Einmanaleiki og einangrun er versti óvinur ellinnar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 24. desember 2015 07:00 Í amstri og stressi, ekki síst um jólahátíðina, skapast viss hætta á að gamalt fólk gleymist. Hér er átt við fólkið sem vegna aldurs og lasleika kemst ekki ferða sinna eins auðveldlega og áður. Margir eldri borgarar búa einir en aðrir búa á stofnunum. Sem betur fer njóta langflestir þeirra góðrar umönnunar starfsmanna og flestir eiga fjölskyldumeðlimi sem heimsækja þá með reglubundnum hætti.Hlúum vel að eldri borgurum Aðstæður eldri borgara geta verið afar ólíkar. Eldri borgarar sem eiga erfiðast eru þeir sem eru einangraðir og einmana. Þeir sem búa á hjúkrunarheimilum hafa þó félagsskap af sambýlis- og starfsfólkinu. Stundum er nánum ættingjum ekki fyrir að fara en í sumum tilfellum koma þeir, af einhverjum orsökum, einfaldlega ekki í heimsókn. Eldri borgarar sem misst hafa maka sína á árinu eiga sérlega erfitt nú fyrstu jólin eftir missinn. Viðbrigðin eru í mörgum tilfellum átakanleg þegar fólk hefur t.a.m. átt samleið áratugum saman. Þeir sem vinna við að hlúa að eldra fólki eru alla jafna afar næmir á líðan þess og þarfir. Lífshlaupið hefur verið mismunandi eins og gengur og gerist. Fólk sem hefur mætt miklum mótbyr á lífsleiðinni getur verið meyrt og viðkvæmt. Á erfiðum tímum skiptir miklu máli að hafa einhvern hjá sér sem hlustar. Gott faðmlag eða þétt handtak getur gert kraftaverk. Hvort sem um er að ræða unga eða aldna er samvera og nánd iðulega mikilvægasta leiðarljósið. Gott er að hafa í huga að með hvatningu, hrósi, og gleði má iðulega fá brosin til að breikka og glampa í augunum til að skína skærar. Öll getum við án efa lagt eitthvað af mörkum til að sjá til þess að eldri borgararnir í fjölskyldum okkar eigi sem flestar ánægjulegar stundir, geti notið ævidaganna í öryggi og jákvæðu andrúmslofti þar sem það finnur sig velkomið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í amstri og stressi, ekki síst um jólahátíðina, skapast viss hætta á að gamalt fólk gleymist. Hér er átt við fólkið sem vegna aldurs og lasleika kemst ekki ferða sinna eins auðveldlega og áður. Margir eldri borgarar búa einir en aðrir búa á stofnunum. Sem betur fer njóta langflestir þeirra góðrar umönnunar starfsmanna og flestir eiga fjölskyldumeðlimi sem heimsækja þá með reglubundnum hætti.Hlúum vel að eldri borgurum Aðstæður eldri borgara geta verið afar ólíkar. Eldri borgarar sem eiga erfiðast eru þeir sem eru einangraðir og einmana. Þeir sem búa á hjúkrunarheimilum hafa þó félagsskap af sambýlis- og starfsfólkinu. Stundum er nánum ættingjum ekki fyrir að fara en í sumum tilfellum koma þeir, af einhverjum orsökum, einfaldlega ekki í heimsókn. Eldri borgarar sem misst hafa maka sína á árinu eiga sérlega erfitt nú fyrstu jólin eftir missinn. Viðbrigðin eru í mörgum tilfellum átakanleg þegar fólk hefur t.a.m. átt samleið áratugum saman. Þeir sem vinna við að hlúa að eldra fólki eru alla jafna afar næmir á líðan þess og þarfir. Lífshlaupið hefur verið mismunandi eins og gengur og gerist. Fólk sem hefur mætt miklum mótbyr á lífsleiðinni getur verið meyrt og viðkvæmt. Á erfiðum tímum skiptir miklu máli að hafa einhvern hjá sér sem hlustar. Gott faðmlag eða þétt handtak getur gert kraftaverk. Hvort sem um er að ræða unga eða aldna er samvera og nánd iðulega mikilvægasta leiðarljósið. Gott er að hafa í huga að með hvatningu, hrósi, og gleði má iðulega fá brosin til að breikka og glampa í augunum til að skína skærar. Öll getum við án efa lagt eitthvað af mörkum til að sjá til þess að eldri borgararnir í fjölskyldum okkar eigi sem flestar ánægjulegar stundir, geti notið ævidaganna í öryggi og jákvæðu andrúmslofti þar sem það finnur sig velkomið.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun