Seðlabankastjóri segir vexti í nágrannalöndum of lága Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 22. nóvember 2015 14:19 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að vextir á Íslandi séu ekki endilega of háir. Vextir í nágrannalöndunum séu of lágir og það skapi vandamál fyrir peningastefnuna þar. Það auki hættuna á bólumyndun í hagkerfinu, ýti undir áhættuhegðun og sé almennt hættulegt fyrir fjármálastöðugleika. Menn hafa gagnrýnt vaxtaokur á Íslandi, meðal annars forsætisráðherra landsins. Bent er á að lagðir séu háir vextir á verðtryggingu og slíkt sé ekki eðlilegt. Algengt er að bera vaxtastigið hér saman við Norðurlönd, þar sem vextir séu almennt mjög lágir. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sem var gestur í þættinum Sprengisandi í morgun er á annarri skoðun. „Ég held kannski sérstaklega í Danmörku og Svíþjóð að þá er það bara þannig að þeir hafa mjög miklar áhyggjur af þessari stöðu mjög eðlilega. Vegna hvers? Því hvað eru vextir? Jú, vextir eru afgjald fyrir að nota lánsfjármagn. Við þekkjum það bara á sögunni að lánsfjármagn getur verið hættulegt og getur verið hættulegt í of miklu magni. Ef að vextirnir eru of lágir þá er sú freistni og tilhneiging að skuldsetja sig of mikið og þú ræður kannski við það á meðan vextirnir eru á þessu lága stigi en svo kemur að því að þeir hækka og þá ertu kominn í vandræði,“ sagði Már. Hann sagði Svía til að mynda neyðast til að hafa svo lága vexti vegna þrýstings frá peningastefnu Evrópska seðlabankans. „Það eru lægri vextir en myndu henta sænska þjóðarbúinu og sama á við um Danmörku en þó aðeins í minna mæli. Á sama tíma er fasteignamarkaðurinn í Svíþjóð yfirspenntur og skuldir heimila vaxa á ógnarhraða og af þessu hafa menn bara miklar áhyggjur.“ Tengdar fréttir Miklu betri vaxtakjör með öðrum gjaldmiðli en krónu Aðalhagfræðingur Landsbankans segir að Íslendingar fengju miklu betri kjör á íbúðalánum ef hér væri notaður annar gjaldmiðill, til dæmis evra. Vaxtakjör á hinum Norðurlöndunum eru mun betri, en víða bjóðast þar 1,3 til 1,5 prósent nafnvextir á húsnæðislánum. 26. október 2015 18:30 Seðlabankinn óttast að vaxtahækkanir bíti síður Seðlabankinn óttast að stýrivaxtahækkanir muni hafa minni áhrif á útlánavexti og þar með möguleika bankans til að slá á þenslu í hagkerfinu í kjölfar aukinna fjárfestinga erlendra aðila á skuldabréfamarkaði. Peningastefnunefnd tilkynnti í gær að stýrivextir hefðu verið hækkaðir um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 5,75 prósent. 5. nóvember 2015 09:00 Segir Seðlabankann lafandi hræddan kynda undir verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson fór ófögrum orðum um stýrivaxtahækkun Seðlabankans á Alþingi í dag. 4. nóvember 2015 16:00 Óskiljanleg hækkun stýrivaxta að mati verkalýðsforingja Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í þriðja sinn á þessu ári í morgun. 4. nóvember 2015 12:49 Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að vextir á Íslandi séu ekki endilega of háir. Vextir í nágrannalöndunum séu of lágir og það skapi vandamál fyrir peningastefnuna þar. Það auki hættuna á bólumyndun í hagkerfinu, ýti undir áhættuhegðun og sé almennt hættulegt fyrir fjármálastöðugleika. Menn hafa gagnrýnt vaxtaokur á Íslandi, meðal annars forsætisráðherra landsins. Bent er á að lagðir séu háir vextir á verðtryggingu og slíkt sé ekki eðlilegt. Algengt er að bera vaxtastigið hér saman við Norðurlönd, þar sem vextir séu almennt mjög lágir. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sem var gestur í þættinum Sprengisandi í morgun er á annarri skoðun. „Ég held kannski sérstaklega í Danmörku og Svíþjóð að þá er það bara þannig að þeir hafa mjög miklar áhyggjur af þessari stöðu mjög eðlilega. Vegna hvers? Því hvað eru vextir? Jú, vextir eru afgjald fyrir að nota lánsfjármagn. Við þekkjum það bara á sögunni að lánsfjármagn getur verið hættulegt og getur verið hættulegt í of miklu magni. Ef að vextirnir eru of lágir þá er sú freistni og tilhneiging að skuldsetja sig of mikið og þú ræður kannski við það á meðan vextirnir eru á þessu lága stigi en svo kemur að því að þeir hækka og þá ertu kominn í vandræði,“ sagði Már. Hann sagði Svía til að mynda neyðast til að hafa svo lága vexti vegna þrýstings frá peningastefnu Evrópska seðlabankans. „Það eru lægri vextir en myndu henta sænska þjóðarbúinu og sama á við um Danmörku en þó aðeins í minna mæli. Á sama tíma er fasteignamarkaðurinn í Svíþjóð yfirspenntur og skuldir heimila vaxa á ógnarhraða og af þessu hafa menn bara miklar áhyggjur.“
Tengdar fréttir Miklu betri vaxtakjör með öðrum gjaldmiðli en krónu Aðalhagfræðingur Landsbankans segir að Íslendingar fengju miklu betri kjör á íbúðalánum ef hér væri notaður annar gjaldmiðill, til dæmis evra. Vaxtakjör á hinum Norðurlöndunum eru mun betri, en víða bjóðast þar 1,3 til 1,5 prósent nafnvextir á húsnæðislánum. 26. október 2015 18:30 Seðlabankinn óttast að vaxtahækkanir bíti síður Seðlabankinn óttast að stýrivaxtahækkanir muni hafa minni áhrif á útlánavexti og þar með möguleika bankans til að slá á þenslu í hagkerfinu í kjölfar aukinna fjárfestinga erlendra aðila á skuldabréfamarkaði. Peningastefnunefnd tilkynnti í gær að stýrivextir hefðu verið hækkaðir um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 5,75 prósent. 5. nóvember 2015 09:00 Segir Seðlabankann lafandi hræddan kynda undir verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson fór ófögrum orðum um stýrivaxtahækkun Seðlabankans á Alþingi í dag. 4. nóvember 2015 16:00 Óskiljanleg hækkun stýrivaxta að mati verkalýðsforingja Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í þriðja sinn á þessu ári í morgun. 4. nóvember 2015 12:49 Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Sjá meira
Miklu betri vaxtakjör með öðrum gjaldmiðli en krónu Aðalhagfræðingur Landsbankans segir að Íslendingar fengju miklu betri kjör á íbúðalánum ef hér væri notaður annar gjaldmiðill, til dæmis evra. Vaxtakjör á hinum Norðurlöndunum eru mun betri, en víða bjóðast þar 1,3 til 1,5 prósent nafnvextir á húsnæðislánum. 26. október 2015 18:30
Seðlabankinn óttast að vaxtahækkanir bíti síður Seðlabankinn óttast að stýrivaxtahækkanir muni hafa minni áhrif á útlánavexti og þar með möguleika bankans til að slá á þenslu í hagkerfinu í kjölfar aukinna fjárfestinga erlendra aðila á skuldabréfamarkaði. Peningastefnunefnd tilkynnti í gær að stýrivextir hefðu verið hækkaðir um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 5,75 prósent. 5. nóvember 2015 09:00
Segir Seðlabankann lafandi hræddan kynda undir verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson fór ófögrum orðum um stýrivaxtahækkun Seðlabankans á Alþingi í dag. 4. nóvember 2015 16:00
Óskiljanleg hækkun stýrivaxta að mati verkalýðsforingja Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í þriðja sinn á þessu ári í morgun. 4. nóvember 2015 12:49