Opið bréf til 10. bekkjar Salaskóla Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 17. september 2015 07:00 Kæru nemendur í 10. bekk Salaskóla. Í vor áttum við frábæran fund í skólanum ykkar. Þið kynntuð fyrir mér ykkar sýn á drög að nýjum markmiðum um sjálfbæra þróun, sem var þá verið að ræða í Sameinuðu þjóðunum í New York. „Heimsmarkmiðin“ eins og líka má kalla þau, eru núna tilbúin og verða samþykkt á stórum fundi þjóðarleiðtoga helgina 25.-27. september. Mig langar að þakka ykkur kærlega fyrir fundinn og alla vinnuna sem þið lögðuð í að kynna ykkur markmiðin og miðla þeim til mín. Ég fann það sterkt að ykkur er greinilega ekki sama um hvað gerist í heiminum okkar og í lífi annars fólks. Þið sýnduð frumkvæði, nálguðust málin á ykkar eigin hátt og höfðuð greinilega áhuga á að finna lausnir sem virka til að gera heiminn að betri stað. Það er einmitt hugsunin á bak við nýju heimsmarkmiðin 17 að hvert og eitt land – og hver og ein manneskja – geti unnið að þessum sameiginlegu markmiðum. Í Sameinuðu þjóðunum eru 193 ríki og styrkleikar þeirra og áskoranir eru misjafnar. Ef við tökum sem dæmi markmið númer eitt og tvö, sem er að binda enda á fátækt og hungur í heiminum, blasir við að í sumum löndum þarf mikið að gerast meðan önnur ríki, til dæmis Ísland, standa mun betur. Þess vegna þurfum við að hjálpa. Það gerum við með þróunarsamvinnu, sem sautjánda heimsmarkmiðið fjallar einmitt um. Þróunarsamvinnan snýst ekki um að senda fólki mat, heldur að hjálpa fólki í samstarfslöndum Íslands að læra að hjálpa sér sjálft.Frá Malaví.Bjóða upp á ýmsar áskoranir Malaví er eitt af samstarfslöndum okkar Íslendinga í Afríku. Það er á stærð við Ísland þótt íbúarnir séu fleiri. Ég fór þangað í heimsókn í sumar og fannst minnisstæðast að heimsækja staði sem skipta máli í lífi venjulegs fólks í Malaví, svo sem skóla og spítala. Ísland styður nú við byggingu nýrrar fæðingardeildar til að tryggja líf og öryggi mæðra og barna í kringum barnsfæðingar. Það er ennþá þannig í Malaví að miklu fleiri börn deyja ung, og miklu fleiri mæður deyja vegna barnsfæðinga heldur en hér á landi. Það gleðilega er að þessar tölur eru að lækka og ég er ánægður að Ísland geti lagt af mörkum við að lækka þær enn meira. Þannig stuðlum við að því að Malaví nái þriðja heimsmarkmiðinu um heilsu og vellíðan, en tvö undirmarkmiða þess fjalla einmitt um mæðra- og barnadauða. Baráttan við að ná þeim tengist svo líka fimmta markmiðinu sem fjallar um kynjajafnrétti og fjórða markmiðinu sem fjallar um menntun fyrir alla. Nýju heimsmarkmiðin tengjast nefnilega mikið innbyrðis. Nýju markmiðin taka gildi í byrjun næsta árs, 2016, og gilda til 2030. Þau munu líka gilda fyrir Ísland og önnur þróuð lönd og bjóða upp á ýmsar áskoranir, svo sem í stjórnun umhverfismála. Þar kemur hreina orkan sem við Íslendingar höfum lært að nýta, sterk inn, en við eins og önnur ríki þurfum að skoða hvernig við getum unnið að markmiðunum hér heima og að heiman. Þið sem nú eruð að byrja í 10. bekk eruð fædd árið 2000. Það var árið sem Sameinuðu þjóðirnar settu sér fyrst þróunarmarkmið. Nú eruð þið fimmtán ára og ný og víðtækari markmið eru sett. Hvernig verður heimurinn þegar þið verðið þrítug og tíma þessara markmiða lýkur? Munu þau nást? Hvað geta Íslendingar gert til þess? Ég veit og vona að þið getið haft áhrif á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru nemendur í 10. bekk Salaskóla. Í vor áttum við frábæran fund í skólanum ykkar. Þið kynntuð fyrir mér ykkar sýn á drög að nýjum markmiðum um sjálfbæra þróun, sem var þá verið að ræða í Sameinuðu þjóðunum í New York. „Heimsmarkmiðin“ eins og líka má kalla þau, eru núna tilbúin og verða samþykkt á stórum fundi þjóðarleiðtoga helgina 25.-27. september. Mig langar að þakka ykkur kærlega fyrir fundinn og alla vinnuna sem þið lögðuð í að kynna ykkur markmiðin og miðla þeim til mín. Ég fann það sterkt að ykkur er greinilega ekki sama um hvað gerist í heiminum okkar og í lífi annars fólks. Þið sýnduð frumkvæði, nálguðust málin á ykkar eigin hátt og höfðuð greinilega áhuga á að finna lausnir sem virka til að gera heiminn að betri stað. Það er einmitt hugsunin á bak við nýju heimsmarkmiðin 17 að hvert og eitt land – og hver og ein manneskja – geti unnið að þessum sameiginlegu markmiðum. Í Sameinuðu þjóðunum eru 193 ríki og styrkleikar þeirra og áskoranir eru misjafnar. Ef við tökum sem dæmi markmið númer eitt og tvö, sem er að binda enda á fátækt og hungur í heiminum, blasir við að í sumum löndum þarf mikið að gerast meðan önnur ríki, til dæmis Ísland, standa mun betur. Þess vegna þurfum við að hjálpa. Það gerum við með þróunarsamvinnu, sem sautjánda heimsmarkmiðið fjallar einmitt um. Þróunarsamvinnan snýst ekki um að senda fólki mat, heldur að hjálpa fólki í samstarfslöndum Íslands að læra að hjálpa sér sjálft.Frá Malaví.Bjóða upp á ýmsar áskoranir Malaví er eitt af samstarfslöndum okkar Íslendinga í Afríku. Það er á stærð við Ísland þótt íbúarnir séu fleiri. Ég fór þangað í heimsókn í sumar og fannst minnisstæðast að heimsækja staði sem skipta máli í lífi venjulegs fólks í Malaví, svo sem skóla og spítala. Ísland styður nú við byggingu nýrrar fæðingardeildar til að tryggja líf og öryggi mæðra og barna í kringum barnsfæðingar. Það er ennþá þannig í Malaví að miklu fleiri börn deyja ung, og miklu fleiri mæður deyja vegna barnsfæðinga heldur en hér á landi. Það gleðilega er að þessar tölur eru að lækka og ég er ánægður að Ísland geti lagt af mörkum við að lækka þær enn meira. Þannig stuðlum við að því að Malaví nái þriðja heimsmarkmiðinu um heilsu og vellíðan, en tvö undirmarkmiða þess fjalla einmitt um mæðra- og barnadauða. Baráttan við að ná þeim tengist svo líka fimmta markmiðinu sem fjallar um kynjajafnrétti og fjórða markmiðinu sem fjallar um menntun fyrir alla. Nýju heimsmarkmiðin tengjast nefnilega mikið innbyrðis. Nýju markmiðin taka gildi í byrjun næsta árs, 2016, og gilda til 2030. Þau munu líka gilda fyrir Ísland og önnur þróuð lönd og bjóða upp á ýmsar áskoranir, svo sem í stjórnun umhverfismála. Þar kemur hreina orkan sem við Íslendingar höfum lært að nýta, sterk inn, en við eins og önnur ríki þurfum að skoða hvernig við getum unnið að markmiðunum hér heima og að heiman. Þið sem nú eruð að byrja í 10. bekk eruð fædd árið 2000. Það var árið sem Sameinuðu þjóðirnar settu sér fyrst þróunarmarkmið. Nú eruð þið fimmtán ára og ný og víðtækari markmið eru sett. Hvernig verður heimurinn þegar þið verðið þrítug og tíma þessara markmiða lýkur? Munu þau nást? Hvað geta Íslendingar gert til þess? Ég veit og vona að þið getið haft áhrif á það.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar