Viðskipti innlent

Markaðurinn í dag: Syndir á móti straumnum

Elísabet Grétarsdóttir verður markaðsstjóri tölvuleikjarins Battlefield, sem DICE, dótturfélag EA Games, gefur út. Hún hefur mikla reynslu af markaðsstarfi og hefur unnið bæði hjá CCP og Arion banka Elísabet er í ítarlegu viðtali við Markaðinn.

Nefnd sem vinnur tillögur um heildarskipulag Seðlabanka Íslands ætlar að skila af sér tillögum fyrir lok mánaðar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, áformar að leggja fram frumvarp byggt á þeirri vinnu fyrir lok mars.

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, kallar eftir auknu gegnsæi þegar gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands tekur afstöðu til undanþágubeiðna. Þetta er meðal þess sem má lesa í Markaðnum. Þá eru Skjóðan og Stjórnarmaðurinn á sínum stað. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×