Kvenfélagið Hringurinn fagnar 111 ára afmæli Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. janúar 2015 08:15 Sonja Egilsdóttir tók við formannsembætti Hringsins í maí í fyrra. vísir/stefán Um þessar mundir á kvenfélagið Hringurinn 111 ára afmæli. Markmið félagsins er, og hefur alltaf verið, að vinna að líknar- og mannúðarmálum sérstaklega í þágu barna. „Í félaginu eru um 350 konur sem eru mjög samstilltar og áhugasamar um starfið,“ segir Sonja Egilsdóttir, formaður félagsins. Sonja tók við starfinu í maí í fyrra en á árinu gaf félagið gjafir og styrki fyrir 140 milljónir króna. „Á 110 ára afmæli félagsins í fyrra afhentum við Barnaspítala Hringsins 110 milljónir króna, eina milljón fyrir hvert ár sem félagið hefur verið til,“ segir Sonja. Þrjátíu milljónum var því varið að auki í önnur verkefni á árinu. Auk áðurnefndra milljóna hlaut Barnaspítali Hringsins hjartalínuritstæki á hjólastandi, tíu pela- og sprautuhitara auk ristil- og magaspeglunartækja. Græjurnar voru keyptar fyrir fjármuni, alls sex milljónir króna, sem söfnuðust í bjóráskorun á meðal notenda samskiptavefsins Facebook. Barna- og unglingageðdeild Landspítalans hlaut nauðsynlegan búnað í læknisskoðunarherbergi, fósturgreiningardeild kvennadeildar LSH ómskoðunartæki, svæfinga- og gjörgæsludeild LSH sérhæft tæki til barkaþræðingar í börnum og gjörgæslu- og vöknunardeild LSH fékk fjármagn til að bæta aðstöðu í aðstandendarýmum. Að auki hlutu Ísbjörninn Hringur, Sjónarhóll, Rjóðrið, Dropinn og Lyngás styrki. „Starfið í ár verður mjög hefðbundið hjá okkur. Helstu fjáraflanirnar okkar eru jólabasarinn, jólakortin og jólakaffið okkar,“ segir Sonja. Vinna við undirbúning þessara viðburða stendur allan veturinn. Yfir vetrarmánuðina hittist hópur tvisvar í viku til að vinna handavinnu sem verður til sölu á jólabasarnum. Sá fer yfirleitt fram fyrsta sunnudag í nóvembermánuði. Í mars hefjast þær handa við að undirbúa jólakortasöluna. Kortin eru sett upp og send í prentun. Í september byrjar vinna við að brjóta kortin saman og setja í umslög. Það verk vinna um þrjátíu konur einu sinni í viku fram að jólamánuðinum. „Allt okkar starf er unnið í sjálfboðavinnu. Það er engin yfirbygging hjá okkur heldur fer allt beint í styrki,“ segir Sonja. „Ef við sjáum einhvers staðar þörf fyrir styrki leggjum við enn meir á okkur til að hjálpa.“ Í tilefni afmælisins munu Hringskonur hafa afmæliskaffi fyrir meðlimi félagsins um komandi helgi. Öðrum velunnurum sem vilja halda upp á daginn er bent á að alltaf er hægt að styrkja félagið en reikningsupplýsingar þess má finna á heimasíðunni hringurinn.is. Tengdar fréttir Gáfu Barnaspítala Hringsins 110 milljónir Kvenfélagið Hringurinn fagnaði 110 ára afmæli sínu og veitti af því tilefni Barnaspítala Hringsins 110 milljón króna gjöf. 26. janúar 2014 20:00 „Þær eru ótrúlegar þessar Hringskonur“ Ákveðið hefur verið að Kvenfélagið Hringurinn styrki ráðgjafarmiðstöðina Sjónarhól, sem veitir foreldrum barna með sérþarfir ráðgjöf, um fimm milljónir á ári næstu þrjú árin. 23. mars 2014 09:39 Tæplega fimm milljónir til Hringsins í kjölfar bjórþambs "Í morgun voru komnar 4,9 milljónir inn á reikning Hringsins og er sífellt að aukast. Þetta veldur bara undrun og gleði.“ 27. febrúar 2014 16:46 Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Sjá meira
Um þessar mundir á kvenfélagið Hringurinn 111 ára afmæli. Markmið félagsins er, og hefur alltaf verið, að vinna að líknar- og mannúðarmálum sérstaklega í þágu barna. „Í félaginu eru um 350 konur sem eru mjög samstilltar og áhugasamar um starfið,“ segir Sonja Egilsdóttir, formaður félagsins. Sonja tók við starfinu í maí í fyrra en á árinu gaf félagið gjafir og styrki fyrir 140 milljónir króna. „Á 110 ára afmæli félagsins í fyrra afhentum við Barnaspítala Hringsins 110 milljónir króna, eina milljón fyrir hvert ár sem félagið hefur verið til,“ segir Sonja. Þrjátíu milljónum var því varið að auki í önnur verkefni á árinu. Auk áðurnefndra milljóna hlaut Barnaspítali Hringsins hjartalínuritstæki á hjólastandi, tíu pela- og sprautuhitara auk ristil- og magaspeglunartækja. Græjurnar voru keyptar fyrir fjármuni, alls sex milljónir króna, sem söfnuðust í bjóráskorun á meðal notenda samskiptavefsins Facebook. Barna- og unglingageðdeild Landspítalans hlaut nauðsynlegan búnað í læknisskoðunarherbergi, fósturgreiningardeild kvennadeildar LSH ómskoðunartæki, svæfinga- og gjörgæsludeild LSH sérhæft tæki til barkaþræðingar í börnum og gjörgæslu- og vöknunardeild LSH fékk fjármagn til að bæta aðstöðu í aðstandendarýmum. Að auki hlutu Ísbjörninn Hringur, Sjónarhóll, Rjóðrið, Dropinn og Lyngás styrki. „Starfið í ár verður mjög hefðbundið hjá okkur. Helstu fjáraflanirnar okkar eru jólabasarinn, jólakortin og jólakaffið okkar,“ segir Sonja. Vinna við undirbúning þessara viðburða stendur allan veturinn. Yfir vetrarmánuðina hittist hópur tvisvar í viku til að vinna handavinnu sem verður til sölu á jólabasarnum. Sá fer yfirleitt fram fyrsta sunnudag í nóvembermánuði. Í mars hefjast þær handa við að undirbúa jólakortasöluna. Kortin eru sett upp og send í prentun. Í september byrjar vinna við að brjóta kortin saman og setja í umslög. Það verk vinna um þrjátíu konur einu sinni í viku fram að jólamánuðinum. „Allt okkar starf er unnið í sjálfboðavinnu. Það er engin yfirbygging hjá okkur heldur fer allt beint í styrki,“ segir Sonja. „Ef við sjáum einhvers staðar þörf fyrir styrki leggjum við enn meir á okkur til að hjálpa.“ Í tilefni afmælisins munu Hringskonur hafa afmæliskaffi fyrir meðlimi félagsins um komandi helgi. Öðrum velunnurum sem vilja halda upp á daginn er bent á að alltaf er hægt að styrkja félagið en reikningsupplýsingar þess má finna á heimasíðunni hringurinn.is.
Tengdar fréttir Gáfu Barnaspítala Hringsins 110 milljónir Kvenfélagið Hringurinn fagnaði 110 ára afmæli sínu og veitti af því tilefni Barnaspítala Hringsins 110 milljón króna gjöf. 26. janúar 2014 20:00 „Þær eru ótrúlegar þessar Hringskonur“ Ákveðið hefur verið að Kvenfélagið Hringurinn styrki ráðgjafarmiðstöðina Sjónarhól, sem veitir foreldrum barna með sérþarfir ráðgjöf, um fimm milljónir á ári næstu þrjú árin. 23. mars 2014 09:39 Tæplega fimm milljónir til Hringsins í kjölfar bjórþambs "Í morgun voru komnar 4,9 milljónir inn á reikning Hringsins og er sífellt að aukast. Þetta veldur bara undrun og gleði.“ 27. febrúar 2014 16:46 Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Sjá meira
Gáfu Barnaspítala Hringsins 110 milljónir Kvenfélagið Hringurinn fagnaði 110 ára afmæli sínu og veitti af því tilefni Barnaspítala Hringsins 110 milljón króna gjöf. 26. janúar 2014 20:00
„Þær eru ótrúlegar þessar Hringskonur“ Ákveðið hefur verið að Kvenfélagið Hringurinn styrki ráðgjafarmiðstöðina Sjónarhól, sem veitir foreldrum barna með sérþarfir ráðgjöf, um fimm milljónir á ári næstu þrjú árin. 23. mars 2014 09:39
Tæplega fimm milljónir til Hringsins í kjölfar bjórþambs "Í morgun voru komnar 4,9 milljónir inn á reikning Hringsins og er sífellt að aukast. Þetta veldur bara undrun og gleði.“ 27. febrúar 2014 16:46
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist