Innlent

Mikill leki kom að vatnslögn til Kjalarness

Bjarki Ármannsson skrifar
Byggð á Kjalarnesi fær nú vatn úr varavatnsbóli.
Byggð á Kjalarnesi fær nú vatn úr varavatnsbóli. Vísir/GVA
Mikill leki kom að vatnslögn sem flytur kalt vatn til neyslu og brunavarna úr Heiðmörk á Kjalarnes nú í morgun. Byggðin fær nú vatn úr varavatnsbóli við Vallá en á morgun stendur til að kanna lögnina með kafara.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Rennslismælar gáfu til kynna að mikill leki hefði komið að lögninni um klukkan tíu í morgun. Lokað var fyrir og klukkutíma síðar var búið að tengja byggðina á Kjalarnesi við varavatnsból við Vallá, ofan Grundarhverfis. Það annar nú vatnsþörf byggðarinnar.

Athugun á morgun mun væntanlega leiða í ljós hvers eðlis skemmdin á lögninni er, hugsanlega orsök og hversu tímafrekt verður að gera við hana, að því er segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×