Kjartan Steinbach: Dómararnir hjálpuðu Katar í úrslit Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. febrúar 2015 07:30 Pólverjar voru brjálaðir eftir að hafa tapað fyrir Katar í undanúrslitum HM. vísir/getty Umræðan í kringum lið Katar á nýafstöðnu HM er ekkert sérstaklega jákvæð. Það var áhugavert að þjálfarar og leikmenn margra liða veigruðu sér við að ræða dómgæsluna í leikjum liðsins á mótinu. Pólverjar sprungu þó eftir undanúrslitaleikinn gegn Katar. Þeir klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leikinn og einn þeirra sagði að allir gætu séð að það hafi verið löngu búið að ákveða úrslit leiksins. Hann sagði líka að dómarar leiksins ættu aldrei að fá að dæma aftur.Sjá einnig:Búið að ákveða úrslitin fyrir leik „Ég get ekki fullyrt neitt um spillingu en ég get sagt mína skoðun. Mér fannst lykta af því að það væri verið að dæma viljandi með Katar,“ segir Kjartan Steinbach en hann var formaður dómaranefndar Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, í ein átta ár og þekkir þessi mál vel sem og mennina sem standa í kringum dómaramálin.Kjartan Steinbach, eftirlitsdómari HSÍ og IHF„Það var farið að túlka reglurnar öðruvísi núna. Þessi túlkun gerir það að verkum að ef dómararnir vilja vera óheiðarlegir þá geta þeir falið það betur.“ Þegar komið var út í útsláttarkeppnina fannst flestum áhorfendum sem það hallaði verulega á andstæðinga Katar. Kjartan er sammála því. „Ef við teljum frá 16-liða úrslitunum þá fannst mér Katarbúar hagnast á dómgæslunni í öllum þremur leikjum sínum á leið í úrslitin. Þetta lítur út eins og að þeim hafi verið hjálpað í úrslit,“ segir Kjartan en hann segir aftur á móti að Katarar hafi ekki fengið dómgæsluna áberandi með sér í úrslitaleiknum gegn Frökkum. Katar vann þrjá leiki í útsláttarkeppninni til þess að komast í úrslit. Dómararnir í þeim leikjum voru frá Króatíu, Makedóníu og Serbíu.Patrekur Jóhannesson fór illa út úr viðureign sinni við Katar.vísir/afpFeðgar með völdin Formaður dómaranefndar EHF, Dragan Nachevski, var þar að auki eftirlitsmaður á ritaraborðinu í leikjum Katar í átta liða og undanúrslitaleiknum. Hann er líka í dómaranefnd IHF og sonur hans var annar dómaranna í leiknum í 8-liða úrslitunum gegn Þýskalandi.Sjá einnig:Hálfs árs bann fyrir mótmæli Pólverja „Mér fannst það mjög undarlegt. Ég hefði aldrei samþykkt að hafa kallinn á borðinu þegar sonurinn er að dæma ef ég hefði enn verið að stýra málum þarna. Ég hefði enn síður samþykkt að hafa hann á borðinu í undanúrslitaleiknum og þá var hann í þeirri stöðu að ráða öllu á ritaraborðinu,“ segir Kjartan. Þó svo ekki margir hafi þorað að tjá sig á HM þá býst Kjartan við því að menn fari að gera það núna. „Það munu ýmsir menn opna sig. Menn sem vildu ekki opna munninn í Katar. Okkar þjálfarar í Katar með erlendu liðin fóru til að mynda mjög varlega í öllu sem þeir sögðu. Það var ekki fyrr en eftir undanúrslitaleikinn sem menn létu í sér heyra. Einn Pólverjinn var þá dæmdur í sex mánaða bann og það bann er byggt á skýrslu Dragans Nachevski. Það veit ég. Ég held að sú umræða sem fer í gang núna verði þess valdandi að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af dómgæslunni þegar upp er staðið.“ HM 2015 í Katar Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
Umræðan í kringum lið Katar á nýafstöðnu HM er ekkert sérstaklega jákvæð. Það var áhugavert að þjálfarar og leikmenn margra liða veigruðu sér við að ræða dómgæsluna í leikjum liðsins á mótinu. Pólverjar sprungu þó eftir undanúrslitaleikinn gegn Katar. Þeir klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leikinn og einn þeirra sagði að allir gætu séð að það hafi verið löngu búið að ákveða úrslit leiksins. Hann sagði líka að dómarar leiksins ættu aldrei að fá að dæma aftur.Sjá einnig:Búið að ákveða úrslitin fyrir leik „Ég get ekki fullyrt neitt um spillingu en ég get sagt mína skoðun. Mér fannst lykta af því að það væri verið að dæma viljandi með Katar,“ segir Kjartan Steinbach en hann var formaður dómaranefndar Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, í ein átta ár og þekkir þessi mál vel sem og mennina sem standa í kringum dómaramálin.Kjartan Steinbach, eftirlitsdómari HSÍ og IHF„Það var farið að túlka reglurnar öðruvísi núna. Þessi túlkun gerir það að verkum að ef dómararnir vilja vera óheiðarlegir þá geta þeir falið það betur.“ Þegar komið var út í útsláttarkeppnina fannst flestum áhorfendum sem það hallaði verulega á andstæðinga Katar. Kjartan er sammála því. „Ef við teljum frá 16-liða úrslitunum þá fannst mér Katarbúar hagnast á dómgæslunni í öllum þremur leikjum sínum á leið í úrslitin. Þetta lítur út eins og að þeim hafi verið hjálpað í úrslit,“ segir Kjartan en hann segir aftur á móti að Katarar hafi ekki fengið dómgæsluna áberandi með sér í úrslitaleiknum gegn Frökkum. Katar vann þrjá leiki í útsláttarkeppninni til þess að komast í úrslit. Dómararnir í þeim leikjum voru frá Króatíu, Makedóníu og Serbíu.Patrekur Jóhannesson fór illa út úr viðureign sinni við Katar.vísir/afpFeðgar með völdin Formaður dómaranefndar EHF, Dragan Nachevski, var þar að auki eftirlitsmaður á ritaraborðinu í leikjum Katar í átta liða og undanúrslitaleiknum. Hann er líka í dómaranefnd IHF og sonur hans var annar dómaranna í leiknum í 8-liða úrslitunum gegn Þýskalandi.Sjá einnig:Hálfs árs bann fyrir mótmæli Pólverja „Mér fannst það mjög undarlegt. Ég hefði aldrei samþykkt að hafa kallinn á borðinu þegar sonurinn er að dæma ef ég hefði enn verið að stýra málum þarna. Ég hefði enn síður samþykkt að hafa hann á borðinu í undanúrslitaleiknum og þá var hann í þeirri stöðu að ráða öllu á ritaraborðinu,“ segir Kjartan. Þó svo ekki margir hafi þorað að tjá sig á HM þá býst Kjartan við því að menn fari að gera það núna. „Það munu ýmsir menn opna sig. Menn sem vildu ekki opna munninn í Katar. Okkar þjálfarar í Katar með erlendu liðin fóru til að mynda mjög varlega í öllu sem þeir sögðu. Það var ekki fyrr en eftir undanúrslitaleikinn sem menn létu í sér heyra. Einn Pólverjinn var þá dæmdur í sex mánaða bann og það bann er byggt á skýrslu Dragans Nachevski. Það veit ég. Ég held að sú umræða sem fer í gang núna verði þess valdandi að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af dómgæslunni þegar upp er staðið.“
HM 2015 í Katar Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira