Innlent

Gjaldþrot einkahlutafélaga hafa dregist saman

Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Nýskráningum einkahlutafélaga hefur fjölgað síðustu 12 mánuði.
Nýskráningum einkahlutafélaga hefur fjölgað síðustu 12 mánuði. mynd/hagstofan
Nýskráningum einkahlutafélaga hefur fjölgað um 8% síðustu 12 mánuði frá apríl 2014 til mars 2015 samanborið við 12 mánuði þar á undan en 2102 ný félög voru skráð á tímabilinu.

Fjölgun nýskráninga var mest í flokknum sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi eða 58% á síðustu 12 mánuðum.

Gjalþrotum hefur fækkað síðustu 12 mánuðimynd/hagstofan
Gjaldþrot einkahlutafélaga hafa dregist saman um 15% á sama tíma. Alls voru 786 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu.

Gjaldþrotum hefur fækkað mest, eða um 42% í flokknum flutningar og geymsla.

Hægt er að sjá nákvæmt yfirlit um nýskráningu og gjaldþrot á vefsíðu Hagstofunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×