Seðlabankinn óttast að vaxtahækkanir bíti síður Ingvar Haraldsson skrifar 5. nóvember 2015 09:00 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sagði lítið aðhald í ríkisfjármálum áhyggjuefni. vísir/anton Seðlabankinn óttast að stýrivaxtahækkanir muni hafa minni áhrif á útlánavexti og þar með möguleika bankans til að slá á þenslu í hagkerfinu í kjölfar aukinna fjárfestinga erlendra aðila á skuldabréfamarkaði. Peningastefnunefnd tilkynnti í gær að stýrivextir hefðu verið hækkaðir um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 5,75 prósent. Fjárfesting erlendra aðila sem nýta sér vaxtamun milli Íslands og útlanda hefur aukist verulega frá því í sumar. Þetta hefur meðal annars haft í för með sér að vextir á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum hafa lækkað talsvert. Í kjölfarið hafa Arion banki og Lífeyrissjóður verslunarmanna lækkað vexti af íbúðalánum, þvert á vaxtahækkanir Seðlabankans. „Við óttumst það að þessi farvegur peningastefnunnar, frá okkar vöxtum yfir í markaðsvexti og þaðan niður í vexti til heimila og fyrirtækja, sé að stíflast eða brotna,“ sagði Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Þórarinn benti á að haldi þessi þróun áfram muni stýrivaxtahækkanir frekar hafa áhrif á hagkerfið í gegnum styrkingu á gengi krónunnar. Erfiðara sé að treysta á þá leið auk þess sem hún muni draga úr viðskiptaafgangi. Þess vegna sé brýnt að stjórnvöld vinni með Seðlabankanum við að slá á þenslu í hagkerfinu. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar kom fram að fjárlagafrumvarpið feli í sér slaka í aðhaldi ríkisfjármálanna. „Það er að gerast á sama tíma og er að herða að í peningamálum. Þá erum við aftur komin með þessa óheppilegu hagstjórnarblöndu þar sem tveir armar hagstjórnarinnar eru að fara hvor í sína áttina og við höfum ekki góða reynslu af þessu,“ sagði Þórarinn. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af þessari óheppilegu hagstjórnarblöndu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í gær að vegna þessarar þróunar myndi Seðlabankinn flýta vinnu sem snúi að reglum sem takmarka eiga vaxtamunarviðskipti. Tillögu frá Seðlabankanum sé að vænta á næstu mánuðum. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Seðlabankinn óttast að stýrivaxtahækkanir muni hafa minni áhrif á útlánavexti og þar með möguleika bankans til að slá á þenslu í hagkerfinu í kjölfar aukinna fjárfestinga erlendra aðila á skuldabréfamarkaði. Peningastefnunefnd tilkynnti í gær að stýrivextir hefðu verið hækkaðir um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 5,75 prósent. Fjárfesting erlendra aðila sem nýta sér vaxtamun milli Íslands og útlanda hefur aukist verulega frá því í sumar. Þetta hefur meðal annars haft í för með sér að vextir á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum hafa lækkað talsvert. Í kjölfarið hafa Arion banki og Lífeyrissjóður verslunarmanna lækkað vexti af íbúðalánum, þvert á vaxtahækkanir Seðlabankans. „Við óttumst það að þessi farvegur peningastefnunnar, frá okkar vöxtum yfir í markaðsvexti og þaðan niður í vexti til heimila og fyrirtækja, sé að stíflast eða brotna,“ sagði Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Þórarinn benti á að haldi þessi þróun áfram muni stýrivaxtahækkanir frekar hafa áhrif á hagkerfið í gegnum styrkingu á gengi krónunnar. Erfiðara sé að treysta á þá leið auk þess sem hún muni draga úr viðskiptaafgangi. Þess vegna sé brýnt að stjórnvöld vinni með Seðlabankanum við að slá á þenslu í hagkerfinu. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar kom fram að fjárlagafrumvarpið feli í sér slaka í aðhaldi ríkisfjármálanna. „Það er að gerast á sama tíma og er að herða að í peningamálum. Þá erum við aftur komin með þessa óheppilegu hagstjórnarblöndu þar sem tveir armar hagstjórnarinnar eru að fara hvor í sína áttina og við höfum ekki góða reynslu af þessu,“ sagði Þórarinn. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af þessari óheppilegu hagstjórnarblöndu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í gær að vegna þessarar þróunar myndi Seðlabankinn flýta vinnu sem snúi að reglum sem takmarka eiga vaxtamunarviðskipti. Tillögu frá Seðlabankanum sé að vænta á næstu mánuðum.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira