Innlent

Lögreglan leitar að vitnum: Ekið á gangandi vegfaranda á Akureyri

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Lögreglan á Akureyri leitar að vitnum að atviki sem átti sér stað síðastliðinn laugardag.
Lögreglan á Akureyri leitar að vitnum að atviki sem átti sér stað síðastliðinn laugardag. Vísir/KK
Ekið var á gangandi vegfaranda á Akureyri síðastliðið laugardagskvöld. Lögreglan á Akureyri hefur óskað eftir vitnum að atvikinu.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að sá sem ekið var á hafi verið að fara yfir gangbraut á Skógarlundi við Tjarnarlund og að hann hafi verið því sem næst kominn yfir götuna. 

Vegfarandinn segir að bíl sem ekið var norður Skógarlund hafi stoppað við gangbrautina og hleypt honum yfir og ekið síðan áfram.

„Lögreglan á Akureyri óskar eftir að komast í samband við vitni að þessu umferðarslysi eða þá sem komu að því eftir að það gerðist,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×