Einmanaleiki og einangrun er versti óvinur ellinnar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 24. desember 2015 07:00 Í amstri og stressi, ekki síst um jólahátíðina, skapast viss hætta á að gamalt fólk gleymist. Hér er átt við fólkið sem vegna aldurs og lasleika kemst ekki ferða sinna eins auðveldlega og áður. Margir eldri borgarar búa einir en aðrir búa á stofnunum. Sem betur fer njóta langflestir þeirra góðrar umönnunar starfsmanna og flestir eiga fjölskyldumeðlimi sem heimsækja þá með reglubundnum hætti.Hlúum vel að eldri borgurum Aðstæður eldri borgara geta verið afar ólíkar. Eldri borgarar sem eiga erfiðast eru þeir sem eru einangraðir og einmana. Þeir sem búa á hjúkrunarheimilum hafa þó félagsskap af sambýlis- og starfsfólkinu. Stundum er nánum ættingjum ekki fyrir að fara en í sumum tilfellum koma þeir, af einhverjum orsökum, einfaldlega ekki í heimsókn. Eldri borgarar sem misst hafa maka sína á árinu eiga sérlega erfitt nú fyrstu jólin eftir missinn. Viðbrigðin eru í mörgum tilfellum átakanleg þegar fólk hefur t.a.m. átt samleið áratugum saman. Þeir sem vinna við að hlúa að eldra fólki eru alla jafna afar næmir á líðan þess og þarfir. Lífshlaupið hefur verið mismunandi eins og gengur og gerist. Fólk sem hefur mætt miklum mótbyr á lífsleiðinni getur verið meyrt og viðkvæmt. Á erfiðum tímum skiptir miklu máli að hafa einhvern hjá sér sem hlustar. Gott faðmlag eða þétt handtak getur gert kraftaverk. Hvort sem um er að ræða unga eða aldna er samvera og nánd iðulega mikilvægasta leiðarljósið. Gott er að hafa í huga að með hvatningu, hrósi, og gleði má iðulega fá brosin til að breikka og glampa í augunum til að skína skærar. Öll getum við án efa lagt eitthvað af mörkum til að sjá til þess að eldri borgararnir í fjölskyldum okkar eigi sem flestar ánægjulegar stundir, geti notið ævidaganna í öryggi og jákvæðu andrúmslofti þar sem það finnur sig velkomið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Í amstri og stressi, ekki síst um jólahátíðina, skapast viss hætta á að gamalt fólk gleymist. Hér er átt við fólkið sem vegna aldurs og lasleika kemst ekki ferða sinna eins auðveldlega og áður. Margir eldri borgarar búa einir en aðrir búa á stofnunum. Sem betur fer njóta langflestir þeirra góðrar umönnunar starfsmanna og flestir eiga fjölskyldumeðlimi sem heimsækja þá með reglubundnum hætti.Hlúum vel að eldri borgurum Aðstæður eldri borgara geta verið afar ólíkar. Eldri borgarar sem eiga erfiðast eru þeir sem eru einangraðir og einmana. Þeir sem búa á hjúkrunarheimilum hafa þó félagsskap af sambýlis- og starfsfólkinu. Stundum er nánum ættingjum ekki fyrir að fara en í sumum tilfellum koma þeir, af einhverjum orsökum, einfaldlega ekki í heimsókn. Eldri borgarar sem misst hafa maka sína á árinu eiga sérlega erfitt nú fyrstu jólin eftir missinn. Viðbrigðin eru í mörgum tilfellum átakanleg þegar fólk hefur t.a.m. átt samleið áratugum saman. Þeir sem vinna við að hlúa að eldra fólki eru alla jafna afar næmir á líðan þess og þarfir. Lífshlaupið hefur verið mismunandi eins og gengur og gerist. Fólk sem hefur mætt miklum mótbyr á lífsleiðinni getur verið meyrt og viðkvæmt. Á erfiðum tímum skiptir miklu máli að hafa einhvern hjá sér sem hlustar. Gott faðmlag eða þétt handtak getur gert kraftaverk. Hvort sem um er að ræða unga eða aldna er samvera og nánd iðulega mikilvægasta leiðarljósið. Gott er að hafa í huga að með hvatningu, hrósi, og gleði má iðulega fá brosin til að breikka og glampa í augunum til að skína skærar. Öll getum við án efa lagt eitthvað af mörkum til að sjá til þess að eldri borgararnir í fjölskyldum okkar eigi sem flestar ánægjulegar stundir, geti notið ævidaganna í öryggi og jákvæðu andrúmslofti þar sem það finnur sig velkomið.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun