Frítíminn getur verið dýrt spaug Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 14. maí 2015 07:00 Brátt líður að sumri, skólar loka dyrum sínum og börnin flykkjast út til að njóta þess sem sumarið hefur upp á að bjóða; ferðalög, leiki, námskeið og samveru við fjölskyldu og vini. Ólíkt grunnskólanum, sem er kjölfesta allra barna, er frítíminn eins misjafn og aðstæður barnanna leyfa. Frítíminn getur nefnilega verið dýrt spaug. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest, eiga öll börn rétt á grunnmenntun án endurgjalds. Þau eiga rétt á tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra og þroska. Jafnframt er í Barnasáttmálanum kveðið á um að ekki megi mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra, svo sem vegna efnahags. Skólinn er hornsteinn jafnræðis í samfélaginu og þar gefst einstakt tækifæri til að jafna aðstöðu barna. Hér á landi er almennt lítill munur á milli skóla og í flestum íslenskum skólum er að finna þverskurð íslensks samfélags. Það er í skólanum sem mörg börn kynnast hinu fjölbreytta samfélagi lista, menningar og íþrótta. Þau uppgötva eigin hæfileika og áhugasvið og finna þeim gjarnan farveg til lífstíðar. Því miður er það þó svo, að sökum efnahagslegrar stöðu foreldra sinna, hafa ekki öll börn á Íslandi tækifæri til að rækta áhugamál sín, stunda tómstundir utan skólatíma eða nýta sér hin fjölbreyttu tækifæri sem börnum bjóðast í skólafríum. Þó að grunnskólinn sé gjaldfrjáls hafa börn gjarnan þurft að greiða fyrir ýmislegt sem tengist skólanum, svo sem fyrir námsgögn, skemmtanir og ferðalög. Nú þegar líður að vori senda sumir skólar út lista yfir námsgögn sem börn þurfa til skólagöngunnar haustið 2015 og skólinn gerir ráð fyrir að foreldrar útvegi. Mikilvægt er að árétta að öll þau gögn sem gert er ráð fyrir að börn noti fyrir skólann ætti skólinn að útvega án endurgjalds. Börnum sé ekki mismunað Til að gera börnum kleift að taka þátt í kostnaðarsömum viðburðum á vegum skóla eða tómstundafélaga hefur það víða tíðkast að börnin eru látin safna fé með því að selja vinum og vandamönnum ýmsan varning og jafnvel er salan eyrnamerkt hverju barni. Hér þarf að huga að því að ábyrgðin verður foreldranna og staða barna og foreldra þeirra er ansi misjöfn. Ekki hafa öll börn sömu tækifæri til að afla fjár með þessum hætti og sem dæmi má nefna að sum börn eiga foreldra sem ekki eru á vinnumarkaði, eru af erlendum uppruna og /eða hafa lítið tengslanet. Mikilvægt er að öllum börnum sé gert kleift að taka þátt í öllu því starfi sem er á vegum skóla, eða annars starfs tengdu skólanum svo sem foreldrafélaga eða frístundaheimila og sé ekki mismunað vegna stöðu þeirra. Jafnframt er mikilvægt að öll börn hafi tækifæri til að sinna tómstundum utan skólatíma og í skólafríum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi kalla eftir stefnu frá stjórnvöldum hvað varðar rétt allra barna til tómstunda, leikja og skemmtana án þess að þeim sé mismunað vegna stöðu foreldra sinna sem þau bera svo sannarlega ekki ábyrgð á. Barnaheill vilja jafnframt hvetja alla þá sem vinna með börnum eða að málefnum þeirra, að tryggja öllum börnum þann rétt sem þau eiga samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og að þeim sé ekki mismunað. Þannig megi öll börn þroskast og dafna, uppgötva hæfileika sína og nýta þau tækifæri sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Brátt líður að sumri, skólar loka dyrum sínum og börnin flykkjast út til að njóta þess sem sumarið hefur upp á að bjóða; ferðalög, leiki, námskeið og samveru við fjölskyldu og vini. Ólíkt grunnskólanum, sem er kjölfesta allra barna, er frítíminn eins misjafn og aðstæður barnanna leyfa. Frítíminn getur nefnilega verið dýrt spaug. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest, eiga öll börn rétt á grunnmenntun án endurgjalds. Þau eiga rétt á tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra og þroska. Jafnframt er í Barnasáttmálanum kveðið á um að ekki megi mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra, svo sem vegna efnahags. Skólinn er hornsteinn jafnræðis í samfélaginu og þar gefst einstakt tækifæri til að jafna aðstöðu barna. Hér á landi er almennt lítill munur á milli skóla og í flestum íslenskum skólum er að finna þverskurð íslensks samfélags. Það er í skólanum sem mörg börn kynnast hinu fjölbreytta samfélagi lista, menningar og íþrótta. Þau uppgötva eigin hæfileika og áhugasvið og finna þeim gjarnan farveg til lífstíðar. Því miður er það þó svo, að sökum efnahagslegrar stöðu foreldra sinna, hafa ekki öll börn á Íslandi tækifæri til að rækta áhugamál sín, stunda tómstundir utan skólatíma eða nýta sér hin fjölbreyttu tækifæri sem börnum bjóðast í skólafríum. Þó að grunnskólinn sé gjaldfrjáls hafa börn gjarnan þurft að greiða fyrir ýmislegt sem tengist skólanum, svo sem fyrir námsgögn, skemmtanir og ferðalög. Nú þegar líður að vori senda sumir skólar út lista yfir námsgögn sem börn þurfa til skólagöngunnar haustið 2015 og skólinn gerir ráð fyrir að foreldrar útvegi. Mikilvægt er að árétta að öll þau gögn sem gert er ráð fyrir að börn noti fyrir skólann ætti skólinn að útvega án endurgjalds. Börnum sé ekki mismunað Til að gera börnum kleift að taka þátt í kostnaðarsömum viðburðum á vegum skóla eða tómstundafélaga hefur það víða tíðkast að börnin eru látin safna fé með því að selja vinum og vandamönnum ýmsan varning og jafnvel er salan eyrnamerkt hverju barni. Hér þarf að huga að því að ábyrgðin verður foreldranna og staða barna og foreldra þeirra er ansi misjöfn. Ekki hafa öll börn sömu tækifæri til að afla fjár með þessum hætti og sem dæmi má nefna að sum börn eiga foreldra sem ekki eru á vinnumarkaði, eru af erlendum uppruna og /eða hafa lítið tengslanet. Mikilvægt er að öllum börnum sé gert kleift að taka þátt í öllu því starfi sem er á vegum skóla, eða annars starfs tengdu skólanum svo sem foreldrafélaga eða frístundaheimila og sé ekki mismunað vegna stöðu þeirra. Jafnframt er mikilvægt að öll börn hafi tækifæri til að sinna tómstundum utan skólatíma og í skólafríum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi kalla eftir stefnu frá stjórnvöldum hvað varðar rétt allra barna til tómstunda, leikja og skemmtana án þess að þeim sé mismunað vegna stöðu foreldra sinna sem þau bera svo sannarlega ekki ábyrgð á. Barnaheill vilja jafnframt hvetja alla þá sem vinna með börnum eða að málefnum þeirra, að tryggja öllum börnum þann rétt sem þau eiga samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og að þeim sé ekki mismunað. Þannig megi öll börn þroskast og dafna, uppgötva hæfileika sína og nýta þau tækifæri sem samfélagið hefur upp á að bjóða.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar