarmegin en Eskifjarðarmegin verður vegskálinn helmingi styttri, eða 120 metrar.Smíði vegskála Norðfjarðarmegin er hafin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aðalverktakar eru tékkneska fyrirtækið Metrostav og Suðurverk. Guðmundur segir verkið hafa gengið áfallalaust. Nokkur mjúk setlög hafi þó tafið en í heildina hafi verkið gengið mjög vel. Þá segir hann samstarf Tékka og Íslendinga mjög gott. Fyrirtækið VHE annast smíði tveggja brúa, ný brú á Norðfjarðará er þegar tilbúin og þessa dagana er verið að smíða brúna yfir Eskifjarðará, og stefnt að því að hún verði kláruð í október. Þá styttist í tímamót við borun jarðganganna því nú eru aðeins 120 metrar eftir af 7.500 metra löngum göngum. Guðmundur segir að það verði i kringum 20. september sem síðasta haftið verði sprengt. „Og eins og menn segja: Slá í gegn.“ Þá verður hins vegar mikið ógert. „Það má segja að tímalega erum við hálfnaðir. Við byrjuðum hérna í nóvember 2013 og eigum að skila þessu 1. september 2017.“Ný brú á Eskifjarðará í smíðum. VHE annast verkið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir austan vilja menn helst ekki þurfa að bíða tvo vetur enn eftir göngunum þannig að nú er leitað leiða til að flýta verkinu þannig að unnt verði að opna göngin fyrir þarnæstu jól. Hugmyndin er að leggja kapp á að gera göngin örugg fyrir umferð en vegirnir að þeim yrðu til bráðabirgða, þannig að unnt yrði að taka göngin í notkun í desember 2016, í stað september 2017. „Þetta er í umræðunni þessa daga en það er ekki búið að ákveða neitt,“ segir Guðmundur. Tengdar fréttir Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. 14. nóvember 2014 20:30 Byggð sem fær göng gæti misst þjónustu Þessa eru menn minnugir á Austfjörðum nú þegar hyllir undir ný Norðfjarðargöng. 20. nóvember 2014 21:45 Grófu tvöfalt meira en verktakar undir Vaðlaheiði Verktakar í Norðfjarðargöngum grófu samtals 4,5 kílómetra á síðasta ári, eða um 60 prósent af heildarlengd ganganna. Heitt vatn tafði framkvæmdir í Vaðlaheiðargöngum þar sem afköstin voru um tveir kíló 5. janúar 2015 07:00 Norðfjarðargöng lengjast: Búið að grafa 6,4 kílómetra Eftir er að grafa 1.164 metra frá Eskifirði. 11. maí 2015 13:00 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Bormenn Norðfjarðarganga sjá fram á að slá í gegn. Þeir eru búnir að sprengja 99 prósent ganganna og eiga aðeins 120 metra eftir. Viðræður eru hafnar um að flýta opnun ganganna um heilan vetur. Þetta kom fram í viðtali við Guðmund Ólafsson, staðarstjóra Suðurverks við Norðfjarðargöng, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Meðan allt gengur á afturfótunum í Vaðlaheiðargöngum skotgengur vinnan í Norðfjarðargöngum. Fyrirtækið Þórsverk er byrjað að smíða 240 metra langan vegskála við munnann Norðfjarðarmegin en Eskifjarðarmegin verður vegskálinn helmingi styttri, eða 120 metrar.Smíði vegskála Norðfjarðarmegin er hafin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aðalverktakar eru tékkneska fyrirtækið Metrostav og Suðurverk. Guðmundur segir verkið hafa gengið áfallalaust. Nokkur mjúk setlög hafi þó tafið en í heildina hafi verkið gengið mjög vel. Þá segir hann samstarf Tékka og Íslendinga mjög gott. Fyrirtækið VHE annast smíði tveggja brúa, ný brú á Norðfjarðará er þegar tilbúin og þessa dagana er verið að smíða brúna yfir Eskifjarðará, og stefnt að því að hún verði kláruð í október. Þá styttist í tímamót við borun jarðganganna því nú eru aðeins 120 metrar eftir af 7.500 metra löngum göngum. Guðmundur segir að það verði i kringum 20. september sem síðasta haftið verði sprengt. „Og eins og menn segja: Slá í gegn.“ Þá verður hins vegar mikið ógert. „Það má segja að tímalega erum við hálfnaðir. Við byrjuðum hérna í nóvember 2013 og eigum að skila þessu 1. september 2017.“Ný brú á Eskifjarðará í smíðum. VHE annast verkið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir austan vilja menn helst ekki þurfa að bíða tvo vetur enn eftir göngunum þannig að nú er leitað leiða til að flýta verkinu þannig að unnt verði að opna göngin fyrir þarnæstu jól. Hugmyndin er að leggja kapp á að gera göngin örugg fyrir umferð en vegirnir að þeim yrðu til bráðabirgða, þannig að unnt yrði að taka göngin í notkun í desember 2016, í stað september 2017. „Þetta er í umræðunni þessa daga en það er ekki búið að ákveða neitt,“ segir Guðmundur.
Tengdar fréttir Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. 14. nóvember 2014 20:30 Byggð sem fær göng gæti misst þjónustu Þessa eru menn minnugir á Austfjörðum nú þegar hyllir undir ný Norðfjarðargöng. 20. nóvember 2014 21:45 Grófu tvöfalt meira en verktakar undir Vaðlaheiði Verktakar í Norðfjarðargöngum grófu samtals 4,5 kílómetra á síðasta ári, eða um 60 prósent af heildarlengd ganganna. Heitt vatn tafði framkvæmdir í Vaðlaheiðargöngum þar sem afköstin voru um tveir kíló 5. janúar 2015 07:00 Norðfjarðargöng lengjast: Búið að grafa 6,4 kílómetra Eftir er að grafa 1.164 metra frá Eskifirði. 11. maí 2015 13:00 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. 14. nóvember 2014 20:30
Byggð sem fær göng gæti misst þjónustu Þessa eru menn minnugir á Austfjörðum nú þegar hyllir undir ný Norðfjarðargöng. 20. nóvember 2014 21:45
Grófu tvöfalt meira en verktakar undir Vaðlaheiði Verktakar í Norðfjarðargöngum grófu samtals 4,5 kílómetra á síðasta ári, eða um 60 prósent af heildarlengd ganganna. Heitt vatn tafði framkvæmdir í Vaðlaheiðargöngum þar sem afköstin voru um tveir kíló 5. janúar 2015 07:00
Norðfjarðargöng lengjast: Búið að grafa 6,4 kílómetra Eftir er að grafa 1.164 metra frá Eskifirði. 11. maí 2015 13:00