Umfjöllun: Danmörk - Slóvenía 36-33 | Danir leika um 5. sætið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. janúar 2015 10:56 Guðmundur Guðmundsson. Vísir/Eva Björk Danir unnu þriggja marka sigur, 36-33, á Slóvenum í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar í dag. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar mæta Króötum í leik um 5. sætið á morgun. Eins og lokatölurnar bera með sér var fátt um varnir í leiknum í dag og markvarsla liðanna var ekki upp á marga fiska, sérstaklega hjá Slóveníu. Sóknarleikur liðanna gekk hins vegar smurt þar sem hægri hornamennirnir, þeir Lasse Svan Hansen og Dragan Gajic, voru í aðalhlutverkum. Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum tilraunum og var öryggið uppmálað allan leikinn. Gajic, sem er markahæsti leikmaður HM, var litlu síðri en þessi magnaði hornamaður skoraði tólf mörk, þar af sex úr vítaköstum. Slóvenar voru sterkari aðilinn í upphafi leiks þrátt fyrir að hafa fengið þrjár brottvísanir á fyrstu tólf mínútunum. Slóvenía komst í fjórgang tveimur mörkum yfir en í stöðunni 6-8 kom frábær kafli hjá Dönum. Lærisveinar Guðmundar skelltu í lás í vörninni, Nicklas Landin fór að verja og það skilaði auðveldum hraðaupphlaupsmörkum. Danir skoruðu sjö mörk í röð og komust fimm mörkum yfir, 13-8. Vörn Slóveníu var hriplek allan leikinn og markverðirnir voru litlu skárri en þeir vörðu aðeins fjögur skot í öllum leiknum. Danir komust þrívegis sex mörkum yfir en Slóvenar áttu ágætis endasprett í fyrri hálfleik og náðu að minnka muninn í þrjú mörk, 18-15. Mads Christiansen sá hins vegar til þess að Danir leiddu með fjórum mörkum í leikhléi þegar hann skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Christiansen átti frábæran leik í danska liðinu í dag; spilaði hverja einustu mínútu, skoraði sjö mörk og gaf tíu stoðsendingar. Seinni hálfleikurinn var jafn til að byrja með en í stöðunni 24-20 tóku Danir framúr, skoruðu fimm mörk gegn tveimur og náðu sjö marka forystu, 29-22. Þegar þarna var komið við sögu voru dómararnir frá Katar búnir að reka tvo leikmenn Slóveníu, Matej Gaber og Miha Zvizej, af velli með beint rautt spjald fyrir mis alvarlegar sakir. Þrátt fyrir mótlætið gáfust Slóvenar ekki upp, skoruðu fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn í þrjú mörk, 29-26. Þá var Guðmundi nóg boðið, tók leikhlé og brýndi sína menn. Danir náðu vopnum sínum á ný, juku muninn upp í fimm mörk og unnu að lokum þriggja marka sigur, 36-33. HM 2015 í Katar Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Danir unnu þriggja marka sigur, 36-33, á Slóvenum í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar í dag. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar mæta Króötum í leik um 5. sætið á morgun. Eins og lokatölurnar bera með sér var fátt um varnir í leiknum í dag og markvarsla liðanna var ekki upp á marga fiska, sérstaklega hjá Slóveníu. Sóknarleikur liðanna gekk hins vegar smurt þar sem hægri hornamennirnir, þeir Lasse Svan Hansen og Dragan Gajic, voru í aðalhlutverkum. Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum tilraunum og var öryggið uppmálað allan leikinn. Gajic, sem er markahæsti leikmaður HM, var litlu síðri en þessi magnaði hornamaður skoraði tólf mörk, þar af sex úr vítaköstum. Slóvenar voru sterkari aðilinn í upphafi leiks þrátt fyrir að hafa fengið þrjár brottvísanir á fyrstu tólf mínútunum. Slóvenía komst í fjórgang tveimur mörkum yfir en í stöðunni 6-8 kom frábær kafli hjá Dönum. Lærisveinar Guðmundar skelltu í lás í vörninni, Nicklas Landin fór að verja og það skilaði auðveldum hraðaupphlaupsmörkum. Danir skoruðu sjö mörk í röð og komust fimm mörkum yfir, 13-8. Vörn Slóveníu var hriplek allan leikinn og markverðirnir voru litlu skárri en þeir vörðu aðeins fjögur skot í öllum leiknum. Danir komust þrívegis sex mörkum yfir en Slóvenar áttu ágætis endasprett í fyrri hálfleik og náðu að minnka muninn í þrjú mörk, 18-15. Mads Christiansen sá hins vegar til þess að Danir leiddu með fjórum mörkum í leikhléi þegar hann skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Christiansen átti frábæran leik í danska liðinu í dag; spilaði hverja einustu mínútu, skoraði sjö mörk og gaf tíu stoðsendingar. Seinni hálfleikurinn var jafn til að byrja með en í stöðunni 24-20 tóku Danir framúr, skoruðu fimm mörk gegn tveimur og náðu sjö marka forystu, 29-22. Þegar þarna var komið við sögu voru dómararnir frá Katar búnir að reka tvo leikmenn Slóveníu, Matej Gaber og Miha Zvizej, af velli með beint rautt spjald fyrir mis alvarlegar sakir. Þrátt fyrir mótlætið gáfust Slóvenar ekki upp, skoruðu fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn í þrjú mörk, 29-26. Þá var Guðmundi nóg boðið, tók leikhlé og brýndi sína menn. Danir náðu vopnum sínum á ný, juku muninn upp í fimm mörk og unnu að lokum þriggja marka sigur, 36-33.
HM 2015 í Katar Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn