Seðlabankinn óttast að vaxtahækkanir bíti síður Ingvar Haraldsson skrifar 5. nóvember 2015 09:00 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sagði lítið aðhald í ríkisfjármálum áhyggjuefni. vísir/anton Seðlabankinn óttast að stýrivaxtahækkanir muni hafa minni áhrif á útlánavexti og þar með möguleika bankans til að slá á þenslu í hagkerfinu í kjölfar aukinna fjárfestinga erlendra aðila á skuldabréfamarkaði. Peningastefnunefnd tilkynnti í gær að stýrivextir hefðu verið hækkaðir um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 5,75 prósent. Fjárfesting erlendra aðila sem nýta sér vaxtamun milli Íslands og útlanda hefur aukist verulega frá því í sumar. Þetta hefur meðal annars haft í för með sér að vextir á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum hafa lækkað talsvert. Í kjölfarið hafa Arion banki og Lífeyrissjóður verslunarmanna lækkað vexti af íbúðalánum, þvert á vaxtahækkanir Seðlabankans. „Við óttumst það að þessi farvegur peningastefnunnar, frá okkar vöxtum yfir í markaðsvexti og þaðan niður í vexti til heimila og fyrirtækja, sé að stíflast eða brotna,“ sagði Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Þórarinn benti á að haldi þessi þróun áfram muni stýrivaxtahækkanir frekar hafa áhrif á hagkerfið í gegnum styrkingu á gengi krónunnar. Erfiðara sé að treysta á þá leið auk þess sem hún muni draga úr viðskiptaafgangi. Þess vegna sé brýnt að stjórnvöld vinni með Seðlabankanum við að slá á þenslu í hagkerfinu. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar kom fram að fjárlagafrumvarpið feli í sér slaka í aðhaldi ríkisfjármálanna. „Það er að gerast á sama tíma og er að herða að í peningamálum. Þá erum við aftur komin með þessa óheppilegu hagstjórnarblöndu þar sem tveir armar hagstjórnarinnar eru að fara hvor í sína áttina og við höfum ekki góða reynslu af þessu,“ sagði Þórarinn. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af þessari óheppilegu hagstjórnarblöndu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í gær að vegna þessarar þróunar myndi Seðlabankinn flýta vinnu sem snúi að reglum sem takmarka eiga vaxtamunarviðskipti. Tillögu frá Seðlabankanum sé að vænta á næstu mánuðum. Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Seðlabankinn óttast að stýrivaxtahækkanir muni hafa minni áhrif á útlánavexti og þar með möguleika bankans til að slá á þenslu í hagkerfinu í kjölfar aukinna fjárfestinga erlendra aðila á skuldabréfamarkaði. Peningastefnunefnd tilkynnti í gær að stýrivextir hefðu verið hækkaðir um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 5,75 prósent. Fjárfesting erlendra aðila sem nýta sér vaxtamun milli Íslands og útlanda hefur aukist verulega frá því í sumar. Þetta hefur meðal annars haft í för með sér að vextir á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum hafa lækkað talsvert. Í kjölfarið hafa Arion banki og Lífeyrissjóður verslunarmanna lækkað vexti af íbúðalánum, þvert á vaxtahækkanir Seðlabankans. „Við óttumst það að þessi farvegur peningastefnunnar, frá okkar vöxtum yfir í markaðsvexti og þaðan niður í vexti til heimila og fyrirtækja, sé að stíflast eða brotna,“ sagði Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Þórarinn benti á að haldi þessi þróun áfram muni stýrivaxtahækkanir frekar hafa áhrif á hagkerfið í gegnum styrkingu á gengi krónunnar. Erfiðara sé að treysta á þá leið auk þess sem hún muni draga úr viðskiptaafgangi. Þess vegna sé brýnt að stjórnvöld vinni með Seðlabankanum við að slá á þenslu í hagkerfinu. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar kom fram að fjárlagafrumvarpið feli í sér slaka í aðhaldi ríkisfjármálanna. „Það er að gerast á sama tíma og er að herða að í peningamálum. Þá erum við aftur komin með þessa óheppilegu hagstjórnarblöndu þar sem tveir armar hagstjórnarinnar eru að fara hvor í sína áttina og við höfum ekki góða reynslu af þessu,“ sagði Þórarinn. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af þessari óheppilegu hagstjórnarblöndu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í gær að vegna þessarar þróunar myndi Seðlabankinn flýta vinnu sem snúi að reglum sem takmarka eiga vaxtamunarviðskipti. Tillögu frá Seðlabankanum sé að vænta á næstu mánuðum.
Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira